Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAl 1981. fí Menning Menning Menning Menning Listamiðstoðin á oddanum Um Sonja Henie-NielsOnstad menningarstofnunina á Hövikodden Bærura heitir hérað i útjaðri Osló- borgar, um skeið (og e.t.v. enn) þekkt fyrir þá mörgu norsku auð- menn sem þar eru búsettir. í júní árið 1961 var hringt í formann hrepps- nefndar þar í sveit. í símanum var hinn kunni stjórnmálaskörungur Tryggve Lie og hann tjáði formann- inum að vinur sinn, skipakóngurinn Niels Onstad og kona hans, skauta- dansmaerin fræga, Sonja Henie, vildu skenkja héraðinu einkasafn sitt af listaverkum svo og peninga tíl að byggja utan um það veglega menn- ingarmiðstöð. f upprunalegu lista- verkagjöfinni voru 100 verk en 20 milljónir norskra króna fylgdu í kaupbæti til byggingarframkvæmd- anna. Er nema von að blessuðum for- manninum brygði við og héldi sig vera að dreyma. En tíðindin reyndust sönn og hreppsnefndinni varð þegar í stað hugsað til landsvæðis á Heyvik- þeirra á oddanum þegar í stað en þeir sjálfir sendir i fcrðalag víða um lönd tíl að kynna sér listasöfn. Áxið 1966 hófst svo byggingarvinna og var menningarmiðstöðin opnuð í ágúst 1%8. Ég held að arkitektarnir tveir hafi notað þennan námstima sinn vel og verkefni sitt hafi þeir leyst prýðilega af hendi. Á Heyvíkuroddanum miðj- um var mikill hóll og á honum létu þeir reisa byggingu sem er eins og óreglulegur blævængur i laginu og er inngangur um „handfangið”. Sterk Iffrœn heild f miðju byggingarinnar fer fram aUs konar kynningarstarfsemi og verslun og út frá henni má ganga i all- ar áttir, í sýningarsalina, tónleikasal, matstofu, grafíkherbergi, bókasafn Listamiðstöðin i smáatriðum, — að utan og innan. Neðst til hægri er filter i lofti sýningarsalanna. uroddanum (Hövikodden), sem margir höfðu haft augastað á. Óþekktir arkitektar sigruðu Árið 1962 var síðan efnt tU alþjóð- legrar samkeppni um sjálfa bygging- una og sjaldan eða aldrei hefur slík samkeppni vakið eins mikla og al- menna athygU í Noregi. 95 tillögur bárust og að tUhlutan dómnefndar var efnt tU framhaldssamkeppni miUi þeirra sem áttu fimm beztu úrlausn- irnar. Sigurvegararnir urðu tveir ungir og óþekktir Norðmenn, Jon Eikvar og Sven Erik Engebretsen. Vinnuað- staða var reist fyrir þá og starfsUð og skrifstofur. f anddyrinu miðju er svo hringstigi niður á neðri hæð þar sem eru fyrirlestrarsalir og geymslur, en þær er einnig auðvelt að nálgast úr sýningarsölum. Þannig myndar bygg- ingin öll sterka lifræna heUd þar sem auðveldlega má rekja tengsl hinna ýmsu hluta hennar og gera sér grein fyrir tilgangi þeirra innan heUdarinn- ar. I kringum bygginguna eru svo stallar sem fylgja lögun hennar en á þeim er komið fyrir skúlptúrum og öðru því sem þarfnast rýmis og úti- vistar. Ætti ég að finna að einhverju i byggingunni þá væri það í fyrsta lagi drungi anddyrisins sem er Ula lýst og lofthæðin í megin sýningarsölunum tveim, sömuleiðis hið mikilfenglega, órjúfanlega yfirbragð þeirra sem gera mönnum erfitt fyrir, ef sýnd eru litil verk eða fjölþættar sýningar. Myndlist V Sonja Henie-Niels Onstad listamiöstöðin séð úr lofti. Hlutiaf landslagi Frá miðri Oslóborg tekur það 15— 20 minútur með strætó að fara upp á Hövikodden. Og svo snar þáttur af landslaginu er byggingin, að hún sést ekki fyrr en komið er alveg að henni. Veginn vísar risastór „Sólarskúlp- túr” eftir Norðmanninn Haukeland, sem Niels Onstad lét reisa i minningu konu sinnar, Sonju, sem lézt árið 1969 og er grafin á oddanum. Onstad sjálfur lézt árið 1977. Hið sérkennilega blævængslag byggingarinnar sést alls ekki nema úr lofti, sem er gaUi að mati sumra, en hins vegar hefur gesturinn talsvert upp