Dagblaðið - 20.07.1981, Síða 15
DÁGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ1981.
55 1/5 sn . . . 55 1/5 sn . . . 55 1/5 sn . . .
Chuck Mangione: Tarantella
Sveiflan situr í fyrirrúmi
HaltJ: Tarantalla.
Flytjandur Chuck Manglona ásamt hljómavah
og gaatum mji. Dlzzy GlllespJa, Chlck Coraa,
Stava Gadd o.fl.
Útgefandi: A fr M Racords 1981.
Draiflng: Kamabasr.
Þegar „Fun And Games” kom út
fyrir rúmu ári hugsaði ég sem svo að nú
væri enn einn góður jazzleikari genginn
yfir i poppbransann því þrátt fyrir góða
spretti inn á milli var ekki laust við að
maður fyndi aðeins fyrir þvi að þarna
væri verið að gera fyrst og fremst góða
söluplötu.
En sem betur er var sá ótti ástæðu-
laus því nú hefur Chuck Mangione sent
frá sér aldeilis ágæta tvöfalda hljóm-
leikaplötu þar sem sveiflan situr i fyrir-
rúmi.
Annars var tilurð þessa konserts
dálítið sérstök. Hann var haldinn til
styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans
mikla á ftaliu 1980. Og til að gera
konsertinn sem eftirminnilegastan
hafði Chuck Mangione fengið til liðs
við sig ýmsa fræga vini sína úr heimi
jazzins til að troða upp með sér og
hljómsveit sinni.
En svo við vikjum að plötunum frá
þessum hljómleikum þá byrjar hlið 1 á
gömlu ítölsku þjóðlagi, Tarantella, í
útsetningu Mangione, og segir á plötu-
umslaginu að Chuck Mangione hafi
ásamt unnustu sinni stigið ítalskandans
við undirleik hljómsveitarinnar i þessu
lagi. Á eftir því kemur The Eleventh
Commandmant, verk eftir Mangione
og þar kemur fram i aðalhlutverki
trommuleikarinn Steve Gadd, mjög svo
tekniskur og um leið lýrfskur trymbill.
Þrátt fyrir góð sóló og ágæta útsetn-
ingu er verkið heldur I lengra lagi.
Á hlið 2 eru þrjú lög, öll eftir Chuck
Mangione, og hafa þau komið út á
fyrri plötum hans, það eru lögin
Legend of the One-Eyed Sailor, Bell-
avia, sem er sérlega fallegt lag, og Hill
Where the Land Hides þar sem hljóm-
sveitin nýtur sin sérstaklega vel og gerir
þetta lag að einu bezt flutta laginu á
plötunni.
Á seinni plötunni byrjar Chuck
Mangione á því að kynna fyrir okkur
gamlan kunningja, sjálfan Dizzy Gille-
spie. Og eftir að Dizzy hefur látið
nokkur gullkorn frá sér fara í töluðu
máli er sveiflan strax tekin i nokkrum
Gillespie standördum. Things to Come,
Round Midnight og Manteca koma
hvert á eftir öðru. Og ekki bregzt
Dizzy frekar en fyrri daginn, alltaf
jafnferskur á trompetinn. Sérlega er
gott samspil þeirra Dizzy Gillespie á
trompet og Chuck Mangione á flugel-
horn í Manteca.
Hlið 4 byrjar á gömlum slagara My
One and Only Love, og það minnsta
sem hægt er aö segja um þetta ágæta
lag er að það fær svo sannarlega nýtt lif
í meðförum þeirra félaga, Chuck
Mangione og Chick Corea, en þeir
tveir leika sér einir að þessari einföldu
laglinu í tæpar tólf minútur og gera
það að bezta og eftirminnilegasta lagi
þessa albúms.
Þessi konsert stóð i einar 8 klukku-
stundir, endaði kl. 5 um morgun og
það er þvi aðeins lítill hluti konsertsins
sem kemst á þessar tvær plötur en allt
endar og eins og á á konsertinum endar
platan á jam-session í lagi Miles Davis
All Blues og er varla að heyra þreytu-
merki á hljóðfæraleikurunum þótt þeir
hafi veriö búnir að leika i 8 tíma.
