Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.07.1981, Qupperneq 20

Dagblaðið - 23.07.1981, Qupperneq 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUP 23. JÚLÍ1981. „Konur eru fengnar til að bakafyrir kosningakaffið á kjördag — og auðvitað til að kjósa!” „Konur eru hafðar í sœtum neðarlega á framboðslistum. ” „Ihaldssemin er alls staðar ríkjandi. Stjórnmálamenn þykjast viljafleiri konur l sinn hóp. Ireynd eru það orðin tóm. Sjáðu bara bœjarstjórn Akureyrar! Ein kona af ellefu manna hópi. AUsfimm konur I bœjarstjórn frá árinu 1911!” „Konur hafa séð í gegnum skollaleikinn. Þess vegna er eðlilegur skjálfti kominn í gömlu flokkana. ” „Kynhreint kvennaf ramboð” til bæjarstjómar Akureyrar 1982: „Konumarhafa séð f gegnum skollaleikinn” Dóra, Ehn og Valgerður í stuttu spjalli við Dagblaðið um f ramboðs- og bæjarmál áttunni. Þá mætti spyrja á móti: hvernig er hægt að stíga spor aftur á bak þegar sporið fram á við hefur aldreiveriðstigið?!” Konum er treystandi til að ráðstafa peningum í samfélaginu Fleira tíndu viðmælendur Dag- biaðsins til sem rökstuðning við fram- boð kvenna til bæjarstjórnar. Bent var á að eðlilegt væri að konur tækju meiri þátt í stjórnmalum almennt með tilliti til stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Einnig væri nauðsynlegt að sérstök reynsla og viðhorf kvenna, með tilliti til störf þeirra við barnauppeldi og heimilis- rekstur, ætti styrka formælendur innan bæjarstjórnar. „Konum er ætlað að láta heimilispeningana nægja og þeim er ekki síður treystandi til að ráðstafa peningum í samfélaginu,” sagði Valgerður. Konurnar þrjár nefndu að konur á Akureyri fyndu það miklu betur en karlar hve bærinn er sífellt að þenja sig yfir stærra og stærra landsvæði. Um leið þarf að fara lengri ieið í stofnanir, skóla o.s.frv. Konur í Glerarhverfi þurfa að senda börnin um langan veg í sund. Lengi hefur staðið til að byggja sundlaug við Glerárskólann en laugin sú er enn sem komið er ekki meira en strik á pappír. Þannig „sjá konur aðrar hliðar á mörgum bæjarmálum en karlar,” sögðu þær. Ekki fleiri karla í bæjarstjórn út á jaf n- réttisbaráttu kvenna Valgerður: „Ástandið á Akureyri er óvenjuslæmt. Lítil þátttaka kvenna í bæjarmálum er tímaskekkja.” Elín: „Konur vilja hlutast til um bæjarmálin, enda taka þær sífellt meiri þátt í atvinnulífinu í bænum.” „Valgerður: „Fleiri konur i bæjar- stjórn er aðalmarkmiðið. Það gerist Etín: „Hroint og klárt aö framboflslistinn á eingöngu að vera skipaður konum." Eitthvað er á seyði í bæjar- pólitíkinni á Akureyri. Konur ætla að bjóða fram sérstakan lista við bæjar- stjórnarkosningar 1982. Framboðið vekur athygli og umtal. Fulltrúar „gömlu” flokkanna í bæjarstjórninni (aðallega karlkyns!) ókyrrast I sætum sínum. Þeim lizt ekki meira en svo á blikuna enda er nýja framboðinu spáð góðu gengi. Dagblaðið hitti að máli þrjár konur sem starfa að framboðs- málunum. Þær segjast ekki tala fyrir hönd hreyfingarinnar, sem að framboðinu stendur, heldur aðeins í eigin nafni. Viðmælendurnir eru Elín Antonsdóttir, Dóra Ingólfsdóttir og Valgerður Magnúsdóttir. Stefnan ákveðin fyrst, f rambjóðendur valdir síðar Dóra: „Við stofnun Jafnréttis- hreyfingarinnar á Akureyri jókst umræða um jafnréttismál í bænum. Framboðið er ekki tengt Jafnréttis- hreyfingunni sjálfri, og margt fólk utan hennar tekur þátt í framboðs- starfinu.” Valgerður: „Fljótlega kom í ljós almennur vilji í okkar hópi til framboðs. Fyrst þurfum við að kynna okkur bæjarmálin og ákveða stefnuskrána. Síðan verður ákveðið hverjar bjóði sig fram.” — Hvað með vangaveltur um ákveðin nöfn í toppsætin á listanum, til dæmis Soffíu Guðmundsdóttir? „Ætli það séu ekki fyrst og fremst andstæðingar kvennaframboðsins sem koma slikum sögusögnum af stað. Tilgangurinn er að reyna að sundra, okkur sem að þessu stöndum, og gera framboðið tortryggilegt.” Dóra: „Það er eins og mönnum finnist sjálfsagt að við byggjum á gömlum ólýðræðislegum hefðum flokkanna: Að leyfa fólki ekki að taka þátt í að ákveða stefnu og velja fram- bjóðendur.” Elin: „Áhuginn er mikill. Konur á öllum aldri lýsa stuðningi við hug- myndina og vilja breytingu. Fyrir mér er það hreint og klárt að framboðslistinn á aðeins að vera skipaður konum. Ýmsir pólitíkusar í bænum hafa hins vegar sagt að listinn skuli vera skipaður fólki af báðum kynjum.” Dóra: „Röksemdirnar sem heyrast gegn framboðinu eru sumar hverjar svipaðar því sem menn sögðu um framboð Vigdísar sem forseta: „Við kjósum ekki konu bara af þvi að hún er kona” Svo segja aðrir að kvennalisti sé bara „spor aftur á bak” í jafnréttisbar- ATLI RUNAR HALLDORSSON Valgerður LitJI þátttaka kvanna I bœjarmálum á Akureyri er tímaskekkja." DB-myndir Sig. Þorri. frekast með framboði kvennalista.” Dóra: „Listi skipaður bæði körlum og konum gæti þýtt að einhverjir karlar kæmust að út á jafnréttisbaráttu kvenna. Það er ekki ætlun okkar! Hingað til hefur verið álitið að konur hafi ekki vit á orkumálum eða efnahagsmálum. „Kvenlegu” málin eru félagsleg. Konur sitja í barnavernd- arnefndum, skólanefndum, svo dæmi séu tekin. Það þykir mörgum körlum nægilegt.” — Mega þá karlmenn á Akureyri ekki koma nálægt framboðsmálunum ykkar? „Margir karlar styðja þetta óbeðnir þó ætlunin sé að hafa listann eingöngu skipaðan konum. Auðvitað væri fjar- stæða að þiggja ekki aðstoð karla þeg- ar hún býðst.” — Er ómögulegt að fá ykkur til að nefna ákveðna „framboðskandídata”? Valgerður: „Það hefur ekkert verið rætt um hverjar skipi framboðslistann (hinar taka ákveðið undir!). Valið verður erfiðara hjá okkur en körlunum. Konur sem eiga börn eiga til dæmis erfitt með að bæta á sig álagi sem fylgir pólitísku vafstri. Frambjóðendur mega annaðhvort ekki eiga börn eða þurfa að vera komnir yfir fimmtugt. Barneignir bæjarfulltrúanna gætu skapað vandamál! ” -ARH. Eln: „Konur vllja hlutast til um bœjarmálin." Dóra: „Sumar röksemdir gegn kvennