Dagblaðið - 23.07.1981, Side 12

Dagblaðið - 23.07.1981, Side 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ1981. MMBuaa Útgefandi: Dagblaðiö hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Aðstoóarrítstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjórí ritstjóman Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atii Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjamieifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Hall- dórsson. Dreifingarstjórí: Valgoröur H. Sveinsdóttir. Ritstjórn: Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur: Þverholti 11. Aöalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf., Siðumúia 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Askríftarverð á mánuði kr. 80,00. Verð í lausasölu kr. 5,00. Ofsnemmt, þvímiður Of snemmt er að fagna úrslitum til- rauna Friðriks Ólafssonar til að fá fjöl- skyldu Kortsnojs leysta úr Sovétríkjun- um. Ekki er tímabært að gera það, fyrr en fjölskyldan sleppur, ef hún fær á annað borð að fára. Ráðamenn Sovétríkjanna hafa komið krók á Friðrik með því að fá hann til að samþykkja að flýta einvígi Kortsnojs og Karpofs um heimsmeistaratitilinn um einn mánuð, til hins upprunalega einvígistíma í september. ítalirnir, sem skipuleggja einvígið í Merano, hafa undanfarna daga verið önnum kafnir við að reyna að verða við þessari breytingu. Ef þeim tekst það, verður áreiðanlega mjög takmarkað svigrúm til síðari breyt- inga. Hvað gerir Friðrik, ef Baturinski, varaforseti sovézka skáksambandsins, uppgötvar allt í einu, að nýjasta umsóknin um frelsun fjölskyldu Kortsnojs hafi verið gerð í fjórriti, en ekki í fimmriti, eins og áskilið sé? ítalirnir verða áreiðanlega mjög reiðir, og því miður ekki við Baturinski, heldur við Friðrik, sem er ábyrgur fyrir einvíginu sem forseti alþjóðlega skáksam- bandsins. Segja þeir ekki bara nei takk, ef Friðrik vill nýja frestun? Sovézk stjórnvöld hafa komið sér upp taflstöðu, sem þau eru sérfræðingar í. Þau láta klukkuna ganga á andstæðinginn, í þessu tilviki Friðrik. Þau hafa þrengt verulega möguleika hans á að mæta nýjum leikjum í taflinu. Þeim mun nær sem einvígið færist, þeim mun örðugara verður fyrir Friðrik að bregðast við nýjum viðhorfum, nýjum brögðum, nýju undirferli. Batur- inski er nokkurn veginn búinn að hindra frekari tilfærslur einvígisins. Friðrik er ekki öfundsverður af máli þessu. Það er illt að þurfa að sitja að samningum við glæpamenn um svo sjálfsagðan hlut, að jafnræði skuli vera með kepp- endum í heimsmeistaraeinvígi. Og það hefur Friðrik orðið að reyna. Við slíkar aðstæður verður sjálfsagt að gera fleira en gott þykir. En velsæmið setur því þó takmörk, auk þess sem Friðrik er siðferðilega skyldugur til að sjá um, að fantabrögð séu ekki leyfð í skák, einni alþjóðlegra keppnisgreina. Óneitanlega er hrollvekjandi að lesa í greinargerð Friðriks: ,,í viðræðum þessum varð forsetinn þess áskynja, að nánir ættingjar áskorandans höfðu aldrei lagt fram gilda umsókn fyrir fjölskyldu hans um að ná fundum hans. . . ” Ein út fyrir sig eru þessi orð dónaskapur í garð allra þeirra, sem hafa í fimm ár árangurslaust reynt að fá sovézka ráðamenn til að verða við óskum konu og sonar Kortsnojs um að fá að fara úr landi. Allir munu þó fyrirgefa Friðrik þetta, ef það er hvimleiður þáttur í gulltryggu samkomulagi um frelsun fjölskyldunnar. Það er að vísu grátlegt að sjá góða drengi beygja sig fyrir lyginni, en árangurinn skiptir töluverðu máli. Því miður er ástæða til að óttast, að ráðamenn Sovétríkjanna hafi ekki leikið sínum síðustu leikjum í tafli þessu. Þeir eru sérfræðingar í undanbrögðum á síðustu stundu, þegar svigrúm til svara er horfið. Ef Baturinski reynist hafa