Dagblaðið - 12.05.1981, Síða 4
4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ1981.
Sumarminn-
ingarfestar
á filmu:
Lesendur blaða og áheyrendur út-
varps og sjónvarps eru hvattir þessa
dagana til þess að festa skemmtilegar
sumarminningar á filmu. Auglýstar
eru myndavélar af öllum stærðum og
geröum og hver þeirra á að vera sú
eina rétta. En eins og við sáum í
framhaldsflokki sem sýndur var um
gamlar ljósmyndir í sjónvarpinu hafa
myndavélar breytzt mikið frá þvi að
fyrsta almenningsvélin kom á mark-
að. Og um leið og þróunin hefur
verið ör hefur hún jafnframt greinzt í
margar áttir. Þó má einkum greina
þrjá strauma. Ódýrar og mjög litlar
vélar, dýrari vélar sem nota stærri
filmur en eru ódýrar og einfaldar i
notkun og að lokum dýrar vélar sem
hægt er að horfa í gegn um iinsuna á
og eru jafnframt með linsum sem
hægt er að skipta um. En hverjir eru
kostir og gallar hvers flokks. Við
fengum Val Jóhannsson verzlunar-
stjóra hjá Ljósmyndaþjónustu Mats
Wibe Lund til þess að sýna okkur
eina tegund af hverri grein og útskýra
þetta.
Vasamyndavólar
Kostirnir eru hversu vélin er þægi-
leg í meðförum. Oft á tíðum er
flassið innbyggt þannig að ekki þarf
að hafa það sér. Á sumum þeirra,
t.d. Kodak Elektra sem okkur var
sýnd, er áfast handfang þannig að
vélin helzt stöðug í hendi. Lágt verð
er annar aðalkostur vasamyndavéla.
Filmuverð í þær er hið sama og i
aðrar vélar og sama kostar að fram-
kalla filmurnar og búa til myndirnar.
Gallarnir eru hins vegar þeir að
filman sem notuð er er það smágerð
að það þarf að stækka hverja mynd
mun meira en af filmum í stærri vél-
arnar. Myndin verður því mun gróf-
kornóttari og því verri. Linsurnar í
þessum vélum eru heldur ekki mjög
góðar og eykur það enn þessi áhrif.
Með öðrum orðum verða myndirnar
úr þessum vélum verri en úr stærri
vélum.
Vólar með fastri linsu
Kostir þeirra eru að í þær er notuð
35 millimetra filma, þær eru oft á tíð-
um sjálfvirkar að einhverju leyti og
jafnvel með innbyggðu flassi. Þær
eru stærri en vasamyndavélarnar en
oft á tíðum eins handhægar því ekki
fer mikið fyrir þeim og lítið verk er
að stilla þær. Á þær er hægt að taka
myndir við minna ljós en vasamynda-
vélar.
Gallarnir eru þeir að þegar horft er
í gegn um gat fyrir ofan eða til hliðar
við linsuna vill myndin verða illa
skorin. Oft vantar á fólk haus eða
Kostur og löstur al-
gengra myndavéla
lappir við slíkar myndatökur. Þær
eru líka þó þetta stærri en vasavélarn-
ar.
„Raflex" vólar
Kostir þessara véla eru aðallega
þeir að horft er í gegn um linsuna sem
jafnframt má skipta um. Þannig má
mynda sama hlutinn á ótal vegu og
sjá alltaf fyrirfram hvernig myndin af
hlutnum verður. Oft á tíðum eru
þessar myndavélar sjálfvirkar að »in-
hverju leyti eða jafnvel öllu. Lins-
urnar eru yfirleitt góðar.
Gallarnir eru hins vegar fyrst og
fremst verðið. Þessar vélar eru dýrari
en litlu vélarnar, svo ekki sé talað um
þegar fara á að kaupa viðbótarUnsur.
Annar galli er sá hversu mikið fer
fyrir myndavél, flassi og aukaUnsum
og að það tekur tíma að raða slíku
saman þegar fara á að mynda. Þá er
jafnvel það sem mynda á horfið út í
buskann.
