Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAl 1981. 17 THkynnÍngar Fyrsti neminn í Handmennta- skólanum Handmcnntaskóli íslands hefur nú innritaö fyrstu nemendur sina. Sú sem fyrst lét innrita sig var Guð- munda Elíasdóttir söngkona og var myndin tekin við það tækifæri er hún fékk afhcnt kennslugögn sin. — í byrjun hvers mánaðar, utan júli og ágúst, hefst ný önn i teiknun og málun í Handmenntaskólanum. Næsta önn hefst i maí og er.enn hægt að bæta nemendum við þar. — Kynningarrit skólans er sent til þeirra sem eftir þvi óska. Simi skólans er 28033 kl. 14—17 og prósthólf 10340 130 Reykjavik. Ný Evrópufrfmerki Mánudaginn 4. mai komu út hin svoncfndu Evrópu- frímerki. Verða þau sem fyrr í tveimur verðgildum, 180 og 220 aurar. Myndefni þeirra er að þessu sinni sótt i þjóðsöguna „Djúpir eru islands álar”. Evrópufrimerkin eru önnur frímerkjaútgáfan á árinu en í febrúar komu sem kunnugt er út tvö frí merki meö myndum af þeim Finni Magnússyni og Magnúsi Stephensen, dómsstjóra. Þriðja frimerkjaútgáfan á þessu ári verður aö öllum likindum þrjú frimerki með islenzka fugla, músarindla, heiölóu og hrafn, aö myndefni í verögildunum 30, 100 og 200 aurar, fjórða útgáfan, eitt frímerki, i tilefni Alþjóðaárs fatlaöra i verögild- inu 200 aurar og fimmta útgáfan, citt frlmerki, með jarðstöðina Skyggni að myndefni og að verðgildi 500 aurar. Þá er og í haust væntanlegt frimerki með mál- verki eftir Gunnlaug Scheving að verðgildi fimmtíu krónur. Ákvörðun hefur ennfremur verið tekin um útgáfu frímerkis i tilefni 1000 ára afmælis krístniboðs á íslandi, en hönnun þess frímerkis er enn ekki lokið. Þá hefur og veriö til athugunar aö gefa út sér- stakt „jólafrímerki” í tveimur verðgildum. Sigurjóni Sœmundssyni ræðismanni veitt orða Þann 18. marz siðastliöinn var Sigurjóni Sæmunds- syni, ræðismanni Svía á Siglufirði, veitt orðan Ridd- ari hinnar konunglegu Norðurstjömu, sem veitt er af Sviakonungi fyrir vel unnin störf og dygga þjón- ustu í þágu Svlþjóðar. Orðuveitingin fór fram að heimili sænska sendiherrans á íslandi frú Ethel Wik- lund aö viðstöddum nánustu ættingjum og starfs- mönnum sendiráðsins. Sigurjón Sæmundsson hefur verið ræðismaöur Svia á Siglufirði frá árinu 1 %8. Tölvur og notkunar- möguleikar þeirra Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að endurtaka námskeiðið um tölvur og notkunarmögu- leika þeirra og verður það haldið i fyrírlestrarsal félagsins aö Siðumúla 23 dagana 19. — 22. mai frá kl. 15—19hverndag. Tilgangur námskeiðsins er að gefa stjórnendum yfirlit yfir helztu hugtök á sviði tölvutækni og kerfis- fræði. Námskeiðið miðar aö því að gefa stjórn- endum betri forsendur fyrir ákvarðanatöku um notkun tölva við rekstur. Gerð verður grcin fyrir gmndvallarhugtökum í tölvufræðum og lýst helztu tækjum og skýrð hugtök tengd þeim. Fjallað verður um hugbúnað tölva og hvernig byggja má upp tölvukerfi. Aðaláherzla verður siðan lögð á aö kynna hvemig mæta má upp- lýsingaþörf stjórnenda og leysa vandamál innan fyrirtækja með notkun tölva. f lok námskeiösins verður gcrð grein fyrir framtíðarþróun á sviði tölvu- tækni. Námskeiðiö er ætlað framkvæmdastjómm og öðmm þeim stjórnendum i fyrirtækjum sem taka þátt í ákvörðunum um tölvur og notkun þeirra innan fyrírtækja. Leiðbcinendur á námskeiöinu verða Hjörtur Hjartar rekstrarhagfræðingur