Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAl 1981.
G
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
D
Feimnismál tekið til umræðu í Israel:
A kjamorkusprengjan að
ráða bótá veröbólgunni?
Stuðningsmenn smíði kjarnorku-
sprengjunnar telja að hún mundi
lækka hernaðarútgjöld um f immtíu
prósent
fsraelsmenn hafa löngum litið á
kjarnorkuvopn sem bannvöru.
Fréttamenn í ísrael hafa að mestu virt
beiðni ríkisstjórnar landsins um aö
spurningin hvort ísraelsmenn muni
smíða kjarnorkuvopn verði látin
liggja í láginni. Þar í landi hafa menn
af skiljanlegum ástæðum verið
óvenjutilfinningaríkir fyrir hörmung-
um síðari heimsstyrjaldarinnar og sú
tilfinningaafstaða hefur orðið til
þess, að mönnum er ekkert gefið um
að ræða gereyðingarvopn eins og
kjarnorkuvopn auk þess sem ísraels-
mönnum er ákaflega ljós andstaða
Bandaríkjamanna við útbreiðslu
kjarnorkuvopna.
Nú er hins vegar komin fram ný
kynslóð háskólamanna í ísrael sem
láta „kjarnorkubannið” sér í léttu
rúmi liggja. „Það mun enginn
umtalsverður árangur nást í friðarátt
milli okkar og Arabaríkjanna fyrr en
hinum stirðnuðu valdahlutföllum á
svæðinu hefur verið breytt svo um
munar,” segir Shai Feldman á her-
stjórnarrannsóknarstofnun í Tel
Aviv. ,,Og kjarnorkuvopn eru ef til
vill einmitt það sem við þurfum.”
Þessi nýstárlega kenning Feld-
mans, sem nýverið var sett fram í
tímariti í ísrael sem fjallar um utan-
ríkismál, er byggð á þeirri sannfær-
ingu, að ísraelsmenn geti látið af
landnámi sínu á vesturbakkanum og
Gazasvæðinu og snúið aftur til svip-
aðra landamæra og voru í gildi fyrir
sex daga stríðið 1967. En Feldman
ríkis séu átján milljarðar dollara og
landflótti ungra ísraelsmanna til að
komast hjá herþjónustu sé mikill.
Aharonson telur, að ef ísraels-
menn kæmu sér upp kjarnorkuvopn-
um mundi það minnka hefðbundin
hemaðarútgjöld um fimmtíu pró-
sent. Það hefði það einnig í för með
sér aö Arabaríkin mundu óttast
Israel.
Margir leiðtogar Arabaríkjanna
hafa raunar verið þeirrar skoðunar í
mörg ár að israelsmenn hafi smíðað
kjarnorkuvopn leynUega og geymi
þau í Negebóeyðimörkinni. Hafa
Arabarnir verið þeirrar skoðunar, að
ísraelsmenn myndu ekki hika við af
beita þessum kjarnorkuvopnum ef
þeir teldu þörfá.
„Ekkert annað getur skýrt hvers
vegna Sýrlendingar og Egyptar hættu
sókn sinni á byrjunarstigi styrjaldar-
innar 1973,” segir Aharonson. Hann
telur einnig að þessi trú Arabaleið-
toganna hafi verið „helmingur
ástæðunnar” til þess, að Anwar
Sadat forseti Egyptalands kom tU
ísraels og undirritaði friðarsamning
mUli þessara erkifjenda.
Andstaðan gegn kjarnorkuvopn-
um er þó engan veginn úr sögunni í
ísrael. Því fer fjarri. Mordechai Gur,
hershöfðingi og fyrrum yfirmaður
israelska herráðsins sagði nýverið að
jafnvel þótt Israelsmenn kæmu sér
upp kjamorkuvopnum mundu
Arabarnir „aðeins finna varfærnis-
legri aöferðir að sama markmiði, að-
í ísrae! hafa menn af skiljanlegum ástæðum verið óvenjutilfinningaríkir gagnvart
hörmungum siðari heimsstyrjaldarinnar.
telur að þetta sé því aöeins unnt ef
öryggi ísraels sé „fuUkomlega”
tryggt. Til þess eru að hans mati
ýmsar leiðir. Meðal annars sú að
ísraelsmenn verði aðilar að varnar-
bandalagi vestrænna þjóða. örugg-
asta ráðið telur hann þó vera það að
ísraelsmenn hafi yfir að ráða nægi-
legum kjarnorkuvopnum til að geta
eytt hættulegum skotmörkum á land-
svæði Arabaríkjanna. Hann telur, að
það mundi fá Araba til að láta af
yfirgangi sínum og fallast á viðræður
við ísrael.
Þessi skoðun Feldmans er meðal
annars studd af Salómon Aharonson
við Hebreska háskólann. Aharon-
son hefur haldið því fram í greinaröð
sem hann hefur ritað í dagblaðið
Maariv, að ísraelsmenn verði að
íhuga smíði kjarnorkuvopna sem
tæki til að ráða bót á verðbólgusjúku
efnahagslífi þjóðarinnar. Hann
bendir á að erlendar skuldir ísraels-
V
ferðir sem mundu gera ísraelsmönn-
um mjög erfitt um vik með að beita
kjarnorkuvopnum.”
Yossef Rom, talsmaður Mena-
chems Begin forsætisráðherra í
varnarmálum hefur kallað þá
Aharonson og Feldman vísindamenn
sem séu skammsýnir í pólitískum efn-
um. Hann ráðleggur þeim að blanda
sér ekki i umræðu um hemaðarleg
málefni.
„Bandaríkin hafa fengið að reyna
það að kjárnorkuvopn eru engin vöm
gegn kúgun,” segir Rom. „Það er
okkur fyrir beztu að fresta öllu kjarn-
orkuvopnamálinu eins lengi og unnt
er.”
Ef til vill reynist það þó ekki mögu-
legt öllu lengur. Þetta feimnismál bar
nýlega á góma í leynilegri rannsókn
ísraelska fjármálaráðuneytisins á
verðbólgu og erlendri skuldasöfnun.
Áður var það aðeins Moshe
Það hefur aðeins verið Moshe Dayan, fyrrum varnarmálaráðherra Israels, sem hefur talað máli Kjarnorkusprengjunnar fyrir
opnum tjöldum.
--------------------------------------------------------—---------------------
Kjarnorkusprengjan hefur fram að þessu verið feimnismál 1 ísrael.
Dayan fyrmm varnarmálaráðherra
fsraelsmanna sem talaði máli kjarn-
orkuvopnanna fyrir opnum tjöldum.
Nú hefur hann hins vegar ekki viljað
ræða máliö opinskátt, þ.e.a.s. ekki
síðan hann ákvað að bjóða fram
nýjan flokk við þingkosningarnar 1
næsta mánuði. Nái Dayan hins vegar
þvi marki sinu að fá lykilaðstöðu í
ísraelskum stjórnmálum eftir
kosningar og þar með að hafa
umtalsverð áhrif á utanríkisstefnu
landsins þá má búast við því að hiti
færist í umræðurnar um kjarnorku-
vopn í ísrael.