Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.06.1981, Qupperneq 11

Dagblaðið - 04.06.1981, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ1981. 11 Hækkanir á fiskflökum á Bandaríkjamarkaði koma frystihúsunum sjálfum ad litlum notum. Þær gera litið meira en að bæta stöðu Verðjöfnunarsjóðs, segir Gunnar Guðjónsson formaður stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Hækkunin á f reðf iski f USA getur sparað Verðjöf nunar- sjóði 65 milljónir króna —en gengislækkunin breytir engu fyrir sjóðinn —Tap f rystiiðnaðarins í maí 1,5-2% „Þessi gengisfelling hefur engin bein áhrif á stöðu verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, þar eð með lögum frá 1979 var ákveðið að öll verð, bæði viðmiðunarverð og söluverð, skyldu reiknast í dollurum. Ennfremur var ákveðið að styðjast við viðskipta- gengið en ekki fast gengi,” sagði ísólfur Sigurðsson hjá Seðlabanka ís- lands í samtali við DB i gær. ísólfur sagði að 1. júni hefði átt að ákveða nýtt viðmiðunarverð, en við- miðunarverð var síðast ákveðið 1. janúar sl. og var það þá haft 5% hærra en markaðsverð á freðfiski. Þá var viðmiðunarverð að meðaltali 113,53 bandarísk sent, en meðal- markaðsverð á freðfiski var þá 108,12 sent. Munurinn er umrædd 5%. Bæði þessi verð eru miðuð við aflasamsetninguna eins og hún var 1980, eða vog 1980 eins og það heitir áfagmáli. Markaðsverð nœr jafnt viðmiðunarverði Sé gert ráð fyrir því að aflasam- setningin 1 ár verði hin sama og i fyrra, þá ætti verðhækkunin á Bandaríkjamarkaði nýverið, sem var að meðaltali 5,1 % á freðfiski, að þýða það að markaðsverð væri nú 0,1% hærra en viðmiðunarverð. Svo er hins vegar ekki, þar sem á tímabil- inu 16. febrúar tií 8. mai lækkaði freðfiskur að meðaltali um 1/2% og var kominn úr 108,12 sentum niður 1 107,89 sent. Með hinni 5,1% hækkun er þvi markaðsveröið að meðaltali heldur lægra en meðaltal viðmiðun- arverðanna, þótt ekki muni miklu á. Svo litið sé á hvaða áhrif verð- hækkunin hefur á stöðu verðjöfnun- arsjóðs, þá vantaði um síðustu ára- mót 2,5 milljónir nýkróna upp á að endar næðu saman. Rikisvaldið hefur ábyrgzt greiðslu á þeirri upp- hæð, hvernig það verður svo gert er önnur saga. Ákvörðun viðmiöunarverös Viðmiðunarverð er ákveðið fyrir upphaf hvers árs eða framleiðslu- tímabil sjávarafurða og „skal við ákvörðun þess einkum höfð hliðsjón af verðlagi þriggja undanfarinna ára, svo og af mati á markaðs- og aflahorf- ium fyrir næstu ár. Tekið skal tillit til sérstakra - ástæðna svo sem óeðli- legra breytinga á erlendum mörk- uðum, gengisbreytinga og annarra hliðstæðra atvika,” eins og segir í lögum verðjöfnunarsjóðs fiskiönað- arins. „Þá skal sjóðsstjórnin við ákvarðanir slnar einnig líta til af- komu viðkomandi sjávarútvegs- greina eftir þvi sem það getur sam- rýmzt tilgangi sjóðsins og raunveru- legri verðjöfnun.” Sé viðmiðunar- verð hærra en markaðsverð skal greiða allt að 3/4 hlutum mismunar- ins út úr sjóðnum, en sé markaðs- verðið hærra, allt að 3/4 hlutum þess mismunar inn 1 sjóðinn. Verðjöfnun- arsjóðurinn skiptist 1 frystideild, skreiðardeild, lýsis- og mjöldeild, saltfiskdeild, saltslldardeild og stofn- fjárdeild. Áhrif verðhœkkunar- innar á verðjöfnunar- sjóö Á þessu ári var gert ráð fyrir að 75 milljónir króna yrðu greiddar með freðfiski úr verðjöfnunarsjóði, og skiptust greiðslurnar þannig á árið, að fyrstu fimm mánuði þess var reiknað með að 30 milljónir yrðu greiddar, en 45 milljónir seinni hluta árs. Að því tilskildu að verðhækkunin á Bandarikjamarkaði standi undir sér og aö viðmiðunarverð nú, 1. júní, verði ákveðið óbreytt til áramóta, liggur ljóst fyrir að 45 milljónirnar sem áætlað var að greiða úr verðjöfn- unarsjóði verða ekki greiddar. Á sama hátt má reikna með að verulegur hluti hinna 30 milljóna, sem greiða átti úr verðjöfnunarsjóði, verði kyrr i sjóðnum. Ástæðan er, auk þeirra sem fyrr eru nefndar, að þótt verð- hækkunin hafi ekki orðið fyrr en nú, i lok maf, er ekki búið aö selja allan fiskinn, sem verkaður var á fyrstu