og dr. Jóhann P. Malmquist tölvunarfræðingur. Biskupskjör Hinn 28. april 1981 féllst forseti íslands á tillögu kirkjumálaráðherra um að herra Sigurbirni Einars- syni biskupi íslands verði veitt lausn frá embætti frá 1. október l981 að telja. Undirbúningur að biskupskjöri er hafinn. Kjör- stjóm við biskupskosningu hefur komið saman og samið og lagt fram kjörskrá fyrir biskupskjör er fram fer væntanlega i júnimánuði nk. Kjörskrá liggur frammi á biskupsstofu og í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu til 26. mai nk. Kærur til breytinga á kjörskránni þurfa að hafa borízt formanni kjörstjómar i dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu fyrir 27. maí nk. Aðatfundur Fólags (slenzkra myndlistarmanna Aðalfundur i Félagi isl. myndlistarmanna var hald- inn 19. marz. Á dagskrá voru venjuleg aöalfundar- störf. Kynnt var frumvarp til laga um listskreytingar opinberra bygginga, sem væntanlega veröur fiutt á Alþingi af Ingvari Gíslasyni menntamálaráðhcrra. Þar er gert ráð fyrir ákveðnu hundraðshlutfalli af byggingarkostnaði allra opinberra bygginga til list- skreytinga. Þá var til umræöu framhald samstarfs FÍM viö Kjarvalsstaði vegna endurnýjunar sam- starfssamninga. Aðalfundur samþykkti aö fara þess á leit viö borgarráð Reykjavíkurborgar að listamenn i stjóm Kjarvalsstaöa fengju aðild aö listaverka- kaupum þeim sem gerö em af stjórn Kjarvalsstaða. Ennfremur áleit aöalfundurinn æskilegt að fulltrú- um myndlistarmanna væri fjölgað þannig að tveir þeirra sætu i stjórn i stað eins áöur. Þessu hafnaði siðan borgarráð á fundi sinum 6. apríl sl. en samþykkti óbreytta samstarfssamninga tÚ næstu tveggja ára, þ.e. til 1. mai 1983. Stjórn FlM harmar aö ekki skuli hafa verið komiö til móts við óskir listamanna og áskilur sér rétt til endur- skoðunar samninga að ári liðnu. Á aðalfundi var einnig til umræðu fyrirhuguð teiknisýning að Kjarvalsstööum en siöastliöið haust samþykkti stjórn Kjarvalsstaöa aö efna til sýningar á nýjum teikningum islenzkra listamanna sumarið 1981. í dómnefnd voru kosnir þeir Jón Reykdal, sem var upphafsmaður sýningarinnar, Hörður Agústs- son og Bjöm Th. Björnsson. Vakti Jón Reykdal máls á þvi aö Kjarvalsstaðir greiddu^dagleigu fyrir verk Ustamanna á teiknisýningunni enda er FÍM aðUi aö NORDFAG sem eru hagsmunasamtök myndlistarmanna á Norðurlöndum. Þau hafa m.a. á stefnuskrá sinni samræmingu dagleigugjalda tU myndlistarmanna ef um sýningar i opinberum sýningarsölum er að ræða. í Noregi eru lögfestir samningar um þetta atriði og annars staðar á Norðurlöndur gætir þess æ oftar að þessi sjálfsagði réttur myndUstartnanna sé virtur. í stjóm Kjarvalsstaða fékk þessi hugmynd aftur á móti ekki stuöning borgarfulltrúa. í framhaldi af þessari neitun ræddi stjórn FÍM máliö og ákvað að taka það upp á aöalfundi. Aðalfundurinn sam- þykkti síöan aö krefjast dagleigugjalda og hvatti Ustamenn til að senda inn myndir með fyrirvara um afturköllun ef ekki næöust samningar um dagleigu- gjöld. Jafnframt var lesið upp bréf til formanns FÍM, Sigrúnar Guðjónsdóttur, frá Birni Th. Björns- syni. í bréfinu segist Bjöm biöjast undan setu i dóm- nefnd sýningarinnar þvi hann vilji ekki ,,á neinn hátt vera viðbundinn það óréttlæti, að myndUstarmenn einir aUra íslenzkra listamanna fái ekkert endurgjald fyrir birtingu