Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 2
Sumarhús í Danmörku 5. júni - örfá sæti laus vegna forfalla Orlof aldraðra - Portoroz 20. maí - 3 vikur - laus sæti Rimini 31. maí - örfá sæti laus Portoroz 20. mai - laus sæti Toronto 3. júní - uppselt 21. júni - laus sæti Opid til 10 í kvöld Vegna mikilla bókana aö undafornu veröur opiö á skrifstofunni i Reykja- vík til kl. 10 i kvold. Starfsfólk Sam- vinnuferöa-Landsýnar veitir þarallar upplýsingar um sumarferöirnar, tekur niöur'pantanir og veitir inn- borgunum móttöku . Kvikmynda- sýning veröur (>gángi allt kvöldiö og aö sjálfsögöu véröur heitt á könnunni fyrir alla viöstadda. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1981. f Flugteiðir: Heppilegast að aðskilja flugfélögin sáttastörf í því sem kallað er „flugmannadeila” er tímasóun Verz/unarmannafé/ag Reykjavíkur Fyrir eindregin tilmœli Alþýöuorlofs og aöildarfélaga Samvinnuferöa- Landsýnar hefur veriö ákveöiö aö framlengja frest til greiöslu staö- festingargjalds til 3. júni 1981. Orlofsgreiðslur munu berast fram eftir maí mánuöi og er vonast til þess aö fyrir 3. júni hafi þær borist öllu launafólki, sem gelur þá lagt orlofsfé sitt í staöfestingargjöld og/eöa innborgun i sólarlandaferö ef svo ber undir. Þeir sem staöfesta feröa- pöntun fyrir 3. júní og eru innan vó- banda aöildarfélaganna fá allir áöur auglýstan aöildarfélagsafslátt, kr. 500 fyrir fulloröna og kr. 250 fyrir börn. Athugull skrifar: Einn hinna merku brautryðjenda í flugmálum hérlendis, Alfreð Elías- son, sem nú er nýhættur í stjórn Flugleiða, segir í blaðaviðtali í sl. viku, að sameining flugfélaganna tveggja hafi verið ein allsherjar mis- tök og allt hafi farið að klúðrast þeg- ar sú ákvörðun hafði verið tekin. Kannski á þessi brautryðjandi eftir að tala meira og skýrar er frá líður. Hann hefur eflaust frá mörgu að segja. Hann er og sá brautryðjandi sem á þvi láni að fagna að hafa stjómað flugfélagi sem hófst upp úr basli frumherjanna til eins voldug- asta og þekktasta fyrirtækis, sem nokkurn tíma hefur verið stofnað á íslandi, LOFTLEIÐUM HF. Þetta er nú liðin tíð. Við íslending- ar áttum á sinum tíma bæði farþega- skip til siglinga við strendur lttndsins jafnt og til utanlandssiglinga. Á sama tíma áttum við einnig glæsilegar flugvélar sem vom í eigu tveggja flugfélaga, Loftleiða og Flug félags tslands. Það vom mikil umsvif í farþegaflutningum til og frá landinu með innlenda sem erlenda ferða- menn. öll farþegaskip voru seld úr landi. Flugvélar voru þó enn til. Það var hægt að velja milli fargjalda og fyrir- tækja og það var gert. Bæði flugfé- lögin nutu trausts, hvort á sínu sviði, en samkeppni var mikil, heilbrigð og eðlileg. Og það sem meira var, sam- vlnna var talsverð milli flugfélaganna t.d. með gagnkvæmum skilningi með láni á varahlutum ef eitthvað bjátaði á. Þetta vom miklir uppgangstímar í samgöngumálum. En dýrðin stóð ekki lengi. Til vom menn sem vildu ekki svona mikinn uppgang og grósku í samgöngumálum. Ríkisstjóm landsins með sam- göngumálaráðherra þáverandi í ORLOFSHÚS VR DVALARLEYFI Frá og með 9. maí næstkomandi verða afgreidd dvalarleyfi í orlofshúsum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem eru á eftirtöldum stöðum: 2 húSaðÖlfusborgum í Hveragerði 8 hús að Húsafelli í Borgarfirði I húsaðSvignaskarði í Borgarfirði 4 hús að lllugastöðum í Fnjóskadal I hús I Vatnsfirði, Barðaströnd Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsunum á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, sitja fyrir dvalarleyfum til 22. maí nk. Leiga verður kr. 400 á viku og greiðist við úthlutun. Byrjað verður að afgreiða dvalarleyfi á skrifstofu VR, að Hagamel 4, laugardaginn 9. maí nk., kl. 15.00—19.00. Úthlutað verður eftir