Dagblaðið - 04.06.1981, Síða 16
16
DAOBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. JÚNl 1981.
DUGNAÐARFORKAR í
FJÖLBR AUTASKÓLA
SUÐURNESJA
Óli Þór Kjartansson nemandi og kennarí ísenn:
GUMDIVID FRONSK-
UNA í 11ANNIR
„Franskan var Iengi búin að vera
mér að fótakefli. Samtals var ég bú-
inn að glima við hana i 11 annir,"
sagði Óli Kjartansson nýstúdent,
þegar við hittum hann fyrir utan
skólann, með hvita kollinn lang-
þráða. , ,Ég var á sinum tíma á eðlis-
fræðibraut og hvildi mig á frönsk-
unni i eitt og hálft ár, Sinotti kennara
til mikillar hrellingar. Siðan gekk mér
illa að ná málinu aftur og franskan
var því fagið, sem stúdentsprófiö
strandaði á i allt of langan tíma.”
Óli hafði samt sitthvað annaö fyrir
stafni en frönskunám, hann starfaöi
sem kennari við gagnfræðaskólann i
Keflavik og tók auk þess slag og slag i
bridgefélaginu. En hvað er svo fram-
undan hjá nýstúdentinum og kennar-
anum? „Hugur minn stefnir til
Bandarikjanna f auglýsingatækni-
nám eða auglýsingasálfræði. Tómir
vasar og létt pyngja valda því hins
vegar, að ég hyggst kenna næsta
vetur og afla mér námseyris,” sagði
Óli, „svo ég verð einn vetur enn með
minum nemendum, sem ég hef haft
mjög mikla ánægju af að umgangast
og bundizt traustum böndum.”
-emm
Óll Þór KJartansson: „Stefni á
Bandarikin i augiýsingatækni efla
auglýsingasálfræði.”
í FÓTSPOR MÖMMU
Epliö fellur sjaldan langt frá eik-
inni segir máltækið. Á myndinni eru
þær Ásta Magnúsdóttir, t.v. og Elsa
Dóra Oisladóttir, t.h. ásamt
mæðrum sínum, sem báðar hafa
lokið stúdentsprófi. Hólmfriður
Ólafsdóttir, móðir Ástu, frá
Verzlunarskóla íslands, 1962 og
Védis Elsa Kristjánsdóttir, móðir
Elsu Dóru, frá Fjölbrautaskóla
Suðurnesja i fyrra, þar sem hún hlaut
hæstu einkunn.
Þær Ásta og Elsa Dóra eru heldur
óráðnar um framtiðina. Ásta er farin
að vinna í frystihúsi i Garðinum, en
fer i hálfsmánaðar ferð til Frakk-
lands i sumar, en er að igrunda lög-
fræöinám eða málvisindi þegar fram
i sækir. Elsa Dóra er komin vestur i
Staðarsveit til langömmu sinnar að
hjálpa til við vorverkin. Helzt langar
hana til að bregöa sér út fyrir lands-
steinana í eitt ár og sjá sig svolitið um
i veröldinni,yáður en hún ákveður
hvaða grein hún velur sér i háskóla.
-emm
Horfir björtum augum
framáveginn ______
Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur
nú lokið fimmta starfsári slnu. Skóla-
meistari hefur frá upphafi verið Jón
Böðvarsson og er það mál manna að
honum hafi farið það vel úr hendi við
erfiðar aöstæður, þröngan húsakost
og oft á tiðum erfiðan fjárhag. AJlt
stendur þó til bóta. Skólinn hefur fest
kaup á rúmgóðu húsnæði sem leysir
húsnæöisvandamáliö vonandi að
fullu og varla láta þeir sem með pen-
ingamálin fara þetta æösta mennta-
setur Suðurnesja liða fjárhagslegt
svelti i framtíðinni. Jón skólameistari
horfir þvi, eins og aðrir Suðurnesja-
menn, björtum augum fram á veg-
inn i málefnum fjölbrautaskólans.
-emm
Helga Björk Þorsteinsdóttir: „Alls ekki viss um að mér tækist að ná báðum á-
föngum f frönskunni.”
DB-myndir: Magnús Gislason.
Nýstúdent
númer 100
— Helga Björk hugsar um barn og heimili — og
fékk stúdentshúfuna lánaða á síðustu stundu
Likt og í öðrum framhaldsskólum
kemur það fyrir að ungt fólk ruglar
saman reitum sinum og hefur búskap
samhliða náminu. Nú, og samkvæmt
lögmáli lifsins fjölga þau mannkyn-
inu, en þá fer málið að vandast.
Útgjöldin aukast og erfinginn þarfn-
ast umönnunar. Hjónakornin þurfa
að leggja meira á sig til að geta haldið
heimili og stundað námið. Þannig
hittist á að hundraöasti stúdentinn
sem brautskráðist frá Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja var búandi og
móðir, Helga Björk Þorsteinsdóttir,
sem á tveggja ára dóttur, Sigurrósu
aðnafni.
„Ég varð aö fá lánaða stúdents-
húfuna hjá vini mínum Ómari Jóns-
syni, sem var stúdent númer eitt frá
F.S., vegna þess að ég var alls ekki
viss um að mér tækist að ná báðum
áföngunum í frönskunni,” sagði
Helga Björk i stuttu spjalli eftir
brautskráninguna, „en þaö hafðist,
svo maðurinn minn, Kristinn Arnar
Guðjónsson, getur andað léttar og
snúið sér að þvi að ná sama áfanga.”
Helga, sem var á félagsfræðibraut,
sagðist hafa slegið náminu á frest i
eitt ár þegar dóttirin fæddist.
Kristinn nam á meðan við skólann,
en fór siðan að vinna til að sjá fjöl-
skyldunni farborða, en getur nú tekið
til við námið, „því ég hyggst ekki
fara í skóla í haust. Þetta er gott í
bili, en helzt stefnir hugurinn til
þroskaþjálfanáms ef aöstæður leyfa.
Annars vil ég að það komi fram, að
auðvitað mæðir námið alltaf meira
og minna á fjölskyldum viökomandi
aðila. Skólagangan hefði verið okkur
um megn ef tengdaforeldrarnir
hefðu ekki létt undir með okkur i
ýmsumefnum.”
-emm
\