hugverka sinna á vegum opinberra aðUa”. Biöst hann þvi undan setu i dómnefndinni ef ekki veröur komið tU móts við kröfur myndUstar- manna. Þessari málaleitan var ekki sinnt en sýningin auglýst og dómnefnd tilgreind. Bjöm Th. Björnsson gerði itrekaðar tilraunir til þess aö skýra sjónarmið sin fyrir stjórn Kjarvalsstaöa en stjórnarformaður, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, neitaöi aö ræða máliö á fundi. Stjórn Kjarvalsstaða fjallaði um teiknisýninguna á fundi 11. aprU sl. FuUtrúar FÍM og Bandalags isl. Ustamanna vom ekki boöaöir til þess fundar. Þar var lagt fram bréf Bjöms Th. Bjömssonar dags. 1. aprU 1981. Eftirfarandi samþykkt var bókuð: „Stjómin harmar, ef orðiö hafa mistök í fréttatU- kynningu hinn 10. marz sl., að Bjöm Th. Björnsson var nefndur sem einn þriggja manna í dómnefnd, þar sem hann haföi þá þegar i raun sagt sig úr nefnd- inni.” Með tilvísun tU ofangreindra upplýsinga lýsir stjóm FÍM furðu sinni á samþykkt þessari. Jafnframt var á fundi stjórnar Kjarvalsstaöa gerð eftirfarandi samþykkt: „Stjóm Kjarvalsstaða telur hugmyndir um greiðslur til handa myndUstarmönn- um i formi dagleigugjalda allrar athygli veröar, og mun í því sambandi ræða viö rétta aðUa, þe. stjórnir FÍM og BÍL.” Stjóm FÍM fagnar þessari málalykt- an og væntir þess að samningar hefjist sem fyrst þannig að möguleiki myndist fyrir umrædda teikni- sýningu á sumri komanda. Eftirtaldir félagsmenn voru kosnir i stjórn félags- ins á aðalfundi: Sigrún Guöjósndóttir formaður, Valgeröur Bergsdóttir ritari, Þorbjörg Höskulds- dóttir gjaldkeri, Eiríkur Smith meðstjórnandi og Hringur Jóhannesson meðstjórnandi. Louis Masterson HELKULDI Á NORÐURSLÓÐ 26. Morgan Kane bókin komin út „Helkuldi 6 Norflurslóð" Út er komin 26. bókin í bókaflokknum um Morgan Kane og heitir hún „Helkuldi á Noröurslóö”. Morgan Kane hafði alltaf hugsaö sér helviti sem mjög heitan stað, þangaö til hann kom til Noröur- Dakota veturinn 1885. Dakota var þá Indíánaland fyrst og fremst, á norðurhjara heims, allt norður aö landamærum Kanada. Þaö voru uggvænlegar fréttir, sem yfirvöld fengu norðan úr þessum stokkfrosnu óbyggðum — blóðugar árásir á veiðimenn og skinnasala, heilir ættfiokkar brytjaðir niður, eða flæmdir á brott, veiðikofar brenndir ofan af mönnum. Það var engu likara en myrkrahöfðinginn sjálfur herjaði um landið með manndrápum og pyntingum. Og þegar Chippewa-Indiánarnir gerðu uppreisn, voru norður- Ijósin ekki lengur hvit, þau voru blóðrauð. Árbók Ferða- félags íslands 1981 er komin út Þetta er 54. Árbók félagsins og fjailar hún um ódáðahraun. Aðalhöfundur þessarar Árbókar er Guðmundur Gunnarsson fulitrúi, Akureyri. Enn- fremur ritar Guðmundur Sigval'dason jarðfræðingur þátt um jarðfræði Odáðahrauns en á undanförnum árum hafa rannsóknir hans beinzt að þvi svæði og þó einkum öskju. Koma fram i ritgerð hans ýmsar nýjungar i jarðfjræði, sem ekki hafa áöur birzt í bókum. Efni bókarinnar er skipt niöur í 6 kafla og er skiptingin miðuð við helztu ökuleiðirnar og jafn- framt er lýst ákveðnum svæöum i nágrenni þeirra. FERÐAFÉLAGÍSLANDS Fremst i bókinni er uppdráttur af ieiöum um ódáðahraun og rómversk tala visar tii þess kafla i bókinni, þar sem viðkomandi leið er lýst. Auk þess efnis, sem að ofan getur er aftast í bókinni kafli um félagsmál Feröafélags íslands og deilda