Dagblaðið - 20.07.1981, Síða 13

Dagblaðið - 20.07.1981, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1981. Kjallarinn Orn Eiðsson voru hengdar upp dl sýnis og fbúunum gert kleift aö segja álit sitt á málinu. Ekkert gerðist nú í vegamálinu fyrr en í ársbyrjun 1980. Þá gerðu minni- og meirihluti bæjarstjórnar með sér samkomulag um lagfæringar á hluta vegarins um Garðabæ og jafnframt var samþykkt að hefja íagningu sjávarbrautar. Einnig var lögð áhersla á að hraða lagningu Reykjanesbrautar eftir mætti. Minniþluti bæjarstjórnar, þ.e. fulltrúar Alþýðubandalags, Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks töldu, að umrætt samkomulag heföi verið svikið, sérstaklega hvað snerti framkvæmdir við sjávarbraut. Of langt mál er aö fara út í það nánar hér. En hvað um það, framkvæmdir voru stöðvaðar haustið 1980. Nú er komið að síðasta þætti máls- ins, sem er núverandi framkvæmdir, þ.e.a.s. breikkun Hafnarfjarðar- vegar í núverandi legu, en þær voru samþykktar með atkvæðum sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn Garða- bæjar gegn atkvæðum minnihlutans, er m.a. taldi, að hér væri ekki farið að skipulagslögum. Lögboðinn réttur íbúanna til að segja álit sitt á fram- kvæmdunum var fótum troðinn. Biðstaða er i vegamálunum í Garðabæ til 1. september. Það er einlæg von mín, að meirihluti sjálf- stæðismanna i bæjarstjórn Garða- bæjar sjái að sér og fari að óskum félagsmálaráðherra um að ganga frá skipulagslegum atriðum varðandi legu hins umdeilda vegar. örn Eiðsson bæjarfulltrúi. HJÚKRUNARHBMIU Á tveimur stöðum á iandinu er verið að reisa hjúkrunarheimili fyrir aldraða, í Kópavogi og Hrafnistu i Hafnarfirði. Fyrri stofnunin mun hafa 40 vistpláss en hin nær helmingi fleiri eða 79 pláss. Er hér um verulegt átak að ræða og ber að þakka forgöngumönnum mikið og óeigin- gjarnt starf. Þá er Reykjavikurborg að reisa hús hjá Heilsuverndarstöðinni fyrir aldraða og geðveila og svo er það B- álman — hún kemur á sinum tíma — hún er á leiðinni. Virðist svo, sem þjóðin sé farin að rumska, enda ekki seinna að vænna, en fyrir ótal marga kemur hjálpin of seint. Biðin var of löng. Tilgangslaust er að hafa stór orð um vanefndir, fyrirhyggjuleysi og slóöaskap, — alveg tilgangslaust.Staðreyndin er sú, að íslendingar vilja flestir lifa sem lengst, en að verða gamall, hrumur og hjálparþurfl, það vilja þeir ekki, og halda flestir, að þeir lendi aldrei í sliku, þeir muni sjá um sig og sina. Þannig er hugsað og svo fer sem fer. Við höfum árangurslaust reynt að benda á hvert stefnir, nú eru menn farnir að reka sig illilega á hvemig komið er og nú skal allt gera fyrir alla, helst á morgun. Fjögra ára tíma- Kjallarinn Gfsli Sigurbjttrnsson Hjúkrunarheimili aldraðra f Kópavogi. bili er að ljúka á næstunni, borgar-, bæjar- og sveitarstjórnakosningar, og nú verður farið að lofa öllum öllu, ekki sist aidraöa fólkinu, atkvæði þess eru mikils virði, en loforðin þeirra voru oft ekki mikils virði þegar áreyndi. öld aldraðra? Um aldamótin síðustu var taiið að þessi öld yrði öld barnanna. Þá komu barnaiæknar, vöggustofur, fóstrur, sálfræðingar og margt fleira. Nú er farið að tala um öld aldraðra, gera- trie, geromtologie, öidrunarsjúklinga öldrunardeildir, öldrunarlækna o.fl. o.fl. Breytingin er á öllum sviðum. Dvalarheimili er oft reist í sam- bandi viðsjúkrahúsið. Þetta telja þeir afar sniðugt, sparar, hentugt, en hér tel ég að sé farið út á villigötur. Dvalarheimili er fyrir fólk, aldrað meö sæmilega heilsu, en veikt fólk, yngri sem eldri, þarf að fá pláss á sjúkrahúsum, hjúkrunardeildum þeirra. Á Alþingi er frumvarp um vistunarmál aldraðra, um það mun Heimilispósturinn skrifa siðar. Reynsla min er sú, aö best sé að fara varlega í að gefa ráð, þeir og þær, vita allt betur, nú geta þau gert það sem ógert er, en það sem gert hefír verið, þar er svampurinn notaður óspart, ekkert hefir verið gert, en nú erum við komin, og nú er