þeirri röð sem umsóknir berast. Ekki verður tekið á móti umsóknum bréflega eða símleiðis. „Sameining flugfélaganna var eitt mesta óheiilaverk sem framkvæmt hefur verid á sviði atvinnumála hér á landi um áratugaskeið,” segir bréfritari. broddi fylkingar krafðist sameining- ar flugfélaganna. Meirihluti stjórn- enda flugfélaganna var þeirri samein- ingu samþykkur. Þeir sem í minni hluta voru áttu við ofurefli að etja. Sameining flugfélaganna var eitt mesta óheillaverk sem framkvæmt hefur verið á sviöi atvinnumála hér á landi um áratuga skeið. Meirihluti starfsmanna beggja flugfélaganna var frá upphafi mjög mótfallinn þessum aðgerðum og hefur i raun aldrei getað sætt sig við þetta aðfullu. Einn flugmanna Flugfélags íslands hefur t.d. Iátið svo ummælt í blaða- grein, aö ef heilbrigt ástand ætti að skapa í flugmálum hér væri bezta ráðið að aðskilja félögin tvö. Þetta eru orðaðsönnu. Þetta ætti að vera auðvelt verk og margfalt auðveldara en það var að reyna að koma félögunum í eina sæng sem reyndar hefur ekki tekizt ennþá. Þetta væri hagkvæmast fyrir alla aðila og eignauppskipting er auðveld i framkvæmd þar sem nú liggja fyrir tölur um „matið” sem frægt er orðið. Sáttasemjara ríkisins ætti ekki að verða skotaskuld úr því að sundur- liða þær tölur, sem hann átti þátt í að koma saman, meðan á matsgerðinni stóð! Sáttastörf í því sem kallaö er „flugmannadeila” er tímasóun, en aðsldlnaður flugfélaganna er þjóðar- nauðsyn. Um þetta eru flestir hlut- hafar líklega sammála. Þeir hafa eng- an arð fengið síðustu árin og munu ekki fá, meðan Flugleiðir.mestu mis- tök íslenzkrar atvinnusögu, eru við lýði. Sérstök athygli er vakin á því að dvalarleyfi verða afgreidd frá kl. 15.00-19.00 laugardaginn 9. maí. Kampútsea: H vaða umboð hafa þessir höfðingjar til að tala um lýðræði —það verður að teljast lýðræðisleg ráðstöf un í fyllsta máta að svipta f ulltrúa þjóðarmorðs kjörgengi Ólafur Gislason, Barónsstfg 41, Reykjavik, skrífar: Það voru gleðilegar fréttir sem sjónvarpið flutti okkur hinn 2. maí sl. þess efnis að kosningar til þjóð- þings hefðu farið fram í Kampútseu hinn 1. maí sl. Sveitarstjórnarkosn- ingar hafa þegar farið fram og hiö nýja þing mun nú taka til meðferöar uppkast að nýrri stjórnarskrá. Allt er þetta til vitnis um þau stakkaskipti sem oröið hafa í landinu siðan hin villimannlega stjórn Pol Pots var hrakin frá völdum. Fréttamaðurinn tók það fram að andstæðingar byltingarinnar I Kampútseu hefðu ekki haft.kjörgengi. Þar átti hann væntanlega við leifarnar af fylgi Pol Pots, sem Kínverjar halda enn úti til hryðjuverkastarfsemi í Kampútseu frá bækistöðvum í Thailandi. Það verður að teljast lýðræðisleg ráðstöf- un í fyllsta máta að svipta fulltrúa þjóðarmorðs í Kampútseu kjörgengi. Það sem vakti hins vegar athygli mína við frétt sjónvarpsins og kom eins og rúsínan í pylsuendanum hjá fréttaþulnum var sú yfirlýsing, sem hann las frá forustumönnum Suð- austur-Asíubandalagsins um að kosningarnar í Kampútseu hefðu verið hreinn farsi og ólýðræðislegar í Arið núll f Kampútseu. hæsta máta. Þaö er undarlegt að fréttamenn sjónvarpsins skuli finna hvöt hjá sér til þess að leita vitnis- burðar hjá herforingjastjórninni í Thailandi og þeim Marcosi Filipps- eyjaforseta og Suharto Indónesíufor- seta um það hvort kosningarnar í Kampútseu hafi farið nægilega lýðræðislega fram. Hvaða umboð hafa þessir höfðingjar til þess að tala um lýðræði? Var Franco einræðis- herra á Spáni kannski rétti maðurinn til þess aö fella dóma um lýðræðið 1 Þýzkalandi eftir stríð eða er það kannski vottur um hreinlætistilfinn- ingu fréttastofunnar að hún skuli ósjálfrátt leita í göturæsið eftir vitnis- burðium hreinlæti vegfarendanna?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.