Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAl 1981. MATTUR H Sími 22590 — Hafnarstræti lb K. Hægri handar stýri Höfum kaupanda að bíl með hægri handar stýri, góðum bíl, smíðaár ekki atriði. Bílamarkaðurinn Grettisgötu 12 til 18 - Sími 25252 Fóstru vantar við Leikskóla Hellissands frá og með 1. júní 1981. Æskilegt að viðkomandi geti tekið að sér forstöðu leikskólans. Uppl. veittarí síma 93-6637 og 93-6688 ef! rkl 17. HAGSTÆÐUSTU KAUPIN ÍDAG ^ JÓÐFÆRAVERZLUN J6, BEYKJi 1981MÓDELIÐ „Alvöru" orgelraddir 16", 8" og 4" yfir allt hljómborðið. Aðrar raddir: Harpsicord, pianó, gítar, Hawai-gitar, vibrafónn, ukulele o.fl. innbyggt: Tremolo, bergmál og hljómborðsskipting. 8- takta trommuheili og fullkomnasta skemmtarakerfi m. gangandi bassa, eins fingurs spilakerfi o.s.frv. fyrir þá sem það vilja. JZuMsTærd hljómborðSTS-áttundir, öflugur jnagnari innbyggður------ með 12" hátalara. Innstunga fyrir hoyfnartól og útgangur i stereó- tæki eða aukamagnara. ___■-------------- Tæknrfræðingur og vanir mæfíngamenn óskast til starfa sem fyrst hjá Gatnamálastjóranum í Reykjavík, Skúlatúni 2. Umsóknir sendist þangað fyrir 15. maí nk. með upplýsing- um um fyrri störf. Launakjör samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. SLI A AKUREYRI: 3ÚÐIN GRÁNUFtLAGSGÖTU 4. - SIIVII 21415. Norræn landskeppni fatlaðra: „Til að auka áhuga fatlaðra á íþróttum” —og ekki bara þennan mánuð heldur einnig f f ramtíðinni, segir Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri keppninnar ,,Það er óhætt að segja að það sé verulegur áhugi meðal faUaðra fyrir keppninni. Sérstaklega vil ég nefna skóla og stofnanir, <n þar er mjög mikil hreyfing. Það eru staðir eins og Bjarkarás, Lyngás, Reykjalundur, Sólborg á Akureyri, Skálatún, Tjaldanes, Kópavogshælið og Sól- heimar 1 Grímsnesi,” sagði Sigurður Guðmundsson skólastjóri og fram- kvæmdastjóri landskeppni fatlaðra í samtali viö DB. Þá sagði Sigurður að mikil þátt- taka væri hjá skólum og nefndi hann í því sambandi Heyrnleysingjaskól- ann, öskjuhlíðarskóla, sérkennslu- skóla Kópavogs og Hliðaskóla. Einnig virðist vera almennur áhugi hjá félagssamtökum. „Blindraheim- ilið stendur sig ákaflega vel,” sagði Sigurður. „Einnig Sjálfsbjörg og iþróttafélag fatlaðra.” Minnstur áhugi viröist vera á sjúkrahúsum og dvalarheimilum. „Þar eru undirtektir frekar dauf- legar. Ég held að ástæðan sé sú, á sumum stöðunum, aö þar vantar starfsfólk til að fylgja þessu eftir,” segir Sigurður. „Ég hef líka orðið var við að smá- misskilningur virðist rikja á sumum stöðum. Fólk virðist ekki alveg klárt á þvi hverjir eigi rétt á þátttöku. Það eru allir þeir sem á einhvern hátt eru fatlaðir, hvort sem það er um lengri eða skemmri tíma. Við höfum sent öllum skólum og ungmennafélögum upplýsingar um keppnina. Það er bara ekki : mögu- legt að hafa samband við alla þessa aöila. Ég hef tekið eftir þvi aö þeir staðir sem við höfum heimsótt hafa tekið mjög vel við sér. Það þarf að vera meira persónulegt samband á miili staðanna og okkar. Við ætlum á næstu dögum að gera meira að því að faraiheimsóknir”. Sigurður Guðmundsson var beðinn að taka að sér framkvæmd keppn- innar