Dagblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ1981.
Menning
Menning
I
20
I
Menning
Menning
Eftiröðru
inif-
tfmanum
Bnlflholtslalkhúslð:
SEODUPANQI
Lslkstjórl: Jskofa 8. Jónsson
Lflg og IJófl: Mstthfss Krtstisnssn
Skyldi bófahasar vtra athuga-
verður, hverslags ofbeldi varhugavert
í leikjum barna? Fyrr en varir er ein-
hver búinn að meiða sig og farinn að
gráta. Hefur sjónvarpið ljótt fyrir
börnum með glæpasögum og hasar-
myndum og jafnvel dagsönnum frétt-
um af striðinu sem alltaf er i útlönd-
um? Eða skyldi kannski bíó og sjón-
varpið, framhaldsmyndir og fréttirn-
ar, virkja og leiða afvega áreitni, of-
beldishvöt sem innra býr með okkur
öllum og gæti kannski komið okkur i
klandur ella?
Um þetta eða þvilíkt efni má nú
sjálfsagt ræða í gamni bæði og
alvöru eða einhversstaðar þar i milli.
f nútimanum sem allur gengur út á
viðtöl og samræður, fundi og ráð-
stefnur, virðist alveg tilvalið að fara
með leikrit eins og Segðu pangl beint
inn i skólana, leika það þar i kennslu-
stund, kennurunum tU hvíldar og
uppléttingar frá sinu önuga starfi, og
efna svo á eftir til umræðu með nem-
endunum um „ofbeldið” — á leik-
vellinum, götunni, heima og allra
helst i skólanum sjálfum. Ætli neinn
hefði nema gott af þvi?
Eiginlega varð ég hálf-hissa á þvi
að koma i Fellaskóla i Breiðholti á
sunnudaginn. Ekki á neinu sem skeði
á leiksýningunni, það var nú öðru
nær, heldur á hinu að ekki skyldu
vera fleiri að horfa á hana. Búa ekki
milljón börn i Breiðholtinu? Og
þurfa þau ekki, eins og við öll, sinnar
dægrastyttingar, skemmtunar við á
sunnudegi? Af hverju er endilega
betra að fara i strætó á þrjúbió?
Ég held að Breiðholtsleikhúsið sé
með mikilli hægð og látleysi að gera
býsna merkilega tilraun; að bjóða
fólki i hverfinu upp á leiklist heima-
fyrir, hversdagslist til hversdags-
Jakob S. Jónsson, leikstjóri verksins. Viö gátum ekki stillt okkur um að bæta aðeins við gamla mynd af leikstjóranum, I
samræmi við anda Segðu pang!
Leiklist
OLAF'JR
JÖNSSON
brúks, sem aldrei er að vita nema geti
gert einhverjum gagn. Og mesta synd
ef menn taka ekki eftir þessu og sinna
þvi.
En hvað um leikritið, leiksýning-
una sjálfa? Að visu er siðaboðun
leiksins, um háska sem börnum staf-
ar af bófahasar í sjónvarpinu, i
barnslegasta lagi, svo einföld og
hjartnæm að eldri börnin í salnum
voru hætt að nenna þessu og farín að
leika sér sjálf áður en sýningu lauk.
Yngri böm horfðu hinsvegar hug-
fangin á það sem fram fór þau þrjú
korter sem leikurínn stóð. Það er
eftir öðru i nútímanum að það sem
gladdi þau, og mig, i þessum leik
gegn ofbeldi var einmitt lýsing leiks-
ins á ofbeldi, skringileg skopfærsla á
hinum og þessum frásagnarefnum
glæpasagna i sjónvarpinu.
Því trúi ég að Þórunn Pálsdóttir og
Þröstur Guðbjartsson sem fóm með
hlutverk Fiu og Sigga i leiknum, við
leiðsögn Jakobs Jónssonar, séu bæði
tvö efnilegir leikarar. Þröstur hefur
undarlega skömlegt andlitsfall sem
lætur uppi hinar og aðrar tilfinningar
umfram það sem texti hans beinlínis
geymdi.
MED MYNDAVEL
í FLUGVÉL =
Myndlist
Ljósmyndir Bjöms Rúrikssonar
Arið 1980 var ljósmyndinni ekki
ýkja hagstætt á íslandi. Bæði voru
sýningar á ljósmyndum óvenju fáar
og þær e.t.v. ekki í hæsta gæða-
flokki. Árið í ár lofar góðu og von-
andi ekki upp í ermina á sér, því
þegar hafa fimm Ijósmyndasýningar
verið haldnar víða um bæinn og allar
einhverrar athygli verðar.
En hvað allan frágang snertir þá er
óliklegt að nokkur önnur sýning á
þessu ári slái við þeirri sem Bjöm
Rúríksson ljósmyndari og altmúlíg-
mann heldur að Kjarvaisstöðum (til
17. mai). Litgreiningar og stækkanir
eru bókstaflega óaðfínnanlegar og
litgæðin tryggð i a.m.k. 25 ár, að þvi
er segir á spjaldi sem hangir uppi á
sýningunni. Myndirnar em síðan
fallega „monteraðar” og þeim fylgir
mikið upplýsingastreymi, — um jarð-
fræði, skothæð úr lofti og ljósmynd-
arann sjálfan, auk fyrirlestra um ljós-
myndun.
í formála að sýningarskrá segir
Björn Rúriksson: „í minum huga
gegna ljósmyndir þessarar sýningar
tvíþættum tilgangi. Annars vegar sýna
þær umhverfið á mishlutlægan hátt,
einkum með stuðningi lina og forma.
f hinn stað hafa þær merka sögu að
segja, sögu um það hvernig landið
okkar varðtil.”
Þarna fær Björn sem sagt útrás
fyrir listræna útsjónarsemi sina ann-
ars vegar og jarðfræðilegar ígrundan-
ir sinar hins vegar. í báðum tilfellum
riður á að hafa gott auga en þó hefur
hrein heppni og tæknileg úrvinnsla á
myndefninu ekki lítið að segja i fyrra
tilfellinu. Björn er ótrúlega naskur að
ná á fílmu ýmsum spariandlitum is-
lenskrar náttúru, t.a.m. 1 Keili (nr.
1), Fögrufjöllum (nr. 4), Við Langa-
sjó (10), Vetrarmorgunn (nr. 13),
Hvalfjörður (nr. 17), Skarðsheiði
(nr. 58) o.fl. og hann kann að kroppa
af myndum þannig að aðalatriðin
verða ofaná.
Hins vegar virðist honum ekki
lagið að mynda fólk og atburði,
a.m.k. af þessari sýningu að dæma.
Trillukarlar hans og börn mynda
ekki sterkar komposisjónir, þótt auð-
vitað séu þær myndir óaðfinnanlegar
tæknilega.
Ég hefði kosið að sjá þessa sýningu
í smærri og betri sal, þvi sumar
smærri myndir Björns bókstaflega
hverfa inn í flekkóttan strigann. Og
ekki hjálpar lýsingin upp á. Nú ætti
einhver að taka sig til og gefa myndir
Bjöms Rúrikssonar út á bók.
f lokin má ég til með að minnast á
norska ljósmyndasýningu sem gerði
ansi stuttan stans, eða viku, i anddyri
Norræna hússins. Hún sýndi svo ekki
varð um villst að norskir ljósmyndar-
ar eru vel á vegi staddir og gætu
kennt okkur ýmislegt. Með von um
lengri dvöl næst.
-AI.
4t
Ein af Ijósmyndum Björns Rúriks-
sonar, af Eiriksjökli.