Dagblaðið - 08.07.1981, Page 28

Dagblaðið - 08.07.1981, Page 28
EBE-menn komnir tll viðræðna hér: „Staða bandalagsins byggist á hótunum" — segir Pétur Guðjónsson formaður Fél. áhugamanna um sjávamtvegsmál „Ennþá einu sinni eru fulltrúar rík- ustu iðnríkja heims komnir til fátækl- inganna á íslandi til að heimta úr hendi þeirra hlutdeild í þeirri einu auðlind, sem gerir lff á fslandi mögulegt,” sagði Pétur Guðjónsson, formaður Félags áhugamanna um sjávarútvegsmál, í viðtali við DB í morgun um viðræður við Efnahagsbandalagið, sem hér fara fram. „Málið er allt auðvirðilegt, þar sem þessir aðilar eru að ráöskast með auð- lindir Grænlendinga sér til handa til að komast aftur inn i íslenzka landhelgi. Enginn nema íslendingar geta nýtt haf- svæðið milli fslands og Grænlands á eðlilegum efnahagsgrundvelli, vegna fjarlægðar frá heimahöfnum og ill- viðra. Samningsstaða EBE byggist á hótunum um fjáraustur i óarðbæran atvinnuveg, sem á að hræða íslendinga til að þola afarkosti. Efnahagsbanda- lagið verður að láta af þessari.kröfu- gerð á sama tima og við gefum þjóðum þess hér varnaraðstöðu á vegum Nato. Ef EBE lætur ekki af þvi, liggur beinast við fyrir fsiendinga að krefjast endur- mats á allri varnaraðstöðunni,” sagði Pétur. Hannes Hafstein, formaður fslenzku samninganefndarinnar, sagði f morg- un, að „enn” hefði lítið verið rifizt í viðræðum við EBE en að því gætí komið. Reynt væri að semja um, hvernig fiskstofnunum skyldi skipt milli EBE og fslands og gera ramma- samning um fiskverndun fyrir framtíð- ina. Um væri að ræða karfa, rækju og loðnu að nokkru leyti. EBE-menn komu f gær. Ekki tókst i morgun að ná tali af formanni samninganefndar þeirra. . HH Akureyri: Skellinaðra og bíll í árekstri Skellinaðra og bifreið rákust saman kvartaði um eymsli í handlegg og var á Tryggvabraut á Akureyri móts við fluttur á sjúkrahús. Ekki er talið að Esso-Nesti laust eftir kl. 21 í gær- meiðsli hans séu alvarleg. kvöldi. Piltur, sem ók skellinöðrunni, -KMU Tveir merktir hrafnar gera sér dælt við íbúana að Langagerði 19: GESTIRNIR GODIR EN DVÖLIN FULL LÖNG Á vetrum er ekki óalgengt að hrafnar leiti til byggða í leit að æti, en öllu sjaldgæfara er að þeir geri sér ferð á mannanna fund um hásumarið. Tveir hrafnar tylltu þó niður fæti á húsi númer 19 við Langagerði á sunnudag og þar hafa þeir haldið sig síðan. Þeir eru merktir á fótum og líklega hafa þeir sloppið úr gæzlu einhvers, því spakir eru þeir með eindæmum. Hrafnarnir fljúga gjarnan stutta stund um ná- grennið og setjast á nærliggjandi þök og reykháfa, en leita ávalít til sama hússins aftur. Þótt hjónunum í númer 19, Stefáni Guðbergssyni og Sigríði Hjartar, sé vel til gestanna er þeim farin að þykja dvöl þeirra helzt til löng. Meira að segja börnin eru hætt að kippa sér upp við hrafnana og veita þeim litla athygli. Það er helzt að krummi minni á sig þegar hann dritar fram af húsinu. Þá er eins gott að vera ekki fyrir neðan. -SA/DB-mynd Sig. Þorri. KAUP STARFSMANNA Á ARN- ARFLUGIHF. ER ÚR SÖGUNNI lokaákvöröun tekin á fundi á morgun Kaup starfsmanna Arnarflugs hf. á fyrirtækinu eru úr sögunni sam- kvæmt heimildum DB. Þeir, sem áhugasamastir voru um þessi kaup meðal starfsmanna á sfnum tima, hafa skoðað málið frá ýmsum hliðum. ,,Ég hygg að það sé sam- dóma álit aö ennþá sé talið mjög vafasamt hvernig bezt sé að þróa þetta,” sagði Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Amarflugs hf. i viðtali viö DB. Þrir eða fjórir val- kostir hafa einkum verið kannaðir í sambandi við kaup starfsmanna á félaginu og þykir enginn fýsilegur. Fyrsta alvarlega fyrirstaðan, sem menn virtust ekki hafa gert sér ljósa fyrirfram, var varahlutaeign, sem Flugleiðir hf. töldu eðlilegt að fylgdi kaupunum ef úr þeim yrði. Eignarhlutföllin í Arnarflugi eru talin verða þannig að hlutur Flug- leiða hf. verði 40% og hiutur Sam- bandsfyrirtækja verði einhvers staðar á bilinu 22—30%. Samvinna þessara aðila tryggi Flugleiðum tvo menn í stjórn og verði annar þeirra stjórnar- formaður. Hlutafjáreign starfs- manna og annarra hluthafa verður þá áhrifalitil um stjórn og rekstur. Flugleiðir hf. gera ekki kröfu til þess að varahlutalagerinn verði eign Arnarflugs hf., heldur áfram í eigu Flugleiða hf. sem þá annist allt við- hald fyrir Arnarflug hf. Engin alvarleg samkeppni af hálfu Amarflugs hf. við Flugleiðir hf. er inni i þessu dæmi. Þá em Flugleiðir hf. með þessu lausir frá skilyrðum um sölu til starfsmanna Arnarflugs hf. sem á sinum tíma var sett meðal annarra. Fundur verður um málð annað kvöld og er talið að þar verði form- lega tekin ákvörðun um að starfs- menn vilji ekki kaupa Arnarflug hf. - BS fijálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ1981. Tómata- verðstríð Verðstríð virðist vera hafið á tómöt- um í Reykjavík. Sölufélag garðyrkju- manna auglýsti um heigina nýtt heild- söluverð á tómötuin. Lækkaöi það þá um nærri helming eða 40% rúm, úr 30 krónum í 17. Var jafnframt tilkynnt að verðlækkunin stæði aðeins i nokkra daga. Síðan þá hafa. verzlanir og gróð- urhús verið að lækka verðið til skiptis. Þannig greindi útvarpið frá því á mánudag að verðið væri þetta 22—26 krónur fyrir kilóið. Gróðrarstöðin Akur kom óðar með athugasemd og sagði að hjá sér kostaði tómatakílóið aðeins 20 kr. 1 allan gærdag dundu svo auglýsingar i útvarpi frá Blómavali við Sigtún um að þeir seldu tómatana á 19 krónur kflóið. Álagning á tómötum er frjáls þannig að haldi svona áfram gæti verðið komizt niðrundir heildsöluverð seinast f vikunni. DS. ÍDAG ER SPURNINGIN: í hvaða dálki, á hvaða blaðsfðu er þessi smáauglýsing f blaðinu i dag? Pallur og sturtur. Vörubflspailur og sturtur i góðu ásigkomulagi fyrir 10 hjóia bfl óskast til kaups. Uppl. í sfma 98-1805. Hver er auglýsingasimi Dagblaðs- ins? sjA nánarAbaksíðu BLAÐSINS Á M0RGUN Vinningur vikunnar: Tíu gíra reiðhjól frá Fálkanum hf. Vinningur I þessari viku er 10 gira Raleigh reiöhjói frú Fálkan- um, Sudurlandsbraut 8 í Reykja- vlk. í dag er birt á þessum staö i biaðinu spurning, tengd smáaug- lýsingum blaðsins, og nafn heppins áskrifanda dregið út og birt l smá- auglýsingadálkum á morgun. Fylg- izt vel með, áskrifendur, fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegu reiðhjóli rtkari. hressir oetur.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.