fimm mánuðum þessa árs á gamla verðinu, 107,89 sent. Stór hluti þess freðfisks verður seldur á nýja verðinu og má jafnvel reikna með að 15—20 milljónir umræddra 30 milljóna komi ekki til greiðslu úr sjóðnum. Verðhækkunin gæti þvi sparaö verð- jöfnunarsjóði 60—65 milljónir, með þeim fyrirvara þó, að viðmiðunar- verð haldist óbreytt frá því sem nú er til áramóta. Útreikningar þessir eru allir byggð- ir á þeirri forsendu að aflasamsetn- ingin í ár verði hin sama og 1 fyrra. Veiðist meira 1 ár en í fyrra af verð- mætari físktegundunum, svo sem þorski, og minna af öðrum verð- minni fiski, hækkar meðalverð mark- aðsverða meðan meðalverð viðmið- unarverða stendur í stað. Verðhækkun á fiski upp úr sjó Að endingu er rétt að athuga hver áhrif væntanleg verðhækkun á fiski upp úr sjó hefur á freðfisksverðið. Að sögn Rósmundar Jónssonar hag- fræöings hjá Þjóðhagsstofnun, mun láta nærri að hækki fiskverð um 8%, svo dæmi sé tekið, aukist rekstrar- kostnaður frystihúsa um 4%. Þessum aukna kostnaði er hægt að mæta á tvennan hátt, annars vegar með gengisfellingu upp á 4% og hins vegar með verðhækkun á freðfiski á Bandarikj amarkaði. Tap frystiiðn- aðarins 1,5—2% Fiskseijendur nú hafa gert kröfu um 8% fiskverðshækkun og þvi gæti virzt, sem vel væri svigrúm til þeirrar hækkunar. En verðhækkunin á Bandaríkjamarkaði fór, eins og að framan getur, öll i að rétta hag frystiiðnaðarins gagnvart verðjöfn- unarsjóði. Þá er eftir hin nýafstaðna gengislækkun og mætti ætla að hún dygði til að vega upp í kröfur fiskselj- enda um 8% hæickun. En hér er gengiö að því visu að frystiiðnaður- inh sé rekinn á sléttu, þ.e. hvorki með halla né tapi. Tap frystiiðnaðarins í maí nam hins vegar 1,5—2% á vog ársins 1980. Og þar stendur hnifurinn i kúnni. -SA. Deila Kennaraf élags Reykjaness og f ræðsluskrif sfofunnar í umdæminu: „Fullyrðing Ernu er röng” —segir Helgi Jónasson f ræðslust jóri vegna ummæla f ormanns Kennara- félagsins í Dagblaðinu „Skólar fá ákveðinn fjölda stunda til að kenna á hverju skólaári. Starfið ber síðan að skipuleggja innan þess tima- ramma. Standi stjórnendur einhvers skóla frammi fyrir því að tfmakvótinn sé ófullnægjandi ber að hafa samband við okkur og við reynum undantekn- ingarlaust að kippa málunum i lag,” sagði Helgi Jónasson fræðslustjóri í Reykjanesumdæmi í gær. Hann vildi koma á framfæri athugasemd vegna ummæla Ernu Guömundsdóttur for- manns Kennarafélags Reykjaness í blaðinu á þriðjudaginn. Erna sagði þar: „Þá kom fyrir að fræðsluskrif- stofan breytti vinnuskýrsium á miðju skólaári án fyrirvara og skar þannig niður yfirvinnu viðkomandi. ” „Einn skóli í umdæminu skilaði inn vinnuskýrslum kennara með fleiri stundum en heimild var fyrir,” sagði Helgi. „Skýrslurnar voru afgreiddar með fyrirvara en stjórnendum -kólans jafn- framt bent á að viðkomandi sveitarfé- lag yrði að greiða umframstundii nar — eða að skera yrði n ður stundaljoiu- ann. Umræddur skóli valdi þann kost- inn að leysa málið með niðurskurði stunda og sendi okkur skýrslu því til staðfestingar. Fullyrðing Ernu er því röng hvað varðar þátt fræðsluskrifstof- unnar í málinu.” -ARH. Grilliö um hvítasunnuna \ Tilvalið á útigrillið: Lambakótelettur Lamba-lundir Lamba-geiri Lambarif marineruð Nautagrillsteik Nautabógsteik Nauta-T-bone Nauta-sirloinsteik Nauta-hamborgarar Svína-snitzel Svína-kótelettur Kjúklingar Kjúklinga-bringur Kjúklinga-læri Leyfilegt verð pr. kg. Okkar verð 48,70 41,70 100,30 78,00 95,30 69,00 — 28,60 50,70 39,00 50,70 39,00 84,10 64,00 67,40 56,00 7,00 stk. 4,70 stk. 121,00 89.00 137,00 107,50 68,50 48,00 76,90 59,50 76,90 59,50 \ Ath.: í sumar verður opið í hádeginu á fimmtudögum og föstu- dögum. Lokað á laugardögum. CS^^TTD^DO®©Tr^l)D[R£l Laugalæk 2, Reykjavik, simi 86511 BENIDORM 9 JUNH Þriggja vikna ferð til Benidorm a suð-austurströnd Spánar. Góð hótel og íbúðir, með eða án fæðis. Islenskt leiguflug alla leið í sólna og sjóinn Bferða MIÐSTOÐIN AÐALSTRÆTI9 S 28133

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.