Dagblaðið - 23.07.1981, Page 3

Dagblaðið - 23.07.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ1981. 3 V MiWUC - £S6Z£.//rf „Arnarflug hefur sagt upp fjölmörgum Íslendingum og jafnframt þvi er veriö að ráða útlendinga,” segir fyrrverandi flugvél- stjórí. STUÐLA ARNARFLUG OG FLUG- MÁLASTJÓRN AD RÁÐNINGll ÚTLENDINGA Á KOSTNAÐ ÍSLENZKRA FLUGÁHAFNA? —f lugvélst jóri fær „ekki annað séð en færa verði stimpilinn í hendur samgönguráðherra” Valdimar Samúelsson, fyrrverandi flugvélstjórí hjú Arnarflugi, skrifar: Komizt hefur upp að Flugmála- stjórn veitir Arnarflugi undanþágur, eftir vild, fyrir erlenda flugmenn, flugvélastjóra og flugvirkja. Þetta er í trássi við yfirlýsingar Arnarflugs- manna um að nýta innlenda starfs- krafta, sem fyrir hendi eru, og einnig mætti þjálfa upp þá er á kynni að vanta. Sumir erlendu flugvélstjórarnir uppfylla ekki kröfur, sem islenzk lög kveða á um, m.a. að flugvélstjóri verði að vera flugvirki að mennt. Það er nauðsyn, þar eð þeir framkvæma allar skoðanir á flugvélum fyrir hvert flug. Arnarflug er skrásett hér og leigir vélar sínar með áhöfnum. Það er slæmt og finnst manni að bæði Arnarflug og Flugmálastjórn ættu að kynna sér ástandið i atvinnumálum flugáhafna og flugvirkja, áður en undanþágur eru veittar. Tugir manna myndu sækja um stöður þessar, væru þær augiýstar. Enga auglýsingu þessa efnis hef ég samt séð Þetta er enn furðulegra f Ijósi þess, að Arnarflug neiur sagt upp fjöl- mörgum fslendingum og jafnframt því er verið að ráða útlendinga. Til dæmis hefur Arnarflug sagt upp um 60% vélstjóra og öllum flugvirkjum í innanlandsflugi, að tveim undan- skiidum. Allir flugvirkjar í utan- landsstarfsemi Jteirra eru útlendingar og einnig liklega um 50% flugmanna. Arnarflug var stofnað af mönnum sem allir voru flugáhafnarmeðlimir og flugvirkjar. Fyrir dugnað þeirra er fyrirtækið orðið næststærsta flug- félag fslands. Hvað varð af þessum hópi manna? Aðeins einn er eftir í stjórn Arnarflugs. Hringið''sín“ 2fi& milli kl. 13 og 15, eðaskrifiö Þar eð umrætt flugfélag setur ekki sóma sinn í að nýta innlendan mann- skap get ég ekki annaö en stungið upp á að lög verði sett um að fslendingar hafi forgang að þessum störfum. Að auki er mér einnig óskiljaniegt að Flugmálastjórn skuli leyfa sér og hafa vald til þess að telexa undan- þágur sínar umsvifalaust, þegar beiðni berst frá Arnarflugi, án nokkurs samráðs við islenzk stéttar- félög. Fæ ég ekki annað séð en að færa verði stimpilinn yfir í hendur sam- göngumálaráðherra, sem hefur verið okkur hliðhollari en Flugmálastjórn, er ég hélt vera verndara flugfólksins. Allta£P eitthvað nýtt og spennandi WINNIPEG 28. júlí, 3ja vikna ferð, örfá sœtilaus. T0R0NT0 5. ágúst (vikuferð), örfá sæti laus. 12. ágúst, biólisti. RIMINI 2. ágúst, biðlisti 12. ágúst, biðlisti 23. ágúst, biðlisti 2. sept., örfá sœti laus P0RT0R0Z 2. ágúst, biðlisti 12. ágúst, biðlisti 23. ágúst, biðlisti 2. sept., biðlisti Öll almenn ferðaþjónusta — hvarsem er oghvertsem er. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Allír vilja vatns- þétt þök Kynntu þér úrvalið af Aquaseal þakpappa. Mismunandi teg- undir fyrir mismunandi að- stæður. Auk þess sérstök Aquaseal efni fyrir sprungu- og holufyllingar og gljúpa fleti. Rétt láð gegn vaka OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK SÍMI 24220 Spurning dagsins Hvernig fannst þór Völsungur standa sig? (Spurt á Húsavfk daginn eftlr afl fal. landsliðið I fótbolta vann Vöfaung 1-0). Páll A. Höskuldsson: Þeir stóðu sig vel, úrslitin voru þó sanngjörn. Friðgeir Axfjörfl (yngri): Ég bjóst við að landsliðið burstaði þá en Völsung- arnir stóðu sig bara nokkuð vel. Smári Sigurðsson: Þeir voru betri en ég átti von á. Lánsmennirnir í liðinu styrktu það að vísu mikið. Mér var sárara um hvað völlurinn fór illa í leiknum en þó þeir töpuðu! Haraldur Sigurjónsson: Vel, ég átti ekki von á að úrslitin yrðu þessi. Völs- ungar áttu samt ekki skilið að vinna. Ólafur Samúelsson: Ágætlega, ég hélt að Völsungar myndu tapa 3—0.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.