Dagblaðið - 12.05.1981, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ1981.
8
- , .. ■" .—I" »
íslendingar í páskamessu í Beijing:
Á þessum staö var Lýðræðisveggurinn margumtalaöi. Nú eru þarna aðeins
skilti sem auglýsa margs konar neyzluvarning.
DB-mynd: Magnús Karel.
„Sósíalismanum stendur ekki
hætta af svo fámennum hópi
—Krístin trú eflist að nýju í Kína eftir að aukið frelsi í trúmálum hefur verið innleitt af stjórnvöldum
Auglýsingaspjöld
komu ístað
Lýðræðisveggsins
„Nú er hún Snorrabúð stekkur,”
segir 1 kvæðinu og sama má segja
um Lýðræðisvegginn í Beijing en
hann var oft í fréttum þegar upp-
gjörið við fjórmenningana og
menningarbyltinguna hófst. Á
Lýðræðisvegginn hengdu menn upp
veggblöð þar sem valdhafarnir voru
gagnrýndir og kínverskt þjóðfélag
tekið tilumfjöllunar. Á þriðja fundi
5. þjóðþings Kínverja sem haldinn
var í ágúst i fyrra var samþykkt að
banna mönnum að skrifa á vegg-
blöð og stuttu síðar var svo
Lýðræðisveggurinn brotinn niður
og í hans stað komið upp stórum
auglýsingaskiltum, þar sem m.a.
erlend fyrirtæki geta auglýst vörur
sinar. Það má segja aö „auglýs-
ingabylting” eigi sér stað í Kína í
dag. í menningarbyltingunni voru
auglýsingar bannaðar og auglýs-
ingatöflur notaðar undir byltingar-
frasa og tilvitnanir i rit Maos for-
manns. Nú er sama hvert litið er,
alls staðar má sjá flennistórar aug-
lýsingar frá Kodak, Hitachi, Sanyo
og hundruðum annarra erlendra
fyrirtækja. Einnig auglýsa kínversk
fyrirtæki vörur sínar. Þá eru nú
leyföar auglýsingar 1 sjónvarpi og
blöðum, en þó er ekki leyfilegt að
auglýsa áfengi, sígarettur eða
snyrtivðrur og auglýsingar með létt-
klæddu kvenfólki eru stranglega
bannaðar.
um í Beijing og var þetta í fyrsta sinn
síðan 1966 sem páskamessurnar
höfðu gengið eðlilega fyrir sig.
Á páskamorgun gafst mér kostur á
að sækja guðsþjónustu í annarri af
tveimur mótmælendakirkjum 1
Beijing ásamt fimm öðrum íslending-
um. Við vorum snemma á fótum
þennan dag og eftirvænting ríkti í
hópnum. Vorum við að fara á sam-
komu fáeinna gamalmenna, sem
reyna að halda lífí í deyjandi trú, eða
vorum við að fara á vit lifandi trúar?
Skyldu nokkur ungmenna ganga i
söfnuði þessa? „Það er af og frá,”
sagði embættismaðurinn sem vitnað
var til hér að ofan. Slíkar spurningar
leituðu á hugann þegar við héldum í
fallegu veðri frá hótelinu í fylgd leið-
sögumanna okkar, þeirra Li og Liu.
Þeir voru spenntir líka. Þetta var
þeirra fyrsta kirkjuferð. llla gekk að
finna kirkjuna en eftir að spurt hafði
verið tíu sinnum til vegar fundum við
hana í húsagarði einum. Hún var full
út úr dyrum en sæti höfðu verið tekin
DB-myndir: Magnús Karel.
Hluti kirkjugesta. Þarna má meðal annars greina Arnþór Helgason, Kristján Guðlaugsson, Eddu Kristjánsdóttur, Friðrik
Pál Jónsson og Kristján Jónsson.
Magnús K. Hannesson, fréttaritari
DB, skrifar um Kinaför:
„Þetta er svo fámennur hópur að
sósialismanum stendur ekki hætta af
honum.” Þannig mæltist háttsettum
kínverskum embættismanni þegar
hann var spurður um trúfélög og
uppgang þeirra í Kina á síðustu mán-
uðum. Verulegar breytingar hafa
orðið t.d. á högum kristinna manna
frá því sem var í menningarbylting-
unni á árunum 1966—76. Þá voru
kristnir menn ofsóttir og margir
þeirra drepnir, kirkjum lokað og
biblíur brenndar. Nú segja Kínverjar
að trú manna verði ekki eytt með of-
beldi, það styrki aðeins trúarlífið og
meðan á ofsóknunum stóð fjölgaði
trúmönnum í sumum héruðum. En
nú hafa kirkjur verið opnaðar á ný og
menn eru farnir að iðka trú sína fyrir
opnum tjöldum aftur. Biblían hefur
verið endurútgefin og ekki hægt að
anna eftirspurn. Á síðastliðnum
páskum tóku t.d. 7000 manns þátt í
messum 1 tveimur kaþólskum kirkj-
Upphaf skirnarathafnarinnar.
frá fyrir okkur. Þarna voru saman-
komin fjögur til fimm hundruð
manna, fólk á öllum aldri og unga
fólkið ekki í minni hluta. Orgelfor-
spil var leikið af segulbandi en síðan
hófst almennur safnaðarsöngur og
tóku nánast allir kirkjugestir undir
hann. Var það undrunarefni og í senn
gleðiefni að heyra hve kirkjan ómaöi
af söng þessa fólks, sem fram undir
þetta hefur orðið að syngja Drottni
sinum söngva í felum. Varð mér
hugsað heim til tslands þar sem al-
mennur safnaðarsöngur heyrir nán-
ast til undantekninga. Hér tóku menn
þátt í guðsþjónustunni af lífí og sál.
Predikað var út frá Markúsi 16.1-
12 og talaði presturinn af miklum
eldmóði. Mátti heyra saumnál detta
meðan ræðan var flutt. Síðan var
sunginn sálmur og að honum loknum
sté presturinn fram og mælti til
safnaöarins. Risu menn þá úr sætum
hér og þar um kirkjuna og þustu upp
að altarinu. Við áttuðum okkur ekki á 1
fyrstu hvað var að gerast. Upp við
altarið voru nú samankomnir um 40
kirkjugestír, að mestum hluta ungt
fólk. Og nú rann upp fyrir okkur
ljós. Við vorum vitni að skírn í kirkju
1 Beijing og það var eitthvað sem
maður átti sízt von á. Þetta kom ekki
heim og saman við það sem okkur
hafði verið sagt. Ungt fólk í Kína nú
á dögum virðist ekki vera feimið við
að játa trú sína. Meðan á skírninni
stóð söng söfnuðurinn sálminn
Hvítarienmjöllin.
Þegar ég var staddur í Beijing á
haustdögum árið 1975 átti ég alls
ekki von á að eiga eftir að sækja
Farið til kirkju á páskadagsmorgun.
páskamessu i þessu fjölmennasta
kommúnistaríki heims, reyndar hefði
það verið óhugsandi að fara fram á
slíkt á þeim tíma en nú var ekkert til
fyrirstöðu og ekkert sjálfsagðara. Nú
eru nýir tfmar runnir upp í Kfna og
frelsi 1 trúmálum er eitt af mörgu sem
ber vott um það.
Predikað út frá Markúsi 16:1—12.
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent