Dagblaðið - 25.06.1981, Page 9

Dagblaðið - 25.06.1981, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ1981. i Erlent Erlent Erlent Erlent I Skiptar skoðanir á skipan kommúnista í stjóm Frakklands: Ráðamenn Moskvu ánægðir en Banda- ríkjamenn óhressir Bandaríkjamenn sögðu í gær að aðild kommúnista að rikisstjóm Frakklands muni hafa áhrif á , ,tón og innihald samskipta okkar sem bandamanna.” Stjórn Ronalds Reagan gaf út var- fæmislega orðaða yfirlýsingu eftir heimsókn Georges Bush, varaforseta Bandaríkjanna, til Frakklands. Þar lét Bush hafa það eftir sér að aðild kommúnista að hinni nýju rikisstjórn Frakklands hlyti að valda banda- mönnum Frakka áhyggjum. f yfirlýsingu bandariska utanrikis- ráðuneytisins sagði: „Jafnframt því sem við viðurkennum fyliilega og virðum rétt ríkisstjómar Frakklands til að ráða eigin samsetningu þá er það staðreynd að aðiid kommúnista að þessari rikisstjóm, eða sérhverri annarri rikisstjóm bandamanna okkar í Vestur-Evrópu, mun hafa áhrif á tón og innihald samskipta okkar sem bandamanna.” Síðar í yfirlýsingunni sagði: „Frakkland er þýðingarmikili banda- maður og vinur Bandarikjanna . . . Við fögnum tækifærinu tU að halda áfram ágætu sambandi þjóðanna.” í fyrstu var skipan kommúnista í frönsku ríkisstjórnina getið án athugasemda af Kremlverjum. En i gærkvöldi var skipaninni fagnað í Moskvu-útvarpinu og sagt að hún sýndi að hin andkommúniska stefna sem boðuð hefði verið af hægri öflum í Frakklandi og annars staðar hefði beðið algert skipbrot. „Ef þjóðin villerég reiðubúinn” — segir Rajai, sem þykirlíklegastur tilaðverðanæsti forseti írans Mohammed Ali Rajai forsætis- ráðherra írans þykir líklegastur til að taka við forsetaembættinu af Bani-Sadr sem síðastliðinn mánudag var vikið úr embætti af Khomeini trúarleiðtoga írans og 'æðsta ráðamanni þar í landi. Forsetakosningar veröa haldnar 24. júlí næstkomandi og þá sagði Rajai í blaðaviðtali: „Ef þjóðin óskar þess þá er ég reiðu- búinn að verða forseti.” Rajai er 48 ára gamali fyrrum stærðfræðikennari í mennta- skóla, og sætti pyntingum á valdatíma Reza Pahlavi keisara. Hann varð forsætisráðherra á síðastliðnu ári, skömmu eftir upphaf stríðs írans og íraks, og hefur síðan átt í nær stöðugum útistöðum við Bani- Sadr forseta. REUTER Aðild kommúnista að frönsku ríkisstjórninni hefur vakið mikla athygli og eru ekki allir jafnhrifnir af þeirri ákvöröun franskra sósiaiista að bjóða kommúnistum fjögur sæti í ríkisstjórninni. Á myndinni heilsast þeir Georges Marcháis, leiðtogi Kommúnistaflokksins (til hægri) og Lionel Jospin, framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins. Ógnaröldinni í Uganda er ekki lokið: HERMENN MYRTV 55 MANNS Á TRÚBODSSTÖD íUGANDA Hermenn Uganda myrtu 55 manns og særðu hundrað til viðbótar i gær er þeir réðust á trúboðsstöð i Vestur- Nílarhéraði að því er starfsmaður Rauða krossins á stöðinni sagði. Starfsmaður alþjóðlega Rauða krossins (ICRC) sagði fréttamönrtum i Kampala að 25 starfsmenn Ombachi-trúboðsstöðvarinnar, flest- ir þeirra Frakkar, legðu upp með hina særðu frá trúboðsstöðinni í dag. Hann sagði að skotbardagar hefðu staðið á milli stjórnarhermanna og skæruliða áður en árásin var gerð. Stjórnarerindrekar i Kampala sögðu að árásin hefði verið gerð I þeirri trú að særðir skæruliðar hefðu fengið umönnun á stöðinni. Starfsmaðurinn sagði að vegna nýlegra bardaga i Vestur-Nilarhéraði, heimahéraði Idi Amins, fyrrum einræðisherra í Uganda, hefðu um 10 þúsund manns leitað hælis hjá trú- boðsstöðinni. Stjórnarerindrekar í Uganda segja að stjórnarhermennirnir, sem séu illa agaðir, án matar, peninga og liðsfor- ingja, hafi yfirgefið stærsta hluta héraðsins og látið hann eftir skæru- liðum, sem flestir eru fyrrverandi liðsmenn í her Idi Amins. Menn höfðu gert sér miklar vonir um að endi yrði bundinn á ofbeldið í Uganda þegar Milton Obote var kjör- inn forseti landsins í vetur og lýsti þvi þá yfir að hann mundi vinna að þjóðarsátt í landinu. Forsetanum virðist hins vegar algjörlega hafa mis- tekizt þetta ætlunarverk sitt. Strax að loknum kosningunum báru andstæð- ingar hans fram þær ásakanir að þær hefðu ekki farið heiðarlega fram og kom til mikilla óeirða i landinu af þeim sökum. Ofbeldi hefur síðan verið daglegt brauð i landinu og stjóm Obote hefur mætt mjög harðri andstöðu. Brúökauj ferð og Júgóslavíu? Karl Bretaprins og lafði Diana Spencer munu eyða hveitibrauðsdög- unum á eyju fyrir utan Júgóslaviu eftir brúðkaupið 29. júlí næstkomandi. Það er enska dagbiaðið News of the World sem fullyrðir þetta. Bucking- ham-höll hefur hins vegar ekkert viljað láta hafa eftir sér um þetta efni og þar fást þau svör ein að „við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um brúð- kaupsferðina.” Bush er úhyggju- fullur George Bush varaforseti Bandarikj- anna sagði eftir viðræður við Mitter- rand Frakklandsforseta í gær að aðild kommúnista að ríkisstjórn Frakklands ylli bandamönnum Frakka áhyggjum þó skipan ríkisstjórnarinnar væri innanríkismál Frakka. Helmut Schmidt, kanslari V-Þýzka- lands, sagðist hins vegar þeirrar skoðunar, að skipan kommúnista i fjögur ráðherraembætti í ríkisstjóm Frakklands ætti ekki aö valda erfiðleik- um varðandi samskipti austurs og vesturs í Evrópu. Dayan: Viö getum smíðaö kjarnorku- vopn Moshe Dayan, fyrrum utanríkisráð- herra ísraels, sagði í gær að ísraels- menn væru færir um að smíða kjam- orkuvopn og myndu láta verða af því ef arabar kæmu sér upp slíkum vopn- um. Þetta kom fram í viðtali er italska sjónvarpið átti við Dayan. Dayan, sem býður fram sjálfstætt framboð við þingkosningarnar í ísrael 30. júní næstkomandi, sagði að ísraels- menn hefðu háð sjö stríð án þess að nota kjarnorkuvopn. Aðstaðan hefði hins vegar gjörbreytzt nú þegar sá möguleiki væri fyrir hendi að leiðtogar eins og Muammar Gaddafi í Líbýu og Saddam Hussein í írak kæmu sér upp kj arnorkuvopnum. Dayan sagði hins vegar að Israels- menn yrðu ekki fyrri til að hefja smíði kjarnorkuvopna en þeir væru færir um að gera það á mjög skömmum tíma. Brésnef boðinn til Vestur- Þýzkalands Sovézki flokksleiðtoginn Leonid Brésnef mun heimsækja Vestur- Þýzkaland einhvern tima á fjórum síð- ustu mánuðum þessa árs i boði Helmuts Schmidt, kanslara, að þvi er greint var frá í Vestur-Þýzkalandi í gær. Nákvæm tímasetning heim- sóknarinnar verður ákveðin eftir aö vestur-þýzka þingið kemur saman eftir sumarhlé.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.