sagt — nú get ég. — Á sextíu ára afmæli Grundar, á næsta ári, þá er það von okkar á Grund að einhver söfnuður kirkj- unnar í Reykjavíkurprófastsdæmi komi upp sjálfseignastofnun, dvalar- heimili fyrir aldraða, likt og braut- ryðjendurnir gerðu fyrir nær sextiu árum. Ef nokkrir söfnuðir gera slikt á næstu árum, þá myndu litil dvalar- heimili geta gert ómetanlegt gagn. Gísli Sigurbjörnsson forstjóri. Atkvæði aldraðra eru mikils virði en loforðin voru oft lítils virði. takmarkanir umræðunnar og gleymdu hliðarnar. Stríðshættan Hernaðarmáttur risaveldanna er deiluefni. Tölur eru margar, útskýr- ingar margar og nóg er til af „hlut- lausum” sérfræðingum sem einir manna hafa engar pólitískar skoðanir. Hér á landi minnir Morgunblaðið okkur daglega á vax- andi vígbúnað Sovétríkjanna. en Þjóðviljinn notar hentugar heimildir til þess að sýna að þar sé mjög mjög orðum aukið og bendir á augljósan fjörkipp í vígbúnaði NATO (Reagan, Thatcher o.s.frv.). En hver er heildarmyndin og hvað segir hún okkur um stríðshættuna? Hin nýja og herskáa stefna Banda- ríkjastjórnar er andsvar við a.m.k. 5 ára sókn Sovétríkjanna á öllum t þessari þróun felst stríðshættan, en ekki i einingafjölda í vopna- búrum, yfirráðum yfir kjarna- vopnum eða illmennsku og heimsku einhverra ráðamanna. Misskilningur um stríðshættuna Venjuleg vopn beggja risavelda- bandalaganna búa heri þeirra gifur- legum sóknar- og varnarmætti. Sama má segja um kjarnavopnin. Nýja friðarhreyfingin lætur eins og stríðs- hættan sé í beinu hlutfalli við stærð vopnabúranna, oft aðeins í beinu hlutfalli við fjölda og uppröðun kjarnavopnanna. Auðvitað skiptir stærðin máU. en hún er ekki aðal- atriðið. Auk þess að gleyma ekki venjulegu vopnunum er brýnt að halda fast við að stríðshættan stafar £ „Ýtiö því með okkur, gott fólk.” sviðum. Á hernaðarsviðinu hafa þau nálgast Bandaríkin (og sums sums staðar komist fram úr þeim) margfalt hraðar þessi 5 ár en heilu áratugina þar á undan. Sovétmenn eyða vegna þessa mun meira fé til vígbúnaðar en Bandaríkjamenn, bæði í heild og miðað við þjóðarframleiðslu. Og hún verður brátt 3/4 hlutar þjóðarfram- leiðslu Bandaríkjanna. Með öðrum orðum: Hernaöarlega öflugt rísa- veldi, í örum efnahagsvexti og með herskáa utanrikisstefnu, er farið að ógna áratuga einokunarstöðu Banda- rikjanna i heiminum. Viðbrögð Bandarikjanna herða auðvitað á kapphlaupinu. og þannig koll af kolli. aðallega af innbyrðis samkeppni risa- velda sem beita hvers kyns ofbeldi i eiginhagsmunaskyni. Strið er fram- hald hversdagslegrar pólitfkur. þegar hún dugar risaveldinu ekki lengur. Þetta má sjá á 1. og 2. heimsstyijöld- inni. í hvorugt sinnið var Þýskaland voldugasta efnahags- eða herveldi heims — heldur vei vopnað, ungt og ört vaxandi stórveldi sem varð að grípa til vopna ef það átti að tryggja sér sæu við uppskiptaborðið. Verkefni friðarhreyfingar í ljósi þessa má staðhæfa að bit- mikil friðarhreyfing verður að vera \ miklu víðsýnni en nú er. í fyrsta lagi verður hún að berjast fyrir kjarn- orkuafvopnun og þá gegn báðum risaveldunum. f öðru lagi verður hún að berjast samtímis gegn venjulegum vígbúnaði risaveldanna, er myndar ávallt burðarásinn í styrjöld sem háð er í efnahagslegum og pólitískum til- gangi, og fyrir sjálfstæðum og alþýð- Iegum landvörnum smáríkja. í þriðja lagi verða kröfur um kjarnorkuvopnalaus svæði að ná inn á landsvæðin þar sem skotflaug- arnar eru, ekki síður en til svæða sem eru skotmörk af ýmsum ástæðum. í fjórða lagi verður að styðja þjóðfrelsisbaráttu 3. heimsins og þora að vinna með reisn gegn fólsku- verkum risaveldanna núna, — og á það ekki hvað síst við um Sovétrikin sem heyja fleiri en eitt „Vietnam- stríð” um þessar mundir. I fimmta lagi verður að styöja viðleitni iðnaðarríkja til sjálfstæðari efna- hags- og hernaðarstefnu gagnvart risaveldunum og vinna gegn fjöl- þjóðahringum sem standa að baki bandarískum yfirvöldum. Verkefnin eru