Dagblaðið - 12.05.1981, Page 2
2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ1981.
Kreditkorthafar
velkomnir
Laugalæk 2, Reykjavík,
Sími 86511
Fossvogur — skipti
Einbýlishús eða stórt raðhús í Fossvogi
óskast í skiptum fyrir nálega 135 ferm íbúð
auk bílskúrs í Fossvogi, með milligjöf.
Uppl. í síma 86888 og 86858 eftir kl. 18.
HEILSUGÆSLUSTÖÐ
Á SELTJARNARNESI
Heildartilboð óskast í innanhússfrágang á heilsu-
gæslustöð á Seltjarnarnesi. Er þar um að ræða
múrverk á 1. hæð, sem er um 1060 m2, og fulln-
aðarfrágang um 700 m2 af hæðinni. Innifalið er
m.a. hreinlætis-, hita-, vatns- og loftræstilagnir,
auk raflagna, svo og léttir veggir, málning, dúka-
lögn og innréttingasmíði.
Verkinu skal að fullu lokið 1. júlí 1982, en hluti
þess skal vera tilbúinn til notkunar 1. des. 1981.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri,
Borgartúni 7, Rvk. gegn 1.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2.
júní 1981, kl. 11 f.h.
HAGSTÆÐUSTU
KAUPIN
ÍDAG ^
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
1981MODEUÐ
„Alvöru"orgelraddir 16", 8" og 4" yfir
allt hljómborðið.
Aðrar raddir: Harpsicord, píanó, gitar, Hawai-gítar, vibrafónn,
ukulele o.fl. innbyggt: Tremolo, bergmál og hljómborðsskiptíng. 8-
takta trommuheili og fullkomnasta skemmtarakerfi m. gangandi
bassa, eins fingurs spilakerfi o.s.frv. fyrirþá semþað vilja.
Jiulbstáérð hljómbörðSr~&áttundir, öflugjjrjnagnarrinnbyggður
með 12 hátalara. Innstunga fyrirþeyfhártól og útgangur i stereó
tæki eða aukamagnara. -----_____
HLJÖÐFÆRAVERZLUN
FBftKKASIÍG 16. REYKJAVÚT
SÍM117692
SbLUAtíÍLI A AKUREYRI:
TÓNABÚÐIN
GRÁNUFÉLAGSGÖTU 4. - SÍMI 21415.
DB-mynd Ragnar Th.
Austurstræti að kvöldi til.
Æskulýðsmál Reykjavíkurborgar:
Astandið gæti orðið
virkilega alvarlegt
—við gætum sprungið á þessu ástandi
Brcfritara Gnnst dckkjaverkstæðin borga lítið fyrir gömul dekk.
DB-mynd Ragnar Th.
Hirða dekkja-
verkstæðin
mismuninn?
—eða hafa þeir gleymt því að á Islandi
hækkarallt,
líka hráef ni og gömul dekk?
Rót skrifar:
Hér á fslandi er það orðið daglegt
brauð að allt hækki og maður er
farinn að gera ráð fyrir þvi, en hvers
vegna hækka ekki dömul dekk sem
keypt eru til sólunar í sama prósentu-
hlutfalii og ný dekk?
í dag kaupa dekkjaverkstæði dekk
til sólunar á krónur 15, en að taka
dekk af felgu kostar krónur 21, svo
að þú borgar með þessum viðskiptum
6 krónur. Því spyr ég, eru dekkja-
verkstæði að halda verðinu niðri á
gömlu tuðrunum, sem eru þó uppi-
staðan í nýsóluðum dekkjum (þau
virðast þó alltaf vera í ákveðnu pró-
sentuhlutfalli ódýrari en ný dekk) og
hirða mismuninn? Eða hafa þeir
hreinlega gleymt því aö á íslandi
hækkar allt, líka hráefni og gömul
dekk?
Reiður unglingur hringdl:
Eins og ástandið er nú i æskulýðs-
málum Reykjavíkurborgar, sérstak-
lega hvað snertir aldurshópinn 15—
18 ára, er alveg stórfurðulegt að
Æskulýðsráð skuli ekki hafa gert eitt-
hvað til að bæta aðstöðuna, sem er
mjögsiæm.
Ég vU taka undir þær raddir sem
hafa verið að segja, að það ætti að
gera unglingum kleift að reka sinn
eigin skemmtistað og að unglingar
ættu að fá frekari áhrif i mótun
stefnu í æskulýðsmálum Reykja-
vikurborgar.
Það er von mín að Æskulýðsráð og
borgarstjóm taki þessi mál til ræki-
Iegrar athugunar, annars gæti
ástandiö orðið það alvarlegt að ekki
verði við snúið.
Við gætum sprungið á þessu
ástandi.
Raddir
lesenda
V
Kveðjutónleikar Utangarðsmanna:
Sömu lögin leikin einu sinni enn
— var hér um að ræða vísvitandi „auglýsingatríkk"
Bói skrifar:
í Dagblaðinu 30. aprU var haft
eftir umba Utangarðsmanna, Einari
Erni Benediktssyni, að á kveðjutón-
leikum Utangarðsmanna yrði „hopp
og hi og margt sem kemur á óvart og
eitthvað sem aldrei gleymist”. Stór
orð en því miður innantóm, því á
þessum tónleikum kom mér hreinlega
ekkert á óvart. Engin breyting var
merkjanleg á prógrammi þeirra —
sömu lögin voru leikin einu sinni enn
með tilheyrandi kroppasýningu af
hálfu Bubba. Má því ætla að annað
hvort hafi hér verið um að ræða vís-
vitandi auglýsingatrikk frá hendi Ein-
ars umba eða þá að standard
hans sé sh'kur að honum finn-
ist Utangarðsmenn verða
stórkostlegri eftir því sem
hann heyrir sömu lögin oftar.
Er honum þá mikil vorkunn.
Tveir Utangarðs-
menn á góðri
stund.
DB-mynd