setið á svikráðum við Friðrik, á skákmeistari okkar varla nema einn varnar- leik eftir í tímahrakinu. Það er að aflýsa einvíginu hreinlega og boða ekki á ný til þess, fyrr en fjölskyldan er sloppin úr Víti. r Vi r V Súrálsþankar Nærri stappar, að skýrsla Coopers & Lybrand sé hér á landi orðin álika gagn og „leyniskjölin” voru á sfnum tíma í bandaríska sendiráðinu í Teheran, þar sem byltingarverðir Kómeinis gerðu sínar athuganir. Alu- suisse er í slæmri klípu. Vitaskuld hefur Alusuisse, eins og áður hafði komið á daginn ’74, lítt kunnað sér hóf í að skýra álsamninginn sér í hag og „hækkun i hafi” því ekkert lygi- leg. Hitt er annað, að umfjöllun iðnaðarráðherra í desember 1980 — að þessu máli órannsökuðu — gerði það að pólitísku deilumáli. Því er það svo mikill fréttamatur- nú, andstætt fyrri sambærilegum endurskoðun- um. Afleiðingin er stórlega rýrt traust Alusuisse og Alusuissemenn nánast orðnir skálkar i almenningsaugum á íslandi. Samningsforsendur bresta við meiriháttar vanefndir. Eins og málið er nú vaxið, varð rikisstjórnin, viljug eða nauðug, að taka ákvörðun á fundi sínum 16. júlí sl. um samnings- viðræður og endurskoðun álsamn- ingsins, hugsanlega greiðslu á van- goldnum sköttum, hækkun raforku- verðs, breytingar á framleiðslugjaldi og eignaraðild Islendinga í áföngum að álverinu í Straumsvík. Skýrsla Coopers & Lybrand er skjalfestar líkur fyrir að Alusuisse hafi bruggað íslenzkum hagsmunum launráð í súr- áli og rafskautum. Engin skafheiðríkja Engin skafheiðrikja er samt i þessu máli. Líkur eru til, að Alusuissemenn hafi teflt sína peningaskák á yzta jaðri ákvæða álsamningsins, reynt að skýra hann sér eins í vil og með Kjallarinn SigurðurGizurarson nokkru móti var unnt, enda íslendingar ekki með nefið ofan í þeirra koppum og kirnum. Ekkert vinnst þvi með því að gera Alusuisse að syndahafri. Allt frá dögum þjóðernissinna í Þýzkalandi á 3. og 4. áratugnum hefur þó verið í tízku að mála fjandann á vegg, þar sem fjölþjóðafyrirtæki eru. Þau hafa þekkingu, tækni, auð og völd, en þau hafa ekki mikið lýðræðislegt kjör- fylgi á bak við sig. Þeir sem vilja vinna sér inn atkvæði „á lýðræðis- legan hátt” eru því einkar ginn- keyptir fyrir því að rista slikum fyrir- tækjum nið. Skiptir þar ekki máli, þótt þessir risar standi að miklu leyti undir efnalegri velmegun Vestur- landa. Skattaundanskot fjölþjóðafyrirtœkja Það er inngróið eðli fjármála- manna að hámarka afrakstur sinn og gróða. Þá iðju stunda stjórnendur fjölþjóðafyrirtækja af lífi og sál. Og þótt sannanlega sé takmark þeirra 'ekki gagn samfélagsins, uppsker það ávðxt þeirrar viðleitni. Skattaundan- skotfjölþjóðafyrirtækjaer hins vegar þekkt fyrirbrigði. Við þá háskóla erlendis, þar sem lögskipti ríkja við erlend fjölþjóðafyrirtæki eru könn- uð, koma m.a. mjög tíl athugunar aðferðir þeirra við undanskot skatta og skyldna, m.a. með samleik dóttur- fyrirtækja í mörgum löndum — stundum fyrirtækja, sem aðeins eru til á pappírnum. Fjölþjóðafyrirtækin eru þó ekki ein við það heygarðshorn. Allir þekkja Glistrup hinn danska, sem sérhæft hefur sig í því að leika á skattayfirvöld „löglega” og safnað um sig i stjórnmálaflokki hópi milli- stéttafólks, sem óánægt er með að- gangshörku ríkisvaldsins. Árvekni og eftirlits er þörf Iðnaðarráðuneytið var furðulega grandalaust í þessum málum á árunum 1975—80, því að Alusuisse virðist hafa verið aðhalds- og eftír- litslaust allan þann tíma þrátt fyrir ákvæði i álsamningnum, er heimil- uðu eftírlit. Áður hafði tvívegis verið notuð heimild til leiðréttingar. Á 5 ára tímabilinu virðast islenzk stjórn- völd hins vegar hafa horft í aðra átt Kirkja á krossgötum Kirkja og kristni á íslandi er um þessar mundir