Dagblaðið - 04.06.1981, Page 12

Dagblaðið - 04.06.1981, Page 12
MMWm fifálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aöstoöarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hollur Slmonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aöstoöarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaöamenn: Anno Bjomoson, Atli Rúnor Holldórsson, Atli Steinorsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlougur A. Jónsson, Ingo Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Rognor Th. Sígurðsson. Siguröur Þorri Sigurösson og Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólofur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þráinn ÞorleHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Holldórs son. Dreifingorstjóri: Volgerður H. Svoinsdóttir. Ritstjórn: Siðumúla 12.! Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aöalsími blaösins er 27022 (10 linur). Með lagni og heppni Með töluverðri lagni og engu minni heppni hefur ríkisstjórnin tryggt sér værðarfrið í sumar. Hún á aðeins einn þröskuld eftir, ákvörðun fiskverðs. Þar er ágreiningurinn um, hvar hækkunin skuli vera á bilinu 5%—8%. Og hefur það sézt svartara. Sjómenn telja sig þurfa 8% fiskyerðshækkun til að fá sömu verðbætur og landfólk. Útgerðarmenn telja sig þurfa sömu tölu. Frystihúsin eru hins vegar talin geta greitt að minnsta kosti 5 % hærra fiskverð eftir at- burði síðustu daga. Boðuð hækkun frystra þorsk- og karfaflaka á Bandaríkjamarkaði kom eins og sending af himnum ofan í síðustu viku. Dótturfyrirtæki Sambandsins og Sölumiðstöðvarinnar þar vestra tilkynntu þessa hækk- un sameiginlega. Hækkunin er talin jafngilda 5% meðaltalshækkun á frystum fiski á Bandaríkjamarkaði. Ástæða er til að vona, að hún standist, því að verð á þessum vörum hefur ekki hækkað síðan í hittifyrra, þrátt fyrir nokkra verðbólgu þar vestra. Þetta hefur gífurleg áhrif á svokallaða frystideild Verðjöfnunarsjóðs. Þessi deild er tæpast til nema á pappírnum, því að hún á engan eyri, aðeins botnlausar skuldir. Hún hefur að undanförnu verið notuð sem af- gangsstærð í bókhaldi. Fyrir atburði síðustu daga var búið að spá 75 milljón nýkróna tapi deildarinnar á þessu ári. Þetta mikla fé var hvergi til, né heldur nein einasta hugmynd um, hvernig mætti særa það úr galtómum ríkissjóði. Með hækkuninni vestra var þetta áætlaða tap næstum því þurrkað út, minnkað niður í rúmar 5 millj- ónir nýkróna. Þar með var dæmið allt í einu orðið við- ráðanlegt, með því bara að beita til viðbótar ofurlítilli gengislækkun. Erlendur gjaldeyrir hækkaði um 4% um helgina. Sú gengislækkun mundi rúmlega duga til að leysa afgang vandamálsins, ef ekki þyrfti nú að semja um nýtt og hærra fiskverð. Gengislækkunin dugar ekki alveg til 8% hækkunar fískverðs. Ríkisstjórnin taldi sig ekki geta farið grófar i gengis- lækkun til að spilla ekki áformum sínum um 8—9% vísitölubólgu á næstu þremur mánuðum. Hún gat ekki farið hærra til að standa við markmið 40% vísitölu- bólgu yfir árið. Rétt er að geta þess, að vísitölubólga er ekki alveg það sama og verðbólga. Vísitölubólgan hefur á undan- förnum árum reynzt heldur minni vegna vel heppn- aðrar viðleitni stjórnvalda til að hnika mæliskalanum til, falsa vísitöluna. Fiskseljendur og fiskkaupendur glíma nú við bilið milli 5% og 8%. Útkoman verður eins og svo oft áður, að einhver málsaðila bítur í súrara epli en hinir. Það mætti jafnvel sparka í hinn ágætlega ímyndaða verð- jöfnunarsjóð rétt einu sinni. Útkoma þessa máls mun ekki raska ró