Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAl 1981.
Fyrsta íslenzka
sjónvarps-
auglýsingin
komin heim
Munið þið eftir auglýsingunni þar
sem Bessi Bjarnason kemur gangandi
eftir Aðalstræti, klæddur eins og sjó-
ari? Hann rekur augun í Herrahúsið,
gengur þar inn og kaupir sér Kóróna-
föt með tilheyrandi. Þetta var fyrsta
sjónvarpsauglýsingin sem gerð var
hér á landi og hún var sýnd kvöldið
sem sjónvarpsútsendingar hófust.
Á Auglýsingakvikmyndahátíðinni
1980 afhenti framleiðandi myndar-
innar, Gísli B. Bjömsson, Kvik-
myndasafni Islands auglýsinguna að
gjöf. Einnig fékk safnið aðra auglýs-
ingu frá Herrahúsinu með Bessa i
aðalhlutverkinu og tiu þúsund
krónur að auki. Peningagjöfinni
fylgdu þau orð að hún yrði notuð „tii
einhvers þess sem geti orðið til að
skrá og varðveita helztu þætti í gerð
islenzkra sjónvarpsauglýsinga.”
Gisli B. Björnsson sagði i ávarps-
orðum sínum að gjafir þessar væru
gefnar í tilefni af því að fyrirtæki
hans, Auglýsingastofan hf., væri á
þessu ári búin að starfa i tuttugu ár
og að fimmtán ár væru liðin síðan
fyrsta sjónvarpsauglýsingin hafi
verið unnin hjá fyrirtækinu. Það má
því segja að brautryðjendaverk is-
lenzkrar sjónvarpsauglýsingagerðar
sé komið heim.
-ÁT-
Norrœn landskeppni fatlaðra:
„ Verst að fá bara eitt stig á dag
DANSAR
JOHNNY STONE
Sólodansinn Johnny Stone er nýjasti dansinn á markaðinum. Ekki er hœgt að lœra hann i dansskólum
— ennþá að minnsta kosti—þviað hann var frumsýndur i slðustu viku.
Það er dansarinn Jón Steinar sem samdi Johnny Stone við samnefht lag. Þeir semfýigjast með
vinsœldalistum og hrœringum l dœgurtónlist kannast tœplega við lagið þvl að það er einnig glœnýtt, samið
og flutt af hljómsveitinni Polarcat. Liðsmenn hennar tilcinkuðu lagið Jóni Steinari svo að beint lá við að
hann semdi dans við það.
DB-mynd Sig. Þorri.
JÓN STEINAR
f\ eu‘a~
FOLK
Tíkarlegur
póstur
Þeir sem nauðsynlega þurfa að
koma eiturlyfjum f pósti milli landa f
útlöndum deyja ekki ráðalausir. Þar
sem þeir vita að hasshundur starfar á •
tollpóststofunni taka þeir áhættuna
og gizka á að hann sé karlkyns. '
Svona viku áður en þeir ætla að
senda „dópið” senda þeir heilan hell-'
ingaf bréfumtil viðkomandi. lands í
gegn um tollpóstinn. Bréfuiium hafa
þeir vandlega núið á afturenda tíkur
sem er lóða. Auðvitað verður hass-
hundurinn æstur mjög að finna þessa
lykt og gerir athugasemd við hvert
einasta umslag. Þau eru þvi opnuð og
innihaldið skoðað. Þegar ekkert
finnst ræður kerfið ekki við allan
þennan póst og fer að hleypa bréfúm
gegn óopnuðum, þrátt fyrir gelt
hundsins. Þá kemur bréfið með eitr-
inu siglandi og fer í gegn. Þetta
byggist sem sagt allt á þvi að
hundurinn á tollpóststofunni sé karl-
kyns. Sé hins vegar um tik að ræða er
alit til einskis unnið.
Leirhnjúkur
gaus
Halldór Blöndal þingmaður kvað
við raust í Þjóðlífsþætti sjónvarpsins
um páska. Rifjaðist þá upp fyrir
sjálfstæðismanni atvik sem gerðist í
Mývatnssveitinni fyrir nokkrum
árum. Þar var þá haldinn fundur
sjálfstæðismanna þar nyrðra og
mætti Halldór á fundinn. Eftir að
fundarhöldum var lokið lyftu.menn
glösum og fór þá að liðkast um mál-
beinið í Þingeyingum sem er þó aldrei
stirt. Kváðu þeir hver sem betur gat
og stóð svo lengi kvölds. Halldór sá
að hann mátti ekki láta sitt eftir liggja
og sté á stokk og hóf upp raust sína.