þess. Skýrt er fró starfi liðins árs, byggingu sæluhúsa, ferðum og fleiru, sem Feröafélagiö og deildir þess vinna aö. Ritstjóri Árbókarinnar er Páll Jónsson bóka- vörður og hefur hann haft alian veg og vanda af út- gáfunni. Árbókin er gefin út í 10 þúsund eintökum, prentuð í ísafoldarprentsmiöju, myndirnar eru unnar af Prentmyndastofunni Litróf, Offset- myndum sf. og litgreiningin er unnin i Myndamót hf. Á valdi örlaganna Bókaflokkurinn Stjörnu róman Bókaflokkurinn Stjörnu róman, er safn úrvals sagna eftir ýmsa höfunda sem vakið hafa athygli fyrir spennandi og hugljúfar ástarsögur. Út er komin þriðja bókin í bókaflokknum og heitirhún Á valdiörlaganna”. Lisa og Úifur eiskuðust, en Rut gat ekki unnað þeim að njótast. Hún vildi gera allt til aö Úlfur giftist sér. Hún taldi honum trú um að hún bæri barn hans undir brjósti — eftir nótt sem hann mundi ekkert frá. Úlfur og Lísa sáu framtíð sína hrynja i rúst, en Rut var heldur ekki rótt. Hvað gerðist, þegar barnið fæddist fyrir timann? íþróttablaðið komið út Fyrir nokkru kom út 4. tbl. íþróttablaðsins. Ýmis- legt efni er i blaðinu. Rætt er við Stefán Jóhannsson frjálsíþróttaþjáifara, Einar Ólafsson körfuknatt- leiksþjálfara, Eystein Þorvaldsson formann Júdó- sambands ísl. og Jóhann Hjálmarsson lyftinga- kappa. Körfuknattleiksþjálfun er kynnt og er þetta fyrsti þátturinn i röð af þjálfunarbáttum sem lþróttablaöið hyggst birta i framtiöinni. Fjallað er um kaup og kjör atvinnumanna í knattspyrnu. Litið erinn á skrifstofuíSÍ og starfsemin kynnt. Auk þess sem hér er upptaiiö er margt fieira efni i biaðinu. $ Samvinnan ,, 2/8 Samvinnan Skömmu fyrir páska kom út 2. hefti Samvinnunnar á þessu ári. í blaðinu er margt efnis m.a. skrifar Hjörtur Pálsson um Snorra Hjartarson. Rætt er við Björn Stefánsson fyrrum kaupfélagsstjóra. Benedikt Gröndal skrifar um Erlcnd Einarsson sem varð sextugur nýlega. Sigriður Haraldsdóttir ritar um neytendamál og fjallar þar um skrum i islenzkum auglýsingum. Einnig eru birtir i blaðinu tveir kafiar úr greinargerð eftir dr. Alexander Fraser Ladiaw sem nefnist Samvinnuhreyfingin árið 2000. Auk þess er ýmislegt fieira efni 1 blaöinu aö vanda. BUNSKA (ÍUOSíWliaAWn Sílf|illl Veglegtrit um fkigsöguna Flugsagan, ársrit íslenzka flugsöguféiagsins, er komið út. Er þaöhið veglegastaaöallrigerðogprýtt mörgum myndum, bæði svart/hvitt — og litmynd- um sem margar hverjar hafa sögulegt gildi. Meðal efnis er ágrip af sögu islenzkra flugvéla frá upphafi, Grænlandsflug Fiugfélags blands, frásögn af nauðlendingu þýzkrar herflugvélar á Melrakka- sléttu í stríðslok, björgun og endurbygging North- rop-flugvélar 1979 og ágrip af sögu sildarleitar úr lofti við ísland. ÚTÍVÍSt 7 Ársrit Útivistar 1981 Sjöunda ársrit Útivistar er nýlega komiö út. í þessu ársriti eru ýmsar greinar sem tengjast starfs- sviöi Útivistar, má þar nefna staðháttaiýsingu úr Æðey, ferðasögu úr Hoffellsdal. Sagt er frá rann- sóknum á Sprengisandi og Svörðunum. Fjallað er um örlygsstaðabardaga Loks er sagt frá skála- byggingu Útivistar i Básum á Goðalandi i máli og myndum. Mikill fjöldi mynda og þá fiestar litmyndir prýða ritið. AA samtökin hafa gefið út á (slenzku bókina 12 reynslu- spor og 12 erfðavenjur „Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn áfengi og aö okkur var orðið um megn að stjóma eigin