þar sem hann hefur starfað mikið að málefnum fatlaðra. Meðal annars með því að hafa námskeið fyrir fatlaða í skóla sínum, Heiðar- skóla. „Siguröur Magnússon formaður íþróttasambands fatlaðra hringdi í mig og bað mig um að taka fram- kvæmd keppninnar að mér. Nám- skeið fyrir fatlaða hafa verið hér i skólanum í fimm ár og ég held að starf mitt fyrir fatlaða hafi orðið til þess að ég var beðinn að taka að mér framkvæmdina. Upphaflega kynntist ég starfsemi fyrir fatlaða þegar ég var I sumarfríi í Noregi og Danmörku 1972. Eftir það hafði ég áhuga á að kynnast mál- efnum fatlaðra nánar og 1975 hófust námskeiðin hjá mér. í sumar verða t.d. þrjú námskeið. í sambandi við keppnina vil ég undirstrika það aö hún er haldin til að auka almennan áhuga fatlaðra fyrir íþróttum og til að fá fólkið til að hreyfa sig meira. Þetta á ekki aðeins við á meðan keppnin stendur yfir í maí-mánuði heldur viljum við að áframhald geti orðið eftir að keppni er lokið. -ELA. Sigurður Guðmundsson skólastjóri Heiðarskóla i Leirársveit er fram- kvæmdastjóri landskeppni fatlaðra. DB-mynd Bjarnleifur. Reiðialdan vegna dauða Bobby Sands nærtilíslands: r Utifundur við sendiráð Breta — minningarbók liggurframmi Hópur sem kallar sig „írlandsvini” ætlar að efna til útifundar við brezka sendiráðið í Reykjavík á laugardaginn kl. 16.30 I tilefni dauða norður-írska þingmannsins og IRA-mannsins Bobby Sands. Þar verður mótmælt brezkum afskiptum af írskum málefnum en eftir því sem DB fékk upplýst í gær hefur ekki verið ákveðið til fulls hver dagskrá fundarins verður. Þá má geta þess að þeir sem heiðra vilja minningu Bobby Sands geta skrifað nöfn sín í minningarbók sem liggur frammi að Skólavörðustig 1A. Viljum ráða nú þegar bílamálara eða aðstoðarmenn á málningarverkstæði, einnig bifreiðasmiði og réttingarmenn. Mikil vinna. Bílasmiðjan Kyndill v/Stórhöfða 9 - Sími 35051. ÚTBOÐ Stjórnarnefnd Fjölbrautaskólans í Breiðholti óskar tilboða í að steypa upp frá botnplötu og fullgera að utan E-álmu Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Húsið er 3 hæðir alls 8910 m3. Útboðsgögn verða afhent hjá Arkhönn sf., Óðinsgötu 7, gegn l .500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 26. maí 1981 kl. 11.00. Vinnuvélastjóri óskast til starfa hjá Áhaldahúsi Njarðvíkurbæjar. Á aðal- lega að vinna á traktorsgröfu af Massey Ferguson gerð. Uppl. hjá verkstjóra í síma 1696 á vinnustað og 1786 heíma. Áhaldahús Njarðvíkurbæjar. ÚTBOD Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í samsetningu og reisingu stálturna á hluta af 220 kV háspennulínu milli Hrauneyjafoss og Brennimels (Hrauneyjafosslínu l), í samræmi við útboðsgögn 427. Sá hluti línunnar sem hér um ræðir nær frá Hvítá að Sköfl- ungi, samtals um 31 km. Á þessum hluta verða 88 stagaðir turnar og 3 hornturnar. Verklok eru 15. september 1981. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, frá og með 11. maí 1981, gegn skilatryggingu að upphæð kr. 300.- Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar fyrir kl. 11:00 föstudaginn 12. júní 1981, en þá verða tilboðin opnuð í viðurvist bjóðenda.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.