Dagblaðið - 12.05.1981, Side 13

Dagblaðið - 12.05.1981, Side 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRÍÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981. /" ' HORMUNGARSAGA UMMEDFERÐ JARDVEGS Fyrir skömmu kom frétt um það í blöðum að til stæðu viðræður við íbúa við Skerjafjörð eða nánar til- tekið þá er búa í nágrenni við götuna Faxaskjól í Rvk. Tilefni þessara við- ræðna við íbúa þessa svæðis er það að til stendur að flytja einhver ósköp af mold af Eiðisgrandasvæöinu í burtu og eru borgaryfirvöld óhress með að þurfa að flytja moldina gegn- um allan bæinn og allt upp á sorp- hauga i Gufunesi og hræra henni þar saman við gamlar þvottavélar og bíl- hræ ásamt öðru sorpi. Þetta er slæmur kostur og væri nær að athuga um útflutning á mold- inni frekar en að gera hana ónothæfa í framtíðinni með þessu móti. Mér hefur verið sagt að eitt sinn hafi komið til mála að flytja mold til Noregs en þar í landi mun mjög skorta jarðveg, sem og viða annars staðar og jafnvel á landi hér. Meðferðin á góðum jarðvegi hér í nágrenni Reykjavikur er ein hörm- ungarsaga. Moldinni hefur veriö hent í stórum stil í sjóinn í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, þar sem ég þekki einna best til. Útkoman er sú að þar sem mold hefur verið sturtað á sjávarkamb hefur partur af henni fokið á land upp aftur ibúum við- komandi svæða til mikillar óþurftar en hinn partinn hefur sjórinn brotið niður og drdft honum á grunnsævi við ströndina með þeim afleiðingum áð ef hreyfir sjó verður sjórinn strax eins og hlandfor og þarf sjálfsagt áratugi ef ekki árhundruð til að ströndin jafni sig eftir þessa meðferð. Nú er ekki öll sorgarsagan sögð. Staðir þeir er valdir hafa verið til fyll- ingar eru vogar og víkur á Reykja- vikur-svæðinu og ef næstu kynslóðir verða jafnduglegar og okkar kynslóð við iðju þessa verður sjávarströndin við innanverðan Faxaflóa svipuð og við sanda suðurstrandar íslands, eða búið verður að fylla alla voga og vikur frá Hvaleyri við Hafnarfjörð að Brautarholti á Kjalarnesi en með þeim undantekningum að skipa- skurðir verða.gegnum fyllinguna til hinna gömlu hafna i Hafnarfirði og Reykjavik. En án gamans er það furðuleg árátta tæknimanna og sveitarstjórnarmanna að fylla alla voga upp og allar tjamir ef þeir em ekki hindraðir af einhverjum svoköll- uðum þrýstihópum. Árið 1940 var býsna falleg tjörn, Eiðistjörn, á eiðinu milli framan- verðs Seltjarnamess og Reykjavikur og býst ég við að fáir af yngri kyn- slóðinni viti að hún hafi verið til. Byggð upp nes og eyjar Fólk ætti að gera sér ferð og ganga um fjörur Seltjamarness. Nefndar fjörur vom svo til ósnortnar í byrjun stríðs eða um 1940, nema hleðslur vom gerðar mjög víða í formi grjót- garða vegna sjógangs og landbrots. Á þeim 40 ámm sem siðan eru liðin er búið að spilla svo til allri ströndinni á utanverðu nesinu, grjótgarðar farnir undir mold og gömul bílhræ ásamt öðm rusli, sem sagt sorphaugar allt I kringum byggðina, og hraðinn I skemmdarverkunum eykst sífellt, sem merkja. má á því að fjörur á utanverðu Seltjarnarnesinu voru svo til óspilltar 1955. Svo við snúum okkur aftur að þeim fyrirhuguðu framkvæmdum að flytja mold í þúsundum tonna af Eiðisgrandasvæðinu í Reykjavík út í Skerjafjörð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum ætla ég að benda á aðra leið. í staðinn fyrir að fylla alla voga og vikur og tjarnir upp geri ég að tillögu minni að staðið verði skipulega að máli þessu og höfð samvinna allra sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu. Samvinnan verði í því formi að byggð verði upp nes og eyjar, sem gefa muni landinu fegurri ásjónu. Á svæði þvi við Skerjafjörð sem fyrirhugað er að fylla upp með mold er mikið grunnsævi. Gera- á garð út „Væri nær að athuga um útflutning á moldinni... ” Kjallarinn Hafsteinn Einarsson frá ströndinni, eitt til tvö hundruð metra, og búa þar síðan til eyju, síðan þegar eyjan hefurveriðbúin til mætti jafnvel aftengja hana aftur ströndinni. Svona eyja mundi skapa mýkt í landslagið, gefa skjól fyrir smábáta og ekki slst mundi fljótt myndast mikið fuglallf í henni og umhverfis. Eyja þessi á ekki að vera flöt eins og tilbúnu hólmarnir í ósum Elliðaár, heldur með ásum og kvosum, sem gefa muni skjól bæði fyrir menn og málleysingja. Hér með skora ég á ibúa við Skjól- in í Reykjavík að láta ekki eyðileggja fjöruna meira en orðið er. Ráðamenn virðast vilja taka tillit til vilja þeirra á nefndu svæði og ætti því að vera hægt að hafa áhrif á hvernig staðið verði að málinu. Við skulum vona að mál þetta hafi farsælan endi og að breytt verði um stefnu i umhverfismálum almennt og þá til betri vegar. í framhaldi af þessum linum vil ég aðeins segja að ef íbúar við Ægisíðu vilja ekki framkvæmdir i líkingu við framansagt eru nógir aðrir staðir hentugir til slikra hluta á Reykja- víkursvæðinu. Hafsteinn Einarsson, Bergi Seltj. ..... konunum hefði orðið ljóst að hinn sanni óvinur var yfirstéttin og breski herinn en ekki lúterski meirihlutinn sem heild þá hefðu þær ekki treyst sér til að halda baráttunni áfram. Á Norður-írlandi starfar hins vegar önnur hreyfing sem heitir Mannréttindahreyfing Norður-lr- lands og fulltrúum hennar hef ég kynnst nokkuð á ýmsum alþjóðleg- um ráðstefnum sem ég hef sótt á undanförnum árum. I september sl. fór ég á friðarþing til Búlgaríu en þar var m.a. fjallað um ástandið á Norður-írlandi. Edvina Stewart, for- maður Mannréttindahreyfingarinn- ar, hélt þar langa og merka fram- söguræðu, sem hún nefndi Réttinn til að lifa. Mig langar tU að gefa lesend- um Dagblaðsins yfirlit yfir meginat- riðin af því sem hún fjaUaði um en það varpar nokkru ljósi á hið raun- verulega ástand á Norður-írlandi og fer útdráttur úr ræðunni hér á eftir: Manndrápin „Ég ætla að gefa hér nokkurt yfir- lit yfir ólögleg manndráp breska hers- ins á Norður-frlandi. Þetta þýðir ekki að hinn aðiUnn hafi ekki einnig framið ólögleg manndráp en mann- dráp breska hersins eru margfalt fleiri, og það er þess vegna sem ég fjalla aðeins um þau hér. Ólögleg manndráp eru aldrei undir neinum kringumstæðum réttlætanleg og Mannréttindahreyfingin fordæmdi þau, hvor aðiUnn sem fremur þau. En virðingarleysi breska hersins fyrir mannslifum hefur mjög aukist á undanförnum árum og vil ég taka nokkur dæmi af handahófi um það: Fyrsti atburðurinn sem ég nefni gerðist 7. apríl 1973. Bóndinn John Martin Walsh fór út í haga til að gefa gripum sínum fóður. Þá réðist á hann breskur undiriiðsforingi, Donald Ernest McNaughton, og særði hann skotsári og tók hann til fánga. Málið fór fyrir dómstóla en liðsforinginn var sýknaður, eins og alltaf á sér stað þegar um er að ræða morð eða morð- tilraun við óbreytta borgara en slíkt gefur hemum grænt ljós til að skjóta hvenær sem honum þóknast. Sam- kvæmt framburði Uðsforingjans hafði Walsh borið eitthvað innan undir úlpu sinni. Þetta „eitthvað” reýndist vera strigapoki með fóðri handa gripunum. Þá ásakaði Iiðsfor- inginn Walsh um að hafa „senni- lega” verið í vitorði með einhverjum sem hefðu staðið fyrir sprengingu á þessum slóðum nokkrum dögum áður, þetta reyndist einnig rangt. Walsh var þó handtekinn, þrátt fyrir það að ekki fimdust neinar sakir á hendur honum. Þar sem hann sat í varðhaldi kom hermaður að máU við liann og hvatti hann til að flýja. Walsh, sem vissi sig alsaklausan, hafnaði þvi. Þá kom annar hermaður og hvatti hann enn til flótta. Þegar Walsh hafnaði þvi einnig kom McNaughton sjálfur og skaut hann til bana. Framburður McNaughton var að hann hefði skotið fangann þegar hann hefði gert tilraun til að flýja. t ' sýknunardómnum segir meðal annars: „Það er áríðandi að hafa í huga að sá sem skaut starfaði undir miklu álagi. Svæðið þar sem maðurinn var handtekinn er óróa- svæði svo herinn verður að hegða sér eins og hann væri í óvinalandi þar sem alltaf mætti búast við árásum. Þetta er svo veigamikil ástæða að samkvæmt áliti dómsins verður að sýkna umræddan liðsforingja enda þótt sannað sé að hann hafi skotið fangatil dauðs.” Annað dæmi: 28. febrúar 1973 var Francis Foxford undirforingi ásamt sjö öðrum hermönnum á verði við Derrybeg hverfið i Newry. Kl. 12.15 um kveldið yfirgaf Foxford varðstöð- una, gekk fyrir horn húsasamstæð- unnar sem hann stóð við og skaut nokkrum skotum úr riffli sínum út í loftið. Eitt skotið hitti Kevin Heatley, 12 ára dreng, sem stóð í mesta sak- leysi 395 fetum frá honum, með þeim afleiðingum að drengurinn lést af áverkanum. Foxford hélt því fram í vöm sinni að drengurinn hefði verið vopnaöur og að hann hefði skotið hann í sjálfsvörn. Dómararnir sáu hins vegar að framburður Foxford var rangur. Meira að segja viður- kenndi dómstóllinn að litils háttar magn af bjór sem Foxford hafði dmkkið fyrr um kveldið afsakaði ekki verknaðinn. í dómnum segir m.a.: „Aðskjóta af riffli á götum úti um þetta leyti nætur þegar búast má við að fólk sé enn á ferU er ólöglegt og svo hættulegt að það hlýtur að flokkast undir manndráp af skeyt- ingarleysi.” Ákærði, Foxford, áfrýj- aði þessum dómi með þeim árangri að hann var látinn laus úr varðhaldi innan fárra daga. Næsti atburður átti sér stað nokkmm árum seinna og nú hafði umburðarlyndi dómstóla Hennar há- tignar varðandi manndráp tekið risa- skref fram á við. í þetta sinn skaut breski hermaðurinn Roy AUen Jones írska verkamanninn Patrick McElhone. Þarna var enginn ágrein- ingur mUU sækjanda og verjanda um að fórnarlambið væri alsaklaust og hefði hvorki tekið þátt í eða verið bendlað við ofbeldisverk af neinu tagi. Patrick McEUione var að vinna í vöruhúsi, var hann beðinn að koma út og ganga í kringum húsið og sjá hvort nokkuð væri athugavert þar. Þá sögðu hermennirnir honum að fara yfir götuna og út á gangstfg sem lá yfir engi þar skammt frá. Þar skutu þeir hann í hnakkann. Dráps- mennirnir vom ákærðir og í þessu til- viki komst dómurinn að sömu niður- stöðu og í máU McNaughton. Svæðið væri óróasvæði þar sem hermenn- irnir gætu aUtaf átt von á árásum óvina. Og jafnvel þó hermennirnir viðurkenndu sjálfir að hafa skotið saklausan mann voru þeir sýknaðir á þeirri forsendu að þeir hefðu haldið að þeir væra að skjóta hryðjuverka- mann. Þessi atburður vakti mikla reiði og gagnrýni í fjölmiðlum á Norður-írlandi. Hermennirnir voru sýknaðir Síðasti atburðurinn sem ég nefni hér átti sér stað 11. júlí 1978. 