Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.05.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAl 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Pönksöngkonan Wendy O’Williams: HANDTEKIN FYRIR 8IÐ- LEYSIÁ ALMANNAFÆRI Tatum O’Neal 1 nektaratriðinu. —var ber að ofan en útötuð vænum skammti af raksápu Pönksöngkonan Wendy O’Will- iams sem er meölimur hljómsveitar- innar Plasmaticks var nýlega hand- tekin í Cleveland. Ástæðan var klæðnaður hennar en fyrir ofan mitti var hún ekki i neinu nema hún var Wendy O’Williams. útötuð góðum skammti af raksápu. Wendy var dregin fyrir dómara, ásökuð tun ósiðlega framkomu á al- mannafæri. Eftir tilþrifamikil réttar- höld þar sem hún var meðal annars klædd rauðgljáandi stígvélum var hún sýknuð af ákærunni. „Enginn handtekur karlmann fyrir að fara úr skyrtunni,” sagði Wendy O’Williams stuttaralega. Hins vegar benti enginn á að fáir karlmenn hafa barm eins og hún. Priscilla Presley er ekkert að fela það hver sé ástin henn- ar. Landlaus keisari Hinn sjálfskip- aði íranskeisari, Reza II, til hægri á myndinni, sést hér ásamt Anwar Sad- at Egyptalandsfor- seta við útför her- manna í Kairo ný- lega. Keisarinn ungi reynir nú að finna sér hlutverk i lífinu en þaö verður erfitt því ekkert land vill fá hann sem keisara. Tatum O’Neal, leikkonan unga sem kunnust er fyrir Paper Moon og að vera dóttir hans pabba sins, er ófeimin við að afklæðast fyrir framan kvik- myndatökuvélar og sýna hvað undir fötunum býr. Það gerir hún i nýrri kvikmynd, Circle of Two, sem nýiokið er gerð á. Faðir hennar Ryan O’Neal er sagður hneykslaður á framferði dóttur sinnar. En Tatum lætur sér fátt um finnast. Sjálf segist hún vera orðin 17 ára og þvi nógu gömul til að ráöa sér sjálf. I kvikmyndinni leikur Tatum 15 ára skólastúlku sem verður ástfangin af gömlum, þekktum ieikara, Richard Burton. f nektaratriöinu hendir stúlkan af sér fötunum til að tæla Burton til ásta. Richard Burton, sem orðinn er 56 ára gamall, dáist hins vegar að leikkonunni ungu. Hann segir Tatum sannan leik- ara sem taki fag sitt alvarlega. Hann Rlchard Burton og Tatum hafa mildð állt hvort á öðru. segist einnig hafa haft mikla ánægju af að vinna með henni. Tatum O’Neal hefur sömuleiðis mikið álit á Richard Burton. Hún segist njóta þess að heyra hann segja sögur og flytjaljóð. „Hann segir mér frábærar sögur af afa sínum og námunum. Ég kann ekki við stráka undir tvítugsaldri,” segir Tatum O’Neal. Priscilla Presley, ekkja rokkgoðsins, höndlar hamingjuna áný: Farin að búa með spænskum söngvara Priscilla Presley, ekkja rokkgoðsins Elvis Presley, virðist hafa höndlað hamingjuna á ný. Hin 34 ára gamla ekkja hefur lifað einangruðu og kyrrlátu lifi síðan Elvis lézt árið 1977. En nú virðist hafa orðið breyting þar á því PrisciUa hefur eign- azt nýjan félaga, spánska söngvarann Julio Iglesias. Þau hittust á kjötkveðjuhátiðinni i Rio de Janeiro sem er nýlokið, er þau voru bæði i samkvæmi hjá sam- eiginlegum vinum. Áður höfðu þau kynnzt hvort öðru í einkasamkvæmi í New York en það voru aðeins stuttara- leg kynni. Annað var hins vegar uppi á teningunum í Rio, höfuðborg BrasUiu. Ekkja rokkkóngsins er ekkert að fara í grafgötur um það að Julio er ástin hennar. Þau eru þegar flutt saman, gerðu það strax við heimkom- una til Bandaríkjanna. Hinn 36 ára gamli Julio er sjálfur skilinn svo engin formsatriði virðast i veginum. FÓLK Priscilla Presley og nýjasta ástln, spánski söngvarlnn Julio Iglesias.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.