lífi.” Segja má að þessi orð, sem AA-menn kalla „fyrsta reynslusporiö”, sé kjaminn i því sem þessi bók hefur að bjóða. Alls eru reynslusporin 12 og á þau má líta sem gmndvöll þeirra hugmynda eða þess hugmyndakerfis sem AA-fólk — alkóhólistar — byggir líf sitt og lífshamingju á. Bókin er skrifuð til að reyna aö skilgreina þær hugmyndir og þann boð- skap sem í reynslusporunum felst. Sé bókin lesin opnum huga kemur i ljós að hún á ekki aðeins erindi tii alkóhólista heldur og til allra þeirra sem eiga viö sálræn eöa hugarfarsleg vanda- mál aö stríða. Bókin er til sölu á skrifstofu samtakanna, Tjarnargötu 5b, opið 1—5 e.h., og i öllum AA- deildum um allt land. Söluverö kr. 200. Franskar íslandsvbur Það eru ekki miklar líkur til þess aö erient Ijóðskáld hefji feril sinn með þvi að kveða ijóöaflokk um island. Þó hefur þetta gerzt. Franskar fslandsvisur (Poésies d’Islande) er fiokkur sjö Ijóða um ísland sem Þýðingaútgáfan cr að gefa út á frummálinu (frönsku) ásamt islenzkri þýðingu allra Ijóðanna. Þetta er fyrsta bók höfundarins Gerard Lemarquis sem er Parisarbúi að uppruna, fæddur árið 1948, en flutti árið 1973 til Reykjavíkur þar sem hann nú býr og kennir frönsku auk þess aö vera hér fréttaritari stórblaðsins Le Monde og fréttastofunnar AFP. Enda þótt ijóðasafnið Franskar Íslandsvísur sé fyrsta bók höfundarins hafa nokkur Ijóöanna áður birzt í hinu virta franska tímariti Création sem eingöngu cr helgað nútimaljóðagerö. fslenzk þýðing ljóðanna er gerð af Þorgeiri Þor- geirssyni. Bókin er þannig prentuð að vinstra megin á opnu stendur franski textinn en islenzka þýðingin hægra megin. Slíkar tvímálaútgáfur hafa ekki verið mjög algengar hérlendis en þykja viöa hið mesta þing, einkum er þessi útgáfumáti algengur með Ijóðaþýðingar. Ýmislegt flcira hefur útgáfan á prjónunum sem of snemmt er að greina frá fyrren séö verður hvernig áhuginn verður á þessari tilraun. Sextán komið út Út er komið annaö tölublaö unglingablaðsins Sextán (16). Fjölbreytt efni er aö finna i Sextán, svo sem þátt um gæludýr, popp, Ijósmyndun, plötudóma, samskipti kynjanna, snyrtingu og framkomu, tækni og viðskipti auk smásögu, kvikmyndir, vinatengsl, hljómtæki og pósthóifið. Forsíöuviðtal er við Kjartan Ragnarsson leikara. Þá er þáttur um ung- linga og afbrot, smáþættir ýmiss konar og margt, margt fleira. Blaðið hefur verið stækkað úr 48 siðum i 56 og kostar þaö 18 krónur. Sextán er eina unglingablaöiö sem gefið er út hér á iandi. QRÆNLANO ÍSLANO ísinn nssst landi um 33 sjómflur NV af Straumnesi Föstudaginn 1. mai sl. fór Landhelgisgæzla fslands I iskönnunarflug undir stjórn Hclga Hallvarössonar skipherra. Hafisrannsóknadeiid Veöurstofunnar tók þátt í könnuninni. ísjaðarsvæðiö vestur og noröur af landinu var kannað. Jaðarinn var nokkuð vel afmarkaður norövestur af Vestfjörðum, með þéttleika 7 til 9 tíundu hiutar. Hann var næst iandi um 33 sjómllur norðvestur af Straumnesi. Úti fyrir Norðurlandi var jaðarsvæðiö gisnara og voru þar 4 til 6 tíundu hlutar hafs þaktir is. lsjaöar- inn var um það bil 70 sjómllur norður af Horni og Rauðanúp, mun nær landi en mánuði áöur. Kortið er af isnum milli fslands og Grænlands um mánaðamótin april/maí, samkvæmt veöurtungla- myndum og fyrrgreindri ískönnun Landhelgisgæzl- unnar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.