16 ára drengur, John Boyle, var sendur til að huga að fjölskyldugrafreit í gömlum kirkjugarði skammt frá bú- garði föður síns. Þegar hann kom að kirkjugarðinum fann hann pakka með sprengjuefni og vopnum. Hann tilkynnti föður sínum þetta og feðgarnir, sem snertu ekki pakkann, hringdu til lögreglunnar á staðnum |og tilkynntu um fund sinn. Lögreglan tilkynnti þetta hernaðaryfirvöldun- um í Ballymoney, sem skutu þegar á fundi um málið. Hernaðaryfirvöldin ákváðu að hreyfa ekki pakkann en standa vörð um kirkjugarðinn og skjóta hvern þann sem sæist þar á ferli. Þessa ákvörðun sína tilkynntu þeir þó ekki Boyle-fjölskyldunni. Þegar John Boyle kom þangað daginn eftir að lita eftir gröf ættingja sins komu tveir vopnaðir hermenn á vettvang og skutu hann til bana. Fyrstu fregnir sem birtust í fjöl- miðlum um þennan atburðu hermdu að hermennirnir hefðu skotið vopnaðan mann og að ættingjar hans hefðu verið handteknir og ákærðir fyrir að vera samsekir um sprengjutil- ræði við breska herinn. Boyl?-fjöl- skyldan snéri sér þá til lögreglunnar, sem Ieiðrétti þennan fréttaflutning. • Það tók mikinn tima og margvíslegar vitnaleiðslur að sanna hvað raun- veralega hafði gerst þarna og að sjálfsögðu vora hermennirnir sýkn- aðir enda þótt sannast hefði að hvorki drengurinn né fjölskylda hans var í nokkram tengslum við sprengju- tilræði eða skotvopn. I greinargerð með dómnum segir þó: „Það ber að harma að hermennirnir úr A her- deildinni gerðu sig seka um gróf mis- tök þegar þeir skutu saklausan dreng, sem hvorki var vopnaður né hafði nokkra möguleika til að vinna þeim mein. Þeir ættu að hafa vitað gjörla að drengurinn var með öllu saklaus af að hafa komið þama fyrir vopn- um. Ekkert hefði verið auðveldara en að taka hann Iifandi og kanna mál hans.” En seinna I greinargerðinni segir svo: „Þetta ber þó ekki að skoða sem gagnrýni á það hvernig breski herinn beitir skotvopnum sínum, hvorki í nútíð eða framtíð, enn slður sem einhverja fordæmingu á einstökum aðgerðum hans. Þar verður hver aðgerð að skoðast með tilliti til aðstæðna.” Breska rikisstjórnin hefur undir- ritað Evrópusáttmálann um mann- réttindi. 12. gr. hans segir svo: „Réttur mannsins til að lifa er vemda’ður með lögum. Enginn má svipta annan mann lífi af ásettu ráði og engan má taka af lífi nema sekt hans hafi áður verið sönnuð fyrir dómstólum. Manndráp skal þó ekki ávallt skoöast i andstöðu við þessi ákvæði ef þaö orsakast af þeim ástæöum aö það hafi verið alger nauösyn. A. ísjálfsvörn. B. Til að hindra flótta persónu, sem hefur verið Iöglega handteícin. C. Löglegar aðgerðir til að berja niður uppþot. í refsilöggjöf Norður-írlands, 3. gr., segir svo: „Leyfilegt er að nota 'slika valdbeitingu til að koma I veg fyrir glæp eða við handtöku grunaðs eða sannanlegs glæpamanns ef við- komandi sýnir ólöglegan mótþróa.” Þarna sjáum við strax að ákvæði þessara tveggja laga stangast á. í írsku lögunum eru ákvæðin um vald- beitingu við vissar aðstæður rýmri en í lögum Evrópusáttmálans. Þessum lögum er Iika óspart beitt þegar um er að ræða að breski herinn hafi skotið óvopnaða og saklausa borgara. Nú skyldi maður þó halda að alþjóðlegu lögin væru rétthærri. En það er þó sama eftir hvorri Iagasetningunni er farið, eftirfarandi stendur óhaggað varðandi þau dæmi sem ég hef tekið hér að framan: A. í öllum tilfellunum hefði verið hægt að handtaka fórnarlambið lifandi. B. Hægt hefði í öllum tilfellum verið að skjóta viðvörunarskot- um. C. í flestum tilfellum hefði breski herinn getað náð í fórnarlömb sín án þess að særa þau. Þær spurningar hljóta því að vakna hvort þessi umræddu ákvæði í refsilðggjöf Norður-frlands séu höfð þar til þess að gefa breska hernum grænt ljós til að taka menn af lífi án dóms og laga. María Þorsteinsdóttir. A „Þaö er ekki fyrr en Robert Sands hefur svelt sig í hel, að svo virðist sem eitthvað sé farið að rofa til og samviska okkar sé farin að vakna fyrir því, að eitthvað sé öðruvísi en íslenskir fjölmiölar hafa viljað vera láta.”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.