Þar sem þessar vélar eru mikið
notaðar af atvinnumönnum er oft á
tíðum hægt að fá á þær mótor sem
vindur filmuna. Það er auðvitað
þægilegt en dýrt svo ég veit ekki
hvort ég á að flokka það sem kost eða
gaUa.
Flöss og töskur
Á sumar af vélunum með föstu lins-
unum og á aUar reflex vélarnar þarf
að kaupa flass ef taka á myndir inni-
við. Ef keyptar eru reflexvélar og
aukalinsur þarf auk þess að kaupa
tösku undir allt saman til þess að það
fari ekki illa. Þær eru til af mörgum
gerðum, stærðum og verðflokkum.
- DS
IÓIi Páll býr sig undir myndatöku.
Myndavélin er þarna örsmá með
kvikmyndafilmu I. En það er ekki
vfst að myndirnar verði neitt verri en
þær sem pabbi hans, Einar Ijós-
myndari, tók af Óla á ffnu, dýru
myndavélina sfna.
Jafnvel samskonar myndavélar,
með samskonar linsum, eru á mis-
jöfnu verði í bænum. Þannig má taka
sem dæmi Nikon FE vél sem kostar
4680 hjá Mats Wibe Lund á meðan
hún kostar 3990 hjá Fókus. Upphaf-
lega hafði ég ætlað að birta einhvers
konar verðtöflu með þessari grein en
hætti við það eftir að hafa kynnt mér
verðið. Það eru nefnilega tU á annan
tug myndavélagerða og enn fleiri
gerðir af linsum. Hver verzlun er ef
til viU ekki með nema eina tU tvær
gerðir af öllu þessu og er þvi saman-
burður óraunhæfur. Þó það muni
furðuiega miklu á því verði sem áðan
var nefnt getur skýringin lika verið
eðUleg. Misjafnt innkaupsverð, mis-
munandi nýting á áiagningu og svo
framvegis. Þegar Unsurnar eru
annars vegar eru möguleikarnir á því
KOSTNAÐURINN VIÐ MYNDATOKUNA
— hver ju á að eyða og fyrir hvað?
Þegar farið er að ræða um verð á
myndavélum og því sem þeim fylgir
er farið út á nokkuð hættulega braut.
Verðið er nánast eins misjafnt eins og
vélarnar eru margar og er það tölu-
verður fjöldi. Verðlagsyfirvöld
skammta verzlunum 9% heildsölu-
álagningu og 30% smásöluáiagningu.
Ekki er hins vegar vist að aUir nýti sér
þessa heimUd til fulinustu. Verð á
filmum er óháð verðlagsákvæðum og
því enn meira mismunandi. Jóhannes
Gunnarsson fuUtrúi verðlagsstjóra
sagði að stofnuninni bærist töluvert
af kærum yfir fUmuverði en ekki var
honum kunnugt um neina kæru yfir
verði myndavéla.
Vasamyndavélamar sem við sáum,
kosta frá 274 krónum og upp í 475
krónur. Þær ódýrustu eru ekki með
neinum stiUingum en þær dýrari
aftur með t.d. stillingu fyrir birtu.
Vélar með fastri linsu em á um
1000 krónur og upp undir 2000.
Reflex-vélarnar eru á enn breiðara
verðbili. Vél án Unsu kostar þetta frá
2000 krónum og upp í að minnsta
kosti 7800. Verðmunurinn er hreint
ótrúlegur og eykst enn þegar Unsu er
bætt við. Flestar vélar eru seldar
annað hvort með 50 mUIimetra eða
45 millimetra Unsu. Það er það sem
kallað er á vondu máli „standard”
linsa, eða Unsa sem myndar hlutinn
eins og hann er án þess að draga hann
að eða að víkka sjónarhornið. Þó er
Á þessari mynd má sjá frá vinstri taliö reflexvél meö mótor, vél með fastri linsu, aðra reflexvél en mótorlausa og svo vasa-
myndavél, bæði í gjafakassa og utan. Fyrir aftan eru missterk flöss og fyrir framan filma í stærri vélarnar (35 millimetra). í
kassanum með vasavélinni er hins vegar filma 1 hana. DB-mynd Einar.
auðvitað hægt að minnsta kosti í
flestum búðum að fá öðruvísi linsu á
eðajafnvelenga.
