Dagblaðið - 20.07.1981, Síða 12

Dagblaðið - 20.07.1981, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ1981. BIABIB fzýáist, úháð dagblað Útgofandi: Dagblaðiö hf. \ ^ “ Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoóarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjóman Jóhannos Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atii Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hókonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrísson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Svoinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorlerfsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hall dórsson. Drorfingarstjóri: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Ifnur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Slðumúla 12. Mynda- og plötugorö: Hilmir hf., Siöumúia 12. Prentun: Árvakur hf., Skoifunni 10. Askriftarverð á mánuði kr. 80,00. Verð í lausasölu kr. 5,00. Sumirgetalært Valdamenn á íslandi eiga yfirleitt mjög erfitt með að viðurkenna mistök sín. Þeim finnst niðurlægjandi að láta almenningsálit beygja sig af rangri braut inn á rétta. Þeir streitast við að halda í metnaðinn. Heilbrigðisyfirvöld streitast við að halda í undan- þágu Mjólkursamsölunnar til að selja neytendum súra og fúla mjólk. Borgaryfirvöld streitast við að grafa upp Torfubrekkuna, þótt rökstudd mótmæli njóti al- menns stuðnings. Mjög fáir valdamenn átta sig á, að þeir verða menn að meiri fyrir að viðurkenna mistök og kúvenda af hinni röngu braut. Slíkt gerðist þó í síðustu viku, þegar ráðamenn Bandalags starfsmanna ríkis- og bæja breyttu um sumarhúsastefnu. Þeir höfðu þá um skeið staðið í samningum við danskt fyrirtæki, sem átti eitt hæstu tilboðanna, þegar boðin voru út 15 sumarhús að Eiðum á Fljótsdalshér- aði og önnur 15 eins að Stóru-Skógum við Munaðar- nes. Eftir mikla gagnrýni ákváðu ráðamenn BSRB að hætta þessum samningum og bjóða húsin út að nýju og þá væntanlega með útboðslýsingu við hæfi. Þar með viðurkenndu þeir, að fyrra útboðið hafði verið gallað af þeirra hálfu. Hofmóður valdamanna skein þó örlítið í gegnum fullyrðinguna um, að „hávaðinn” í Dagblaðinu út af málinu hefði engin áhrif haft á stefnubreytinguna. En það er skárri og skiljanlegri hofmóður en þeirra, sem ekkert vilja læra. í útboðum eru settar fram ákveðnar kröfur, sem eru í samræmi við þarfir verkkaupa. Síðan er tekið lægsta tilboði af þeim, sem eru talin vera í samræmi við kröf- urnar, er settar voru fram í útboðslýsingu. Undantekningar á þessu eru mjög fáar og byggjast einkum á efasemdum um, að verktaki hafi bolmagn eða reynslu til að vinna verkið samkvæmt tilboði. Þá verður lægsta tilboðið stundum að víkja fyrir hinu næstlægsta. Eftir viðtöku tilboða í sumarhúsin virðist ráðamönn- um BSRB skyndilega hafa dottið í hug, að húsin þyrftu að vera miklu vandaðri en lýst var í útboði. Þau ættu að hafa þrefalda glugga og óvenju mikla einangrun. Þess vegna voru ekki hafnir samningar við þá hinna 21 tilboðsaðila, sem lægstir voru — á um það bil 5,5 milljónir nýkróna. í staðinn var farið að ræða við einn af þeim, sem hæstir voru — á um það bil 8 milljónir nýkróna. Lægstu tilboðsaðilarnir voru íslenzkir og höfðu gott orð á sér, þar á meðal einn fyrir byggingu vandaðra sumarhúsa fyrir BSRB. Þeir töldu auðvitað ranglátt af BSRB að ræða bara við danskan aðila úr hópi hæst- bjóðandi. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagði í gremju sinni, að það væri ,,ekki hlutverk BSRB að styrkja íslenzkan iðnað sérstaklega” og að BSRB eigi ekki „að fara að greiða niður innlendar iðnaðarvörur”. Þetta var ógætilega sagt, eftir að íslenzkur iðnaður hafði átt öll lægstu tilboðin, sem stóðust gæðakröfur útboðs BSRB. Ekki var verið að biðja um fríðindi fyrir iðnaðinn, heldur aðeins, að ekki væri hrækt framan i hann. Nú er málið blessunarlega leyst með nýju útboði, sem BSRB getur væntanlega staðið við. íslenzkur iðnaður fær þá nýtt tækifæri, því að mikið svigrúm er til gæðaaukningar milli 5,5 og 8 milljón nýkróna. Og BSRB-menn eru menn að meiri. VEGAMAL í GARÐABÆ Á hverjum tíma geta komið upp hin ótrúlegustu deilumál, sem