Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAl 1981. 5 Dagblaðið á fundum með ráðherrunum Haig og Weinberger íWashington: „Óviturlegt að hafa kommún- ista i stjóm NATO-ríkja” „Margir þakka nú Guöi fyrir aö Bandaríkin hafi loksins vaknað, þegar þeir hátta á kvöldin,” sagði Alexander Haig utanríkisráðherra Bandaríkjanna í viðtali við blaðamann DB og nokkra aðra blaðamenn frá Evrópuríkjum í Washington fyrir nokkrum dögum. „Við verðum að biðja um fórnir til að efla varnarmátt okkar,” sagði Haig, „en jafnframt væntir fólk þess að við reynum að hemja vígbúnaðarkapp- hlaupið.” „Bandaríski herinn hefur verið vanræktur og nú þarf að ná jafnvægi i hermálum að nýju,” sagði Caspar Weinberger varnarmálaráðherra sem blaðamenn hittu einnig að máli i Washington. „Gífurleg breyting á valdajafnvæginu hefur orðið á nokkrum árum í þá átt að Sovétríkin „Sovétrlldn hafa tekið forustu I vigbúnaði,” sagði Weinberger varnar- málaráðherra. Öðru hvorum megin við helgina — leggur Hjörleifur fram virkjana- frumvarpið „Ég vænti þess að frumvörp til laga um virkjunarframkvæmdir verði lagt fram öðru hvorum megin við helgina”, sagði Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, í viðtali við DB í gær. Hann kvað ágreiningslaust að nauðsynlegt væri að tryggja nægilegt vatn i þær virkjanir, sem þegar væru starfandi. „Röðun nýrra virkjana er að þvi leyti til bundin í stjórnarsátt- málanum að þar er gert ráð fyrir næstu virkjun utan eldvirkra svæða,” sagði Hjörleifur. Hann bætti við: „Ég ræð þessu því ekki einn og auk þess eru starfandi ráðgjafarnefndir sem reynt verður að taka tillit til.” -BS. hafa tekið forustu í vígbúnaði,” sagði Weinberger og nefndi einkum sovézka flotann. Larry Eagleburger aðstoðarutan- rikisráðherra sagði í viðtali við þessa blaðamenn, að „óviturlegt” væri fyrir ríki í Atlantshafsbandalaginu að hafa kommúnista í ríkisstjórn. Hann mun hafa átt við ísland með þeim orðum. Haig sagði að nú yrði varnarmáttur Bandaríkjanna efldur næstu fimm árin. Sovétríkin ykju stöðugt bein af- skipti af öðrum rikjum og það kallaði á öflugri svör en verið hefði. Jafnframt mundu Bandaríkjamenn rétta við sitt heimili með „byltingarkenndri efna- hagsáætlun". Haig kvaðst bjartsýnn eftir viðtöl við marga forustumenn vestrænna þjóða að undanförnu. „Ég hef nú þegar hitt marga af utanríkis- ráðherrum ykkar og átt ítarleg viðtöl við þá,” sagði Haig blaðamönnunum. „Ég hlaut einlægan stuðning við áform okkar. „Um NATO-fundinn, sem væntanlegur var, sagði Haig að ræddar yrðu ögranir Sovétmanna þótt þær væru utan hefðbundins svæðis NATO. Samtímis yrði unnið að eflingu varnarmáttar bandalagsins og leitað leiða til að finna grundvöll fyrir við- ræðum við Sovétmenn um takmörkun vígbúnaðar. „En við semjum ekki við Sovétríkin i tómarúmi,” sagði Haig og kvað Sovétmenn verða að draga úr útþenslustefnu sinni, ætti að vera hægt að semja. „Bandaríska þjóðin gerir ráð fyrir, að við gerum ekki samninga, sem gera okkur veikari fyrir,” sagði utan- ríkisráðherrann og kvaðst tala fyrir munn Reagans forseta. „Við leitum ekki eftir takmörkunum á vigbúnaði takmarkananna vegna,” sagði hann. •HH. Auglýsing um skuldbreytingu lausaskulda húsbyggjenda og ibúðakaupenda i föst lán Samkvœmt samkomulagi við ríkisstjórnina munu viðskiptabankarnir gefa viðskipta- vinum sínum, sem fengið hafa lún vegna húsbyggingar á undanförnum þremur árum, kost á að sameina þau í eitt lán, semyrði til allt að 8 ára. Skilyrði fyrir skuldbreytingu A. að umsækjandi hafi fengið lán hjá Hús- næðismálastofnun ríkisins á árunum 1978, 1979 og 1980 eða verið lánshæfur á þessum árum, samkvæmt núgildandi reglum stofn- unarinnar. B. að umsækjandi eigi aðeins eina íbúð eða íbúðarhús, byggt eða keypt á þessum árum til eigin afnota. C. að umsækjandi hafi fengið lán hjá banka til íbúðakaupa eða byggingar og skuldi 31.12.1980 vegna slíkra lána 20.000 ný- krónur eða meira, enda hafi lánin upphaf- lega verið veitt til skemmri tíma en fjögurra ára og eigi að greiðast upp á næstu þremur árum eða skemmri tíma. Undanskilin skulu skammtímalán veitt vegna væntanlegra húsnæðislána, lífeyris- sjóðslána eða annarra tímasettra greiðslna. Lánskjör Lánstími 8 ár, eða skemmri tími samkvæmt ósk lántakenda. Lánin bundin lánskjaravísitölu með 2Vi% vöxtum og veitt gegn fasteignaveði. Veð- setning eignar skal ekki nema hærra hlutfalli en ALÞÝÐUBANKINN H/F BÚNAÐARBANKIÍSLANDS IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H/F LANDSBANKI ÍSLANDS <3 c cn 65% af brunabótamati. Lánsfjárhæð skal ekki nema hærri upphæð en 100.000 krónum og endurgreiðast með ársfjórðungslegum af- borgunum lánstímabilið. Umsóknir Umsóknum um skuldbreytingarlán skal um- sækjandi skila á sérstökum eyðublöðum í þann banka, þar sem hann hefur aðalviðskipti sín. Skal þar skrá öll þau skammtímalán, sem óskað er að breytt sé, í hvaða banka sem þau lán eru. Auk umsóknar skal umsækjandi skila veðbókar- og brunabótamatsvottorði eignar sinnar, sem veðsetja á til tryggingar láninu. Sá banki, þar sem hæsta skuld umsækjanda er, veitir lánið og gerir upp lán við aðra banka. Sé umsækjandi í vanskilum með önnur lán, skal hann gera þau upp áður en skuldbreyting fer fram. Umsóknarfrestur Frestur til að skila umsóknum er til 31. maí n.k. Lánveitingar munu fara fram jafnóðum og unnið hefur verið úr umsóknum og ekki síðar en 31. júlí n.k. SAMVINNUBANKI ÍSLANDS H/F ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS VERZLUNARBANKI ÍSLANDS H/F

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.