fleiri. Vissulega er ekki hægt að ímynda sér að ein samtök myndi friðarhreyfinguna og hafl allt þetta á sinni könnu. Þar hljóta flokkar, verkalýðssamtök friðarsamtök, ríkisstjórnir o.fl. að koma við sögu. En það er Iágmarks- krafa að samtök á borð við fjölmörg friðarsamtök eða Samtök herstöðva- andstæðinga viðurkenni þessi verkefni og haldi uppi umræðu um þau. Nú er því miður látið eins og kjarnorkuvopnalaus skotmörk Sovétríkjanna í Evrópu sé eina fram- lagið til friðar sem vert sé að vinna að. Greyið ísland Ólafur Ragnar, Magnús Guð- mundsson, Jón Ásg. Sigurðsson, APN og fleiri aðilar eru iðnir við að útskýra nýja baráttulist NATO á Atlantshafinu: Árás á Sovétríkin Iangt norðaustur fyrir GIUK-línuna (milli íslands og Bretlands). Þeir segja satt og geta meira að segja borið ummæli flotamálaráðherra Reagans fyrir þessu. ísland á að gegna lykilhlutverki. Reyndar gerir þetta lið lítið úr því að nýja baráttu- listin er auðvitað á undirbúningsstigi, framkvæmdir og flotauppbygging telcur nokkur ár, en útlistanimar eru samt þarflegar. Þá vakna margar spurningar. Úr því að Bandaríkjamenn þurfa að ýta átakalínunni lengra norður hlýtur hún að hafa verið I GIUK-hlið- inu (og er þar enn) eins og Kommúnistasamtökin hafa sagt í nokkur ár. Munu Sovétmenn ekki svara með því að reyna að koma í veg fyrir að hún færist? Vill Ólafur og kó ekki upplýsa okkur í leiðinni hver baráttulist Sovétmanna ei hér á N- Atlantshafinu og hvaða þýðingu hefur hún fyrir baráttuna? Ólafur og kó (og Samtök herstöðvaandstæð- inga) hljóta að skilja útbreidda tor- tryggni í eiginn garð, ef þeir upplýsa þetta ekki. Og hvað með litla, friðsamlega Island? Það dregst inn í hugsanleg átök, hvort sem aðalátakasvæðið er í GIUK-hliðinu eða norðan þess (kannski sunnan?). Allir verða líka að viðurkenna að vera landsins í NATO og herstöðvarnar hér ráða nokkru um hvernig útreið við fáum — en ekki öllu. Hvorugt risaveldið gæti látið 100 þús. ferkm hólma á átakasvæðinu eiga sig. Þá erum við komin að öllum bannorðunum í umræðunni. Rokksbleyðurnar Flokkarnir láta eins og NATO- aðildin eða úrsögn úr NATO sé eina úrskurðarmálið I íslenskum öryggis- málum. í suútshætti sínum, hræðslu eða sérhagsmunapoti leita þeir ekki svara við áleitnum spurningum: Eiga ý að vera hér viti bornar (og dýrar) almannavarnir? Eiga að vera til rekstrarbirgðir í landinu? Hvað gera stjórnsýslustofnanir ef til striðs dregur? Hve mikil er stríðshættan? Hverjar eru raunverulegar áætlanir NATO um varnir á íslandi? Eru þær ekki til eða út í bláinn? Hvað eiga al- mennir borgarar að gera til varnar ef þeim er ógnað? Líklega eru Geir, Svavar, Steingrímur og Kjartan svo framsýnir að þeir vita að við þurfum aldrei á svörum við þessum spurningum að halda. Eða laf- hræddir? Tilboð Brósneffs Ekki þarf áð vísa boði Brésneffs um viðræður um kjarnorkuvopna- laus svæði á bug.En þvi ber að van- treysta og heimta að karlfauskurinn taki ,,varsjárbandalags”-land með í reikninginn. Sem betur fer heyrast slíkar raddir frá Ólafi Ragnari, kröt- um, norsku rikisstjóminni, Mitter- rand o.fl. Þó eru raddir um einhliða friðlýsingu skotmarka allt of sterkar, jafnglómlaus og sú pólitík er. Hugsið ykkur hverju Brésneff myndi svark uppástungu um kjarnorku- vopnalausa Sviþjóð, Finnland, Pól- Iand, A-Þýskaland og Eystrasalt! Njet! Hvað sem verður hljóta menn að viðurkenna að bönn eða yfirlýsingar tryggja ekkert þegar á reynir. Raun- verulegt eftirlit er líka erfitt vanda- mál. Lokaorð Það er lýsandi dæmi um stirðnun öryggismálaumræðunnar að smá- vegis víðsýni komi fram hjá smásam tökum á borð við Kommúnistasam- tökin og Verkalýðsblaðið. Þau ná ekki að hreyfa við forkólfum flokka og friðarhreyfingar. Ýtið því með okkur, gott fólk. Ari T. Guðmundsson kennari. .nua: uj nnar-i un ujuiijjutjll ■ t l ii II xin ■u.ti.iijj u.iijiimiutiiiniunjijimiui.u.ijjmilnunutuu t s

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.