Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 1
f Í i 7. ÁRG. —FIMMTUDAGUR 7. MAÍ1981 — 101. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLVSINGAR OG AFGRKIDSLA ÞVERHOI.TI 11,—AOALSÍMI 27022. r mmc F M.__f ______* I mm m _____ mmm m m rmmm m m Tveir fisksalar íKópavogi slepptu laxa-, bleikju-, og urriðaseiðum í Reykjavíkurtjörn: Tilvalið að sleppa þess- um greyjum íTjörnina „Okkur fannst sniðugt að setja seiði í Tjörnina í Reykjavík. Það er komið sumar og gott veður og tilvalið að sleppa þessum greyjum í Tjörnina,” sögðu þeir félagarnir og fisksalarnir í Kópavogi, Birgir Guðmundsson og al- nafni hans Birgir Guðmundsson. Þeir tóku sig til í sólskininu í hádeginu í gær og slepptu á annað hundrað laxa-, bleikju- og urriðaseiðum í Reykjavík- urtjörn. „Þetta eru eins til tveggja ára seiði og komin víða að,” sögðu þeir nafn- arnir. ,,Við höfum m.a. veitt þau í Elliðaánum en síðan hðfum við alið þau upp í fiskbúð okkar að Borgar- holtsbraut 68 í Kópavogi. Þau hafa verið þar i stóru keri og hafa fengið gott æti. Það verður gaman að sjá hvað úr þessu verður og við lifum í voninni að þetta fái að dafna hér. Ætli maður eigi ekki von á því að sjá menn með veiði- stöng á næsta ári. Við ætlum síðan að bæta við þetta 300—400 seiðum á næstunni. Nokkur hópur manna safnaðist að þeim félögum þar sem þeir voru að sleppa seiðunum í Tjörnina og bolla- lögðu menn um lífsmöguleika þeirra. En hver veit nema menn sjáist næstu sumur sitjandi á tjarnarbakkanum með veiðiglampa í augum og von um sprikl- andi silung eða lax. En fleiri gerðu sér augsýnilega vonir um veiði. íbúar Tjarnarinnar, endur og álftir, héldu sig i hæfilegri fjarlægð og fylgdust með er girnilegir 10—15 sentimetra langir lax- ar og silungar tóku fyrstu sundtökin í nýjum heimkynnum. -JH. Nafnarnir og fisksalamir Birgir Guð- mundsson og Birgir Guðmundsson sleppa seiðunum f Tjörnina f Reykjavfk f gær. „Það verður gaman að sjá hvað úr þessu verður og við lifum f vonlnni að þetta fái að dafna hér.” DB-mynd Bjarnleifur. „ Ovituríegt að hafa kommún- ista í stjóm NATO-ríkia” Sprengjuvaktin um hvalbátana: Auðkýf ingur að baki hótununum? helgi og sást hann við hvalbátana þar sem þeir liggja við Ægisgarð. Ábending hafði borizt til lögreglunnar i Reykja- vík frá brezku lögreglunni og fylgdist hún gjörla með ferðum Bretans. Hann dvaldi aðeins í hálfan sólarhring hér á landi og hélt síðan aftur til sins heima. Fullyrt er að að baki hugsanlegum sprengjutilræðum standi auðugur ein- staklingur en ekki grænfriðungar eða Greenpeace-menn, sem fram að þessu hafa aðallega látið til sín taka gegn is- lenzku hvalveiðibátunum. Bent er á í þessu sambandi, að í fyrra voru tveir hvalveiðibátar sprengdir og þeim sökkt íhöfnáSpáni. Fundur Alþjóða hvalveiðiráðsins hófst í Kristalsal Hótels Loftleiða í gær en þar er rætt um hugsanlegar breyting- ar á stofnskrá ráðsins. Fundinn sitja tæplega 70 fulltrúar, frá 23 ríkjum og 4 alþjóðastofnunum. Óeinkennisklæddir lögreglumenn gæta öryggis fulltrú- anna. -JH. Miklar varúðarráðstafanir eru nú gerðar til verndar hvalveiðibátunum í Reykjavíkurhöfn og jafnframt ströng öryggisvarzla á Hótel Loftleiðum þar sem fundur Aiþjóða hvalveiðiráðsins stendur. Eins og fram kom í DB í gær, hafa komið fram ábendingar um að reynt verði að sprengja upp ísienzka hvalveiðibáta í höfn og sökkva þeim. Brezkur sprengjusérfræðingur og froskmaður kom til íslands um síðustu Óeinkennisklæddir lögreglumenn gæta öryggis full- trúa á fundi Alþjóöa hvaiveiöiráðsins. DB-mynd: Einar Ólason. Fyíkir Reykjavíkur- meistariífyrsta sinn — sjáíþróttiríopnu Beginsakar Schmidtum trúnað við Hitier — sjá erlendar f réttir bls. 6-7 Sólbrúnka ítöflum — sjá DB á neytenda- markaði bls.4 ASÍog VSÍíeina sæng — sjábaksíðu SOSog framliðnir — sjá Fleira fólk bls. 16

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.