ríkisstjórnar- innar. Allur rekstur mun ganga sinn vanagang í sumar og fram á haust. Meira að segja langsveltur iðnaðurinn fagnar molum sínum af náðarborði gengislækkunar- innar. Ríkisstjórnin telur sig nú vera vel undir haustið búna. Hún ætlar sér að benda á í september, að vísi- tölubólga ársins verði ekki nema tveir þriðju hlutar bólgu síðustu ára, ef enginn fari þá að spilla málinu. Kjarasamningar vetrarins munu svo verða háðir við þær aðstæður, að menn geta tæpast neitað ríkisstjórn- inni um að ná síðasta fjórðungi þessa árangurs, sem hún verður þá staðfastlega búin að standa við þrjá fjórðu hluta ársins. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ1981. Straumhvörf i íslenskum stjómmálum? Þaö voru vissulega mikil þáttaskil í islenskum efnahagsmálum eftir síð- ustu heimsstyrjöld og i stefnumótun stjórnmála við myndun svonefndrar Nýsköpunarstjórnar árið 1944 undir forsæti Ólafs Thors. Afgerandi hvað varðaði uppbyggingu atvinnuvega og ber þar hæst kaup á togurum, sem þvi miöur var ekki réttilega úthlutað út um landsbyggðina miðað við at- vinnuþarfir. En þetta var þó stórhuga framfarastjórn. Þegar svonefnd Viðreisnarstjórn var mynduð árið 1959 undir forsæti Ólafs Thors urðu þáttaskil varðandi aðstöðu sveitarfélaga, en fyrsta verk fjármálaráðherra þeirrar stjórnar, Gunnars Thoroddsen, voru tekju- stofnalög sveitarfélaga, sem gjör- breyttu erfiðum efnahag margra sveitafélaga til hins betra. Viðtakandi fjármáiaráðherra þeirrar stjórnar, Magnús Jónsson, hélt áfram já- kvæðri byggöastefnu og var aðal- hvatamaður að stofnun Atvinnujöfn- unarsjóös til mótvægis við þann að- stöðumun er þá ríkti milli sveitarfé- laga og landshluta. Þessi stjórn stöðvaði verulega flóttann frá sveit- um landsins og treysti mjög fjárhags- stöðu okkar erlendis. Hún rikti lengst allra stjóma eða i 12 ár, sem fyrr segir, fyrst undir forsæti Ólafs Thors, þá Bjarna Benediktssonar og síðast Jóhanns Hafstein, sem allir voru jákvæðir stjórnendur og fram- sæknir dugnaðarmcnn. Kjallarinn Ásgrímur Hartmannsson uð var af Gunnari Thoroddsen f árs- byrjun 1980, var mynduð við erfið skilyrði, ágreiningur var innan flestra flokka um menn og málefni, efna- hagsástand og var slæmt og helstu at- vinnuvegir áttu við vaxandi erfiðleika aö strföa. Hvernig til tekst um framvindu mála hjá núverandi ríkisstjórn er of ^ „Ég held aö fyrirsjáanleg séu straum- hvörf í íslenskum stjórnmálum og að já- kvæöri breytingu þurfi að vinna.” Svonefnd vinstri stjórn, sem mynd- uð var árið 1971 undir forsæti Ólafs Jóhannessonar, hél' áfram áður markaðri byggöanefnu nefndra stjórna og gerði margt vel í þeim efn- um. Tveggja flokka stjórn Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokks, sem mynd- uð var 1974 og Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra fyrir, gerði djarfa tilraun til að bæta rekstrarstöðu lána- sjóða og banka. Sú tilraun náði ekki tilgangi sinum m.a. vegna upphlaups pólitiskra andstæðinga. Ef til vill hefur þar einnig ráðið nokkru ein- strengingsleg túlkun stjórnarinnar og framsetning aðgerða. Mun mörgum hafa þótt fyrirhugaðar aðgerðir bera um of keim af miðstýringu banka- sjónarmiöa og tölvuspekinga. Verst var þó að samkvæmt tilhlut- an fjármálaráðuneytis nefndrar rikis- stjórnar i árslok 1975 var felldur niöur rikisstyrkur til bygginga elli- heimila. Það má heita furðulegt að ráðamenn þjóðarinnar skulu enn ekki viöurkenna að eliiheimili eru fyrst og fremst hjúkrunarheimili og eiga að flokkast undir það sama varðandi rikisframlag og