allmikið til umræðu og ber margt til. Á þessu ári eru talin vera þúsund ár síðan þeir Þorvaldur víðförli og Friðrekur biskup hófu kristniboð norður í Húnaþingi. Biskupskjör fer fram á árinu. Síðan bætist við að nú nýverið hafa orðið nokkur blaðaskrif um Skálholtsstað og „eignarhald” þjóðkirkjunnar á honum. Áðurgreind efni gefa því gott tilefni til einhverrar úttektar og hug- leiðinga um þessi mál. Sem leik- maður tel ég mig hafa jafnan rétt á við hina prestlærðu til að leggja eitthvað til málanna — allir erum við jú víst meðlimir í svokallaðri þjóð- kirkju íslands. Svo bætist það við, hvað mig snertir persónulega, að ég er uppalinn á sama bæ og Þorvaldur hinn víðförli — á Spákonufelli í Húnaþingi — en þangað var Þorvaldur á sínum tíma tekinn í fóstur af Þórdísi spákonu, þeirri merkilegu og dulúðugu persónu. Við búi á Spákonufelli eftir Þórdísi tók Þóroddur, sonur Snorra goða á Helgafelli, bróðir Halldórs Snorra- sonar — þess er dvaldi í Miklagarði (Konstantínópel) sem hirðmaður keisarans þar. Á þær slóðir lagði einnig Þorvaldur víðförli leið sína. Mikil áhrif og lítt rannsökuð má áreiðanlega rekja til dvalar Hall- dórs Snorrasonar í Miklagarði og annarra íslendinga sem þar dvöldu. Er ekki ólíklegt að áhrif þaðan hafi átt sinn þátt í hinum einstöku forn- bókmenntum íslendinga. Bæði Sturlungar og Oddaverjar töldu til ættar við Halldór Snorrason og konu hans, Þórdísi Þorvaldsdóttur, ættaða frá Holtastöðum í Húnaþingi. Þetta er nú önnur saga sem ekki verður farið hér nánar út í. A Kjallarinn Björn Jakobsson Eru íslendingar kristnir Þann 5. júlí sl. flutti dr. Páll Skúlason prófessor synoduserindi sem bar ofangreint heiti. Eru íslendingar kristnir? Erindi þetta var á margan hátt áhugavert framan af enda var uppistaða þess i byrjun gamlar hugleiðingar Steins Steinarrs um sömu spurningu. En Stein Steinarr má hiklaust telja einn mesta heimspeking okkar, jafnframt því að vera tímamótamaður í skáldskap. Vitnaði dr. Páll meðal annars í þau ummæli Steins að ef þeirra Bach og Hándels hefði ekki notið við næði boðskapur guðsþjónustunnar stutt. Niðurstaða prófessorsins varð hins vegar sú, sem ég er ekki sammála, að til þess að maður gæti talist kristinn yrði hann að iðka hinn kristna sið innan vébanda kirkjunnar. Dr. Páll lét þess getið að hann hefði sjálfur numið við kaþólska menntastofnun og hefði hann, að mér skildist, þannig betri möguleika á að taka þessa afstöðu til málsins þar sem hann hefði þar með yfirsýn yfir bæði hinn lúterska og kaþólska sið. Nú vill svo til að við höfum skýrt dæmi um sannkristna manneskju, sem látið hefir eftir sig rit og útskýringar á því hvernig á þvi stóð, að hún gat ekki gengið inn fyrir þröskuld kirkjunnar þar sem hún taldi sig þar með útiloka sig, eða inniloka sig, frá því að geta unnið verk sín í sannkristnum anda. Ég á þar við Simone Weil en verk hennar og viðhorf hlýtur prófessorinn að þekkja. (Ekki má blanda henni saman við aðra kvenhetju með sama nafni, þ.e.a.s. fyrrverandi ráðherra í frönsku ríkis- stjórninni og núverandi forseta Evrópuþingsins.) Að vera kristinn hlýtur að skilgreinast af breytni en ekki orðum. Sjálfur hefur Kristur gefið góða skilgreiningu á þessu í einni af sinni bestu dæmisögu um miskunnsama Samverjann. Þar er það hinn heiðni sem er raunverulega hinn „kristni”. Ég sem j>etta skrifa fer nær aldrei í kirkju, m.a. vegna þess að messuformið, sem tíðkast í þinum lúterska sið, fellur mér illa, þó sérstaklega þegar presturinn stígur í stólinn og fer að predika yfir söfnuðinum. Stundum opna ég fyrir útvarpið á sunnudögum til að fá sýnishorn af málflutningi prestanna í predikunum sínum. Oft hefir mér

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.