oft verða svo flókin og furðuleg, að venjulegu fólki vefst tunga um tönn. Garðbæingar hafa ekki farið var- hluta af slíku. Hér er að sjálfsögðu átt við þær deilur, sem staðið hafa um svokallaðan HafnarfjatQarveg og umferðina í gegnum Garðabæ. Þetta mál hefur tekið á sig ýmsar myndir og fullyrða má, að hikið, fumið og þvermóðskan hjá þeim aðilum, sem ákvörðunarvaldið hafa, sé nánast óþolandi og öllum til tjóns og armæðu. En um hvað er þá deilt? Það er sjálfsagt mörgum enn í fersku minni, þegar Hafnarfjarðar-, vegur var breikkaður í Kópavogi og hvaða áhrif það hafði á bæjarlífið. Sá er þó munurinn í Kópavogi og Garðabæ, að í Kópavogi var ekki hægt að lagfæra veginn á annan hátt en gert var, en í Garðabæ er slíkt auðvelt og betra en að breikka veginn eins og nú er verið að gera. Hér er átt við svokallaða sjávarbraut, þ.e. að leggja veginn niður með sjónum, sem hefði það m.a. í för með sér, að umferðin yrði greiðari og hættu- minni og heildarsvipur byggðar í Garðabæ fallegri og samfelldari. Sá hluti Hafnarfjarðarvegar, sem liggur um Garðabæ, yrði innanbæjarvegur og tengibraut við Hafnarfjörð. Þau rúmlega þrjú ár, sem liðin eru af kjörtímabili núverandi bæjar- stjórnar, hefur mjög mikill tími farið í umræður um vegamálin og því miður oft einkennst af leiðinda karpi. Afstaöa í bæjarstjórn í upphafi kjörtímabilsins var breikkun vegarins hafnað af allri bæjarstjóm. Meirihluti bæjarstjórn- ar, þ.e. sjálfstæðismenn, greiddu þeirri tillögu þó ekki atkvæði með glöðu geði. Ástæðanvareinfaldlega sú, að meirihluti atkvæðabærra Garðbæinga hafði mótmælt breikkuninni. Þegar þessi fram- kvæmd var í undirbúningi 1978 má segja, að farið hafi verið að skipu- lagslögum, teikningar af veginum 0 „Lögboðinn réttur íbúanna til að segja álit sitt á framkvæmdunum var fótum troðinn.” r Friðarhreyfingin og risaveldin Takmörkuð umræða „Mikilvæg umræða” er titill leiðara Þjóðviljans 12. júlí. Þar er átt við umræður um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd og Mið-Evrópu. Mikil ósköp — víst er hún mikilvæg. En þá ekki hvað síst ef hún er víð- feðm og laus við slagsíðu gagnvart öðru hvoru risaveldinu. Við getum ekki gefið okkur fyrirfram að bæði umræðan og friðarstarfið hamli, stríði vegna þess að góðvinir beggja risaveldanna reyna að móta hreyfing- una í þágu annars hvors nátttröllsins. Varla er tilviljun að austur-þýski „verkamannaflokkurinn” skuli hafa sent sérstaka flokkssendinefnd til þess að taka þátt í Friðargöngunni í Evrópu? Ég nefni þetta allt hér til þess að slá dálítið á uppblásna hrifningu Þjóð- viljans og fleiri, — á gagnrýnisleysið og einsýnina. Umræðan er enn mjög takmörkuð. Gleymdar hliðar Það mætti minnast á að stríðshætt- an og drápsógnanir stafa ekki af kjarnorkuvopnunum einum. Kjallarinn Ari T. Guðmundsson Fækkun kjarnavopna léttir ekki á hagsmunaárekstrum risaveldanna og kapphlaupi um allan heim. Fækkunin gæti hins vegar leitt til vægari áhrifa styijaldar. Hvers vegna að láta eins og fækkun kjarnavopna sé aðalatriðið? Auk þess ætti friðar- hreyfing að láta sig ófrið risaveld- anna um þessar mundir einhverju skipta. Þjóðarmorð og staðbundinn ófriður núna er ekki eitt og heims- friðurinn annað. Baráttan á að bein- ast að því að koma i veg fyrir átök risaveldanna með því að standa hvar- vetna í vegi fyrir þeim núna. Hver hagnast á því að kröfur um brottför Sovétmanna frá Afganistan eða engin afskipti Bandaríkjanna af E! Salvador er ekki að finna í aðgerðum friðarhreyfingarinnar? Megineinkenni umræðunnar af hálfu forkólfa friðarhreyfingarinnar eru feitletraðar (stundum réttmætar) ásakanir um striðsundirbúning á hendur NATO og Bandarikjanna, en fremur afsakandi og villandi umsögn um Sovétmenn og Varsjárbanda- lagið. Meir að segja krafan um eyðingu SS-20 — flauga Sovétmanna er lítið áberandi, þó svo að þeir einir ráði yfir slikum meðaídrægum kjarnaflaugum við Evrópu (um 700 stk.) í bili. Kannski hafa of fáir enn gert sér grein fyrir eðli og vígbúnaði Sovétrikjanna innan hreyfingarinnar. Hafi menn NATO á hreinu er þeim mun meiri ástæða til að draga fram V

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.