Dagblaðið - 20.07.1981, Side 18

Dagblaðið - 20.07.1981, Side 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ1981. ' ............ 26 r v Rætt við Hörð Ágústsson umgömulhús: Meginforsenda hús- friðunarer menningarvarðveizla —og sama hvort furan er úr Völundi eða frá Thomsen , .Forsenda húsafriðunar er menn- ingarvarðveizla. Gömul hús eru ekki ófínni en handrit eða forn málverk. Þau eru hluti af horfínni menningu. Það má njóta þeirra eins og góðrar bókar,” segir Hörður Ágústsson list- málari þegar hann er spurður hvort það sé ekki tómt rugl að kosta fé til að endurreisa fúna timburkofa. ,,En er það ekki stilrugl að setja vatnssalerni og rafmagn í hús frá aldamótum.” „Nei, því annars er alls ekki hægt að nota þau,” segir Hörður. ,,Ég skil ekkert i þessari hræðslu við endur- gervingu gamalla húsa. Maður á að hafa sama hugarfar og herlæknir, hræðast hvorki tár né blóð, og þá rís sjúklingurinn hraustur á fætur.” Handrit eða hús Og Hörður gerist flugmælskur og flytur áhrifamikla tölu um hvernig fslendingum finnist ganga guðlasti næst að breyta einu oröi 1 ljóði en hiki ekki við að misþyrma gömlum Aðaistrætí, sjávargata landnámsmannsins IngóHs Amarsonar og seinna grundvallafli Skúli mafl þvf afl reisa „innréttingamar" vifl þassa götu. En sketfing er hún étakanleg i dag. fógeti Reykjavik DB-mynd Bj. Bj. húsum, augnstinga þau, breyta klæðningu, afskræma hlutföll. ,,Taktu gamla Sjálfstæðishúsið við Austurvöll sem dæmi. Þetta er upp- haflega kvennaskóli, sem Helgi Helgason, einn okkar fyrsti arkitekt, byggði (fyrir Þóru Melsteð). Timburhús sem seinna var gert for- ljótt með því að forskalla það. Á sama tíma voru Matthías og Stein- grimur að yrkja sín Ijóð. Hvað held- urðu að fslendingar segðu ef þau ljóð hefðu verið múrhúðuð eins og Helgi mátti þola að gert væri við húsið sem hann teiknaði? Byggingarlist er framlenging á hugsun og það verður að bera virð- ingu fyrir höfundum húsa eins og höfundum annarrar listar.” Hús aru hluti af umhverfi ,,Við varðveitum handritin okkar og við þurfum lika að varðveita byggingarlist okkar frá ólíkum tímum. Ekki bara timburhúsin, eftir þeim koma steinhús sem bera svip ólíkra tímaskeiða. En timburhúsin eru i mestri hættu núna.” Siðan bendir Hörður á hvernig heil hverfi bera svip þeirra tíma sem þau voru reist á. Frakkastigur og Njáls- gata hafa sinn stil, Bárugatan og Ránargatan annan. Og verkamanna- bústaðirnir við Hringbraut eru ein- kennandi fyrir „funktionalismann.” „í London hef ég séð götu þar sem Hörflur Ágústsson Hstmálari: „Þaö varfltw afl bsra vhfllngu fyrir höfund- ytra útlit húsanna var látið halda sér um húsa sins og höfundum annarrar listar." DB-mynd: A. I. Halgl Halgason, einn okkar fyrstu arkitakta, ar höfundur Kvennaskóla- hússins sam Þóra Malstad lát raisa vifl Austurvöll á sainni hluta 19. aldar. Mynd: Sigfús Eymundsson ... og nú gengur þafl undir nafninu „Gamla SjáHstæflishúsifl." Timbur- klæðningin gamla er löngu horfin undir múrhúflun, gluggamir hafa verifl augnstungnir og smáskúr hafur varifl tyltt vifl suðurgaf linn. DB-mynd Bj. Bj. en íbúarnir máttu breyta innanhúss eftir vild. Þetta mætti gera víða, t.d. bæði hér i Reykjavík og öðrum bæjum, eins og Akureyri og Stykkis- hólmi.” „Við erum ekki að endurskapa horfið mannlif, en við erum að vernda minjar um það. Og þá má ekki gleymast að hús eru ævinlega hluti af umhverfi.” En sórtu að byggja þá gerðu það f nútfmastfl ,,En ég er alfarið á móti því að allt gamalt sé gott og allt nýtt sé vont — eða öfugt. Ef byggja þarf hús i gömlu hverfi þá er það falskt að mlnum dómi að gera það i stil fortíðar. Þú skalt heldur biöja góðan arkitekt að byggja hús i samræmi við okkar tima en hann þarf að taka fullt tillit til gamla umhverfisins i stæröum og formi. Og það er auðvitað alltaf álitamál hvað á að vernda, hvað á að vfkja. Það er ekki hægt að stöðva timann. En þegar ákveöið hefur verið að friða hús þá er þaö ekki málið að hafa þau með grútartýrum og útikamri, heldur hitt að varðveita hlutföll, stærðir, efnisáferð, leik ljóssins á ákveðnum flötum. Það þarf að lifa sig inn í anda hússins og bera virðingu fyrir höf- undi þess, eins og þegar einleikari í hljómsveitarverki spilar kadensu af fingrum fram. . . ” Talið berst síðan að Grjótaþorpi: ,,í minum augum er það ekki merki- legra en mörg önnur hverfi bæjarins. í allri umræðunni er eins og þaö hafi gleymzt að það er aðeins jaðar í öðru miklu merkilegra, sumsé miðbænum. „Og siðan talar Hörður sig aftur heitan og aö þessu sinni um Aðal- stræti: , ,Engin borg i veröldinni á sér aðra eins arfleifð. Viö vitum hvar fyrsti landsnámsmaöurinn okkar bjó og þetta er einmitt sjávargatan hans. Mörgum öldum seinna kemur svo Skúli fógetí og leggur grundvöll að borginni við þessa sömu götu. Og að sjá hvernig búið er að fara með hana! Það er ekki nema um tvennt að gera. Annaðhvort að rífa hana til grunna og byggja hana upp í bezta nútímastíl. Eða þá aö endurgera hana eins og hún var á einhverjum ákveðn- um tima, til dæmis á áratugnum milli 1920 og 30 eða þá rnilli 1930—40. En mér finnst mjög gleðilegt að sjá Bern- höftstorfuna rísa úr öskustónni.” ,,En er það ekki gervimennska?” „Nei! Þetta er alls staðar gert í heiminum. Dómkirkjurnar i Lundi, Köln og Niðarósi, þetta eru allt endurbyggingar, og Pólverjar, þessi bláfátæka þjóð, hikuðu ekki við að byggja upp gamla borgarhlutann í Varsjá eftír striðið í sinni uppruna- legu mynd.” „En af hverju endurbyggja þá ekki Grikkir Akrópólis-hofið i Aþenu.” „Æ, þeir eiga svo mikið af eld- gömlum byggingum þarna suöur- frá,” segir Hörður, ,,og við eigum ekkert hús eldra en frá 18. öld.” Upp úr 1930 riMi hvarfi f Reykjavfk, sem em ekki sfflur merkileg en tímburhúsahverfin, eins og tíl desmis verkamannabústaflirnir vifl Hringbraut, teiknaðir af Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt Mynd: Hörflur Ágústsson. Þar með kveður hann og segist ekki geta hugsaö sér aö hlusta á úr- tölur i fólki sem ekki skilur að gömul hús eru menningararfleifð, jafnvel þótt fúin séu. -IHH.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.