Þessar plötur eru góðar f flesta staði,
öll tæknivinna til fyrirmyndar og ágæt
eign öllum jazzunnendum.
33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . .
Útvarpið með LB/MB og FM-stereó segu/band
auto reverse. Verð aðeins kr. 2.430.-
Þetta er afleins eitt af mörgum tækj- Fagmenn sjá um ísetningu ó
um sem vifl bjöflum í bílinn ásamt staflnum. Komtð þar sem úrvalið er
mikiu úrvali af hátölumm, mögn- og verðifl er hagstætt
umm og loftnetum.
Altt til hljómflutnings fyrir:
HEIMILID - BÍLtNN
OG
DISKÓTEKIÐ
PÓSTSENDUM
D |. ■ I
fxaaio
i r
ARMULA 38 (Selmúla megin) 105 REYKJAVÍK
SIMAR; 31133 83177 POSTHOLF 1366
23
Sænskir dagar
Sænskir dagar verða á matstofu Náttúru-
lækningafélags íslands, Náttúrunni, að
Laugavegi 20 B, 22., 23. og 24. júlí. Opið
frákl. 11.00—19.00.
Hárskerar
Til leigu er góð rakarastofa úti á landi í fullum
rekstri. Áhöld gætu fengizt keypt.
Tilboð sendist DB merkt „Hárskerar” fyrir 25.
júlí.
Námskeið ímat-
reiðslu jurtafæðis
Náttúrulækningafélag íslands heldur þriggja til fjögurra
daga kvöldnámskeið í matreiðslu á jurtafæði sem hefst 22.
júlí. Kennarar verða frá Svíþjóð.
Upplýsingar i síma 16371 alla virka daga.
Vakin er athygli á nýju veiðisvæði, sem er
Staðará á
Snæfellsnesi
fyrir landi Staðastaðar, en þar verður veitt á 4 stangir samtímis og mega
tveir vera saman um stöng. Lax- og sjóbirtingsveiði. Verð veiðileyfis kr.
250. Frá Akranesi er um 2ja klst. akstur að Staðará. Athugið að enn eru
nokkrar stangir lausar á Lýsuvatnasvæðinu sem er í nassta nágrenni við
Staðará. Gisting að Hótel Búðum, á félagsheimilinu að Lýsuhóli eða að
Görðum. Tjaldstæði fyrir þá sem þess óska. Upplýsingar á skrifstofu
SVFR, Austurveri, sími 86050 eða 83425.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
ORDSENDING TIL UNGS
FÓLKS UM
SKYLDUSPARNAÐ
Munið að skyldusparifé yðar er að fullu verðtryggt með lánskjaravísitölu
og ber auk þess 2% vexti. Skyldusparnaður er nú ein hagstæðasta
ávöxtun sparifjár og getur orðiðmikilvæg hjálp til íbúðarkaupa.
Fylgist því vel með því að tilskilinn hluti launanna fari inn á skyldu-
sparnaöarreikning yðar hjá Byggingarsjóði ríkisins sem er í vörslu
veðdeildar Landsbankans.
# Husnæðisstofnun rikisins
LAUGAVEGI 77 • 101 REYKJAVÍK
Orðsending til
launagreiðenda
Launagreiðendur, sem nota skýrsluvélar við greiðslu launa og hafa
undanþágu frá sparimerkjakaupum, skulu samkvæmt 1. 51/1980 og
reglugerð nr. 193/1981 greiða andvirði sparifjárins þegar að lokinni tölvu-
vinnslu til veðdeildar Landsbankans. Dráttarvexti skal reikna hafí
greiðsla ekki borist 5 dögum eftir gjalddaga launa.
Aðrir launagreiðendur skulu greiða skyldusparifé í sparimerkjum. Spari-
merkjabækur eru til afhendingar ókeypis I öllum pósthúsum og póstaf-
igreiðslum.
#» Husnæðisstofnun rikisins
LAUGAVEGI 77 • 101 REYKJAVÍK