Dagblaðið - 04.06.1981, Side 6

Dagblaðið - 04.06.1981, Side 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent Hvirfilbylur í Colorado Um fimmtiu manns særðust er hvirfilbyljir fóru um Denver 1 Colorado í gær. Hús skemmdust, rafmagnslínur slitnuðu, tré rifnuðu upp með rótum og bílar ultu um koll. Páf inn er kominn heim Begin heldur áf ram árásum sínum á Schmidt kanslara: & & ;Æ MEÐ S Kosningabandalag vinstri manna í Frakklandi á erfitt uppdráttar: Mikill ágreiningur só- síalista og kommúnista —einkum ágreiningur um utanríkismál—Marchais talinn verða að slaka á ef möguleikar eiga að verða á samkomulagi f lokkanna fyrir þingkosningarnar Mikill ágreiningur hefur komið í ijós f tveggja daga viðræðum leiðtoga franskra sósíalista og kommúnista um hugsanlegt samkomulag þessara flokka fyrir þingkosningarnar í Frakklandi. Ágreiningurinn er mestur um utanrikismál, segja heim- ildir innan stjórnmálanna. Samkomulag er þó ekki talið úti- lokað ef Georges Marchais, leiðtogi kommúnista, er tilbúinn að slaka á kröfum sinum þegar viðræðunum verður haldið áfram í dag. Ef kosningabandalag tækist með flokkunum væri mjög erfitt fyrir Francois Mitterrand forseta að úti- loka kommúnista frá ríkisstjórn sinni. Mitterrand hefur boðað til þing- kosninga 14. og 21. júní næstkom- andi, ( þeirri von að hnekkja 70 þing- sæta meirihluta miðju- og hægri manna. Honum er nauðsynlegt, ef hann á aö eiga möguleika á að koma hinni róttæku stefnu sinni í fram- kvæmd, að fá meirihluta vinstri manna kjörinn'áþmgið. Skoðanakannanir sýna mjög sterka stöðu sósíalista og er flokks- formaðurinn, Lionel Jospin, sagður hafa notfært sér þessa sterku stöðu til hins itrasta i viðræðunum við kommúnista. Sósíalistar vilja að Marchais viður- kenni viðtækt valdsvið forsetans, einkum í utanríkismálum. Sósíalistar hafa verið mjög gagnrýnir á tryggð franskra kommúnista við Moskvu- línuna. Sósialistar hafa fordæmt mjög sterklega innrás Sovétríkjanna i Afganistan, afstöðu þeirra til Pól- lands og staðsetningu ss-20 eidflauga i Austur-Evrópu. Viðræðum flokksleiðtoganna verður fram haldið f dag. Jóhannes Páll páfi annar fékk að fara heim af sjúkrahúsinu i gær og svaf hann í ibúð sinni í Vatíkaninu i nótt í fyrsta sinn síðan honum var sýnt banatilræði á Péturstorgi fyrir tæpum þremur vikum. Páfinn virtist þreyttur en glaður þegar hann sneri heim af Gemelli- sjúkrahúsinu. Fjöldi ferðamanna var við Vatíkanið þegar páfinn sneri heim, þar á meðal um 300 póiskir pílagrimar. Ekki er talið óhugsandi að páfinn muni mæta á fund kaþólskra biskupa og kardínála sem haldinn veröur í j Vatfkaninu um hvítasunnuna. ' sinum. Mitterrand forseti. Skoöanakannanir sýna að staða sóslalista er nú mjög sterk meðal franskra kjósenda. „Þannig á að tala við liðsforingja nasista” — sagði Begin í gær er hann ftrekaði að Schmidt kanslari og þýzka þ jóðin bæru ábyrgð á „helför” gyðinga í síðari heimsstyr jöldinni Menachem Begin, forsætisráð- herra ísraels, endurtók í gær árásir sinar á Helmut Schmidt, kanslara V- Þýzkalands. Hann kallaði kanslar- ann fyrrverandi nasista sem bæri ásamt allri þýzku þjóðinni ábyrgð á „helför” gyðinga i síðari heimsstyrj- öldinni. ustueið.” Han sagðist hafa svarað Schmidt á þann hátt sem forsætisráðherra ísra- els ætti að svara þýzkum kanslara og liðsforingja nasista. Begin sagðist ekki kippa sér upp við þau mótmæli sem urðu i V- Þýzkalandi í kjölfar ummæla hans um kanslarann. „Þaö er ekki satt að orð min hafi skaðað hagsmuni tsraels og þau juku ekki á einangrun okk- ar,” sagði hann. „Þau sár sem þýzka þjóðin særði gyðinga munu jafnvel ekki gróa f tíu kynslóðir,” sagði Begin. Lokað á laugardögum Kaupmannasamtök íslands og Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur beina þeim til- mælum til viðskiptavina verzlana að gera Kaupmannasamtök íslands Marargötu 2 innkaup sín tímanlega, þar sem verzlanir verða lokaðar á laugardögum frá 1. júní til 1. september. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Hagamel 4 Begin endurtók þessar árásir sinar á Schmidt í ísraelska þinginu, Knesset, í gær er hann svaraði gagn- rýni stjórnarandstöðuflokksins Shinui. Þingmenn Shinui-flokksins höfðu haldið því fram að árásir Begins á Schmidt i siðasta mánuði hefðu skaðað hagsmuni ísraels- manna. í umræðum i Knesset í gær sagði Begin: „Schmidt var trúr liðsforingi þýzka ríkisins. Hann sór Hitler holl- Menachem Begin. Adolf Hitler. Astralíumenn fagna ákvörðun Mitterrands Ástralfumenn, sem hafa verið and- vígir kjarnorkuvopnatilraunum Frakka í Kyrrahafi, hafa fagnað þeirri ákvörð- un Mitterrands, hins nýja Frakklands- forseta, að fresta frekari tilraunum. Anthony Street, utanrikisráðherra Ástralíu, sagðist um helgina vona að þessi ákvörðun ætti eftir að leiða til þess að kjarnorkuvopnatilraunum Frakka við Mururoa kóralrifin yrði hætt með öllu. Frakkar tilkynntu i síðustu viku að frekari kjarnorkuvopnatilraunum yrði frestað meðan endurskoðun færi fram á kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Helmut Schmidt. Norður-írland: Erkibiskupinn styður brezku ríkisstjórnina Dr. Robert Runcie, erkibiskup af Kantaraborg, sem nú er í heimsókn á Norður-frlandi, kvaðst i gær styðja þá stefnu brezku stjórnarinnar að láta fangelsuðum skæruliðum á Norður- Irlandi i té réttindi pólitískra fanga. Fjórir lýðveldissinnar i Maze fang- elsinu á Norður-írlandi hafa þegar svelt sig til bana og fjórir til viðbótar eru nú í mótmælasvelti. Dr. Runcie, sem er leiðtogi ensku biskupakirkjunnar, sagði á blaða- mannafundi i gær að hann gæti ekki fallizt á mótmælaaðgerðir sem leiddu til ofbeldis og ykju á ofbeldislegar til- hneigingar. Erkibiskupinn kvaðst hins vegar þeirrar skoðunar að innleiða mætti nýjar reglur i fangelsunum sem nálg- uðust að vera eins og þær reglur sem pólitiskir fangar byggju við. REUTER FILMUR OG VELAR S.F. SKÓLAVÖRDUSTÍG 41 - SÍMI20235.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.