Misjafnt verð
á sömu tegund
Kassinn sjálfur eða það sem yfir-
leitt er kaUað „body” er svona mis-
dýr vegna þess að hann er misjafn-
lega fullkominn. Þó undarlegt sé að
segja frá því er það á að minnsta
kosti sumum tegundum sem vélin er
því dýrari sem meira þarf að stilla
hana með höndunum í hvert sinn.
Vélar sem eru sjálfvirkar að ein-
hverju leyti eru oft á tiðum þær ódýr-
ustu. En þetta er kannski ekki svo
undarlegt þegar það er skoðað nánar.
Á vélar með mikUU handstiUingu er
hægt að taka myndir við miklu verri
skilyrði en á þær sjálfvirku. í þær
handstýröu er líka meira lagt, dýrara
efni og meira vandað tU slípunar á
glerjum. Dýrasta véUn sem við sáum
var hins vegar með tölvubúnaði sem
er mjög nákvæmur og eftir því dýr.
Sumar af sjálfvirku vélunum þola
ekki frost þó aðrar geri það hins
vegar.
Þegar kaupa á Unsu á dýrgripinn er
verðið enn breytUegra. TU eru fyrir-
tæki sem framleiða ódýrar linsur
sem passa á fleiri en eina gerð véla.
Aftur eru þær linsur sem fylgja
hverri tegund oft á tíðum dýrari. í
þeim á að minnsta kosti að vera betur
slípað gler og myndin verður því
betri. En hvort það munar eins miklu
og munar á verðinu skal ósagt látið.
Linsumar em í stórum dráttum eftir
því dýrari sem vikið er meira frá
„standard” linsunni. AödráttarUns-
ur og gleiðhornsUnsur em dýrari en
Unsur sem hvorki draga að eða víkka
sjónarhornið. í hverri linsu eru
nokkrar stillingar fyrir ljósop og er
Unsan eftir því dýrari sem þær stUl-
ingar eru fleiri. Getur munað um
2000 krónum um eina stiilingu á
samskonar linsu.
að ekki sé um nákvæmlega
samskonar Unsu að ræða auk þess
enn eftir.
Það borgar sig því ömgglega að
athuga vel sinn gang áður en keyptar
eru myndavélar því það munar um
nokkur hundmð krónur.
Fylgihlutir
Verð á fylgihlutum eins og leiftur-
ljósum og töskum er annað sem er
mjög misjafnt. Hægt er að fá ágætt
flass fyrir svona 250 tU 300 krónur.
Safntöskur fyrir myndavél og fylgi-
hluti kosta þetta 300 til 1600 krónur
eftir efnum og stærð. í reflexvélar
þarf síðan að kaupa rafhlöðu í ljós-
mæU og eru þær rándýrar, kosta í
kring um 70—100 krónur. Ef keyptur
er mótor kostar hann frá þúsund og
upp í 5 þúsund krónur. Einnig þarf
rafhlöður í hann (alkalire). FUmur
kosta líka mismikið. Sem dæmi um
verð tU að gefa einhverja hugmynd
má geta þess að 24ra mynda filma hjá
Mats kostar 45 krónur. Er þar um
Iitfilmu að ræða. En þar sem
álagningin er frjáls er verðið ömgg-
lega ekki það sama annars staðar.
Fríhöfnin
Við þessa löngu upptalningu um
verð má svo bæta því við að Frí-
höfnin i Keflavík selur myndavélar.
Eiga þær að vera ódýrari en i búðum
í bænum þótvennum sögum fari af
því hvort þær séu ódýrari en í útlönd-
um. Misjafnt er tU hverju sinni en
þegar ég hringdi suðureftir vom til 5
tegundir. Voru þær flestar á verð-
biUnu 20 til 300 dollara eða 140 til
2100 króna íslenzkra sé miðað við
meðalgengi doUara á ferðamanna-
gengi og venjulega genginu. Teljum
við það nokkuð raunhæfa upphæð
miðað við það 'að fólk má greiða
með íslenzkum krónum allt að 250
krónur.
Ódýrasta reflexvélin er Ólympus
OM 10 og kostar hún 1785 krónur.
Dýrasta véUn er hins vegar Konika F1
ogkostar3644krónur. -DS.