En ekki hafði hann lengi kveðið er
maður kom blaðskellandi inn í salinn
og æpti „Leirhnjúkur er byrjaður að
gjósa”. Reiddist Halldór þá ákaflega
og taldi þarna að sér vegið. Tókst
mönnum ekki fyrr en eftir langar til-
tölur að sansa þingmanninn og segja
honum að það væri fjallið Leirhnjúk-
ur sem átt væri við.
Hann er að búa sig undir þátttöku í
göngunni er við spjöllum við hann og
áður en hann heldur út spyrjum við
hvort ekki séu viðbrigði fyrir svo
félagslyndan mann að vera nú á
Reykjalundi.
„Hér er heilmikill félagsskapur svo
það er ekki hægt að láta sér leiðast.
— segir Jón Hjartar, gamall iþróttamaður sem
tekur þátt í öllum greinum keppninnar þó hann gangi
við hœkjur
Lagt af stað I göngu frá ReykjalundL Er (jósmyndari DB tók þessa mynd á föstu-
dag voru margir vistmenn famir heim I helgarleyfi og voruþvífcerri igöngunni en
ella. Jón Hjartar lét sig þó ekki vanta, en hann gengur slðastur l hópnum.
DB-mynd Einar Ólason.
„Það versta er að hver maður fær
aðeins eitt stig á dag. Ég er nefnilega í
öUu. Syndi á morgnana, fer í göngu
eftir hádegi og stunda síðan það sem
boðið er upp á á kvöldin, t.d. bolta-
leikinn Boccia,” sagði Jón Hjartar
vistmaður á Reykjalundi í samtaU við
blaðamann DB.
Jón Hjartar er ekki óvanur íþrótt-
um, var einn fremsti íþróttamaður
íslendinga á sínum yngri árum og þá
Hingað kom barnakór í gær úr
Garðinum og söng fyrir okkur. Á
kvöldin eru hér oft myndasýningar.
Við fengum að sjá mynd frá Horn-
ströndum í gærkvöldi, sem var mjög
skemmtileg, og svo eru kvöldvökur.
Margir hérna vinna á daginn og það
er ákaflega mikið gert fyrir fólkið.
Þetta er i fyrsta skipti sem ég þarf að
vera á svona stað og ég verð að segja
að það er ekki svo slæmt,” segir Jón
Hjartar og er síðan rokinn af stað
með vistmönnum Reykjalunds í hina
daglegugöngu.
-ELA.
sérstaklega í spjótkasti. Þá var Jón
einnig mikiU forystumaður í félags-
málum á Vestfjörðum og þekktur
fyrir að vera afbragðs söngvari og
dansari.
t janúar sl. gekkst Jón undir skurð-
aðgerð i fæti og er nú i endurhæfingu
á Reykjalundi. Hann lætur það ekki
á sig fá þótt hann gangi við hækjur
að taka þátt i öUum keppnisgreinum
sem boðið er upp á í landskeppninni.
„Mér virðist vera vaxandi áhugi
fólksins hér fyrir keppninni. TU
dæmis er alltaf að aukast þátttaka i
göngunni. Það sama má segja um
sundið, þar eru yfirleitt tiu manns í
einu. Þetta er fólk á öllum aldri sem
tekur þátt í keppninni,” segir Jón.
v
FÓLK
Einn af
þessum dögum
Sumir dagar eru verri en aðrir. Það
komst hann að raun um maðurinn
sem fór á gæsaskyttiríið. Reyndar var
þetta svolítið honum að kenna. Hann
tók með sér rifflana sína, sem voru
óskráðir, á tíma þegar bannað var að
skjóta gæs. Svo ók hann á fína dýra
bilnum sínum út fyrir ReykjavUc og
tók stóra stælta hundinn sinn með
sér. En þar sem engin veiddist gæsin
huggaði hann sig á heimleiðinni með
því að fá sér örlitla lögg að súpa úr
viskffleyg. Það hefði hann ekki átt að
gera því rétt um bæjarmörkin tókst
honum að gjöreyðUeggja bíUnn dýra
með því að vefja honum utan um
staur. Löggan kom auðvitað á stað-
inn og furðaði sig mest á þvi að
maðurinn var óslasaður. Eftir að
búið var að taka blóðprufu, taka af
manninum skotvopnin og skrifa á
hann skýrslu fyrir ólöglegan vopna-
burð, veiðitilraun og ölvun við
akstur, var honum sagt að fara heim.
,,Og taktu köttinn með þér,” sagði
varðstjórinn sem á vakt var. „Kött-
inn,” sagði maðurinn hinn versti,
dáUtið taugastrekktur eftir daginn.
„Sérðu ekki að þetta er hundur,
maður.” „Nei, það getur ekki
verið,” sagði varðstjórinn. „Hunda-
hald er bannað í Reykjavík.” Hann
hafði vist ekki brjóst í sér til þess að
leggja það á manninn að taka af
honum heimiUsvininn eftir allar
raunir dagsins.