úr því að ganga i kringum hana og skoöa hve haganlega arkitektarnir greina á miUi hinna ýmsu þátta ,,blæ- vængsins”, með sandblásinni steypu, gleri og álplötum. Hér er greinilega ekki reynt að samræma byggingu og náttúru um of með stórum gluggum, eins og gerist i Louisiana safninu í Danmörku, heldur gefa hinir mass- ifu, gluggalausu útveggir til kynna að Henie-Onstad stofnunin sé talsvert virðulegt og sérstakt menningarfyrir- bæri. Gloppótt listaverkaeign Henie-Onstad miðstöðin hefur aldrei gefið sig út fyrir að vera mikil- vægt safn enda viðurkennir forstjóri hennar, Per Hovdenakk, fyrstur manna, að frá listsögulegu sjónar- miði sé listaverkaeign miðstöðvarinn- ar afar gloppótt. Mest á hún af hinum svokaUaða Parísarskóla, verk frá 1950—60, á þriðja hundrað aUs, auk stakra verka franskmenntaðra Ustamanna allt frá 1920. Frá sjöunda og áttunda áratugnum eru 1 safninu teikningar, vatnslitamyndir, graflk og ljósmyndir en iim í þá mynd vant- ar tUfinnanlega stærri verk 1 öðrum miðlum. Og svo eru það verðlauna- gripir Sonju Henie sjálfrar, 600 alls, sem fmna má í sérhönnuðu herbergi út af anddyri. 1 staðinn hefur Henie-Onstad mið- stöðin gert sér far um að vera menn- ingarsetur á víðum grundveUi með þvi að standa fyrir timabundnum sýningum, tónleikum, dansflutningi, kvikmyndasýningum, fyrirlestrum, gjörningum og leikflutningi. Frábœr heyrð Þetta hefur tekist svo vel, að alUr þeir sem ég ræddi við töldu miðstöð- ina hafa skipt sköpum í norsku menningarlífi. Tölur segja að vísu ekki aUt, en þó má geta þess að fyrstu tíu árin (1968—78) fóru fram í miðstöðinni 157 myndlistarsýningar, 532 tónleik- ar (klassískir, jass, popp 'o.fl.), 108 leiksýningar, 94 Ustdansflutningar, 527 kvikmyndasýningar og 24 óperu- kvöld, svo fátt eitt sé nefnt, — en eitt helsta stolt staðarins er einmitt hljómleikasalurinn sem ku hafa til að bera frábæra heyrð. Svo aðeins sé minnst á myndUst þá hafa verið haldnar sýningar á verkum manna eins og JuUo le Parc, Kitaj, Naum Gabo, César, Soulages, Paul Klee, Picasso, Christo, Henry Moore, — Ustinn er ansi langur. Þegar ég var þarna staddur hafði miðstöðinni tekist að næla i fræga sýningu frá Museum of Modern Art i New York: Gluggar og sþeglar sem nokkurs konar yfirUtssýning á verk- um bandarfskra ljósmyndara eftir seinna stríð. Þar að auki hékk þarna Hjónin Sonja Henie og Niels Onstad. sýning á pólskri graflk og sá ég þar marga gamla kunningja frá þvi 19761 Reykjavik. Góð tengsl Kunnugir töldu að velgengni sina gæti miðstöðin þakkað góðum tengslum við listamenn úr öllum greinum, m.a. sat tónskáldið Ame Nordheim lengi í Ustráði, — góðu samstarfi við önnur söfn, utan Nor- egs sem innan, og ekki síst sterkri miðstýringu Ustmenntaðra manna á borð við Ole Henrik Moe og Per Hovdenakk sem báðir eru alþjóðlega sinnaðir. Ekki sakar heldur að miðstöðin er rekin að mestu sem sjálfstætt fyrir- tæki, óháð opinberri menningarpóli- tik (sem er víst heldur daufleg þar í landi), fyrir rentur af þeim peningum sem þau Henie og Onstad létu eftir sig, en nýlega tók Bærum hérað þó að sér að kosta viðhald bygginga á staðnum. Sérstakt listráð og fram- kvæmdaráð stjórna.stofnuninni, en í þeim nefndum eru bæði fuUtrúar Ustamamia og byggðarlagsins en af tali Hovdenakks mátti ráða að þeir létu framkvæmdastjóra um allar Ust- rænar áætlanir og aldrei hefði kastast íkekkiþarámUU. Um Henie-Onstad Ustamiðstöðina mætti segja ýmislegt fleira. En þeir sem ferðast til Osló ættu ekki að láta hjá llða að skreppa út í úthverfin tU að skoða hana, en Munch safnið er þá í leiðinni. ■ L_l Frá einni sýningu miðstöðvarinnar: „Veröld hlutanna” frá 1970.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.