heiisu- gæslustöðvar. Núverandi ríkisstjórn, sem mynd- snemmt að dæma um en Ijóst er að afskipti hennar af kaup- og kjara- málum hafa á margan hátt verið já- kvæð og framkomnar tillögur um efnahagsaðgerðir spá góðu þó vara- söm sé heimild til meiri innlánsbind- ingar sem þyrfti að minnka en ekki aðaukast. Ég hefi getið um þær rikisstjórnir sem mér eru minnisstæöarstar og ég tel að hafi verið mest stefnumótandi i þjóðmálum fráárinu 1944. Andstætt þeim öllum hefur verið ófullkomin félagsstarfsemi og erfiðleikar i at- vinnurekstri. Ég held að fyrirsjáanleg séu straumhvörf 1 islenskum stjórnmál- um og að jákvæðri breytingu þurfi að vinna. Það þarf að byggja upp jákvæðari félagsstarfsemi stjórnmálafélaga. Undirstaöa þess aö það takist þarf hvert félag að vera þess meðvitandi, að þeirra hugsjónir og tillögur verði hafðar til hliðsjónar i málflutningi þingmanna. Andstyggö 6 stjórnar- andstööu sfðustu ára Þvf miður hefir það færst i vöxt að þingmenn komi aöeins í kurteisis- heimsóknir til sinna kjósenda og segi þeim að þetta eða hitt hafi þeir gert, án þess að hafa áður spurt um hvers væri óskað að þeir gerðu. Þá held ég að hinn almenni kjósandi sé yfirleitt farinn að hafa andstyggð á þeirri stjórnarandstöðu, sem nú er rekin og hefur verið rekin um mörg undan- farin ár. Verðbólgan er vissulega í hámarki, ein ástæða hennar er of miklar kröfur almennings til lífsþæginda. Vaxtastefnan er geigvænleg, vextir óviðráðanlegir þeim sem þurfa að greiða þá. Ein ástæðan fyrir háum vöxtum er lævís áróður um verndun peninga okkar eldri með háum inn- lánsvöxtum. Meirihluti hinna eldri eiga enga peninga en það eru einmitt þeir sem þurfa aðstoðar við. — Sem oft fyrr er ríkisstjórnin skipuð ágætis mönnum, sem virðast vinna samhentir að stjórnun mála, — að reyna að koma okkur kjósendum til að trúa þvi, að það sé einn flokkur öðrum fremur, sem þar ráði ferðinni, er ekki timabær túlkun og tæplega sæmandi. Jákvæð stjórnarandstaöa á að styöja þau mál, sem til bóta stefna og vera frjó aö koma með þau mál — máianna vegna, sem til hagsældar horfa. Tillögur Dettur mér þá fyrst í hug að beina eftirfarandi jafnt til stjómar og stjórnarandstöðu. Að samband is- lenskra sveitarfélaga og fjórðungs- sambönd verði betur uppbyggð til að vinna að skipulagningu og uppbygg- ingu sveitarfélaga, i beinu sambandi við þau. Framkvæmdastofnun verður lögð niður í núverandi mynd :n Byggðasjóður efldur og stjórnun hans verið hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Umsvif Húsnæðis- málastjórnar verði minnkuð og ein- staklingar fái hliðstæð lán og lánað er til verkamannabústaða. Studd verði áfram bygging fiskiskipa meö lengri og hagkvæmari lánum, svo og fiskirækt jafnt í sjó, ám og vötnum. Aukin verði framleiðsla landbúnað- arvara með jákvæöari aðstoð til markaðsöflunar í huga og aö aðstoð- að verði við að koma upp iðnaði 1 sveitumogbæjum. Jákvæð aðstoð verði veitt til fjár- mögnunar þeim útgerðum, sem nú eiga í erfiöleikum svo og öðrum at- vinnurekstri. Tölvustýring verði ekki ofríkjandi og bankarekstur verði meira sveigður inn á að aðstoða þá, sem minna mega sin, og okurvextir og ómannúðlegar sektir i formi dráttarvaxta verði af- numdar meðöllu. Bandaríkin verði látin greiða fyrir aöstöðu sína hér i einhverri mynd og þeir kosti að öllu leyti byggingar á Keflavikurflugvelli. Takmarkað verði hvaö mikið megi taka af launum launþega i skatta og opinber gjöld hverju sinni. — Skrifaö í maí 1981 Ásgrimur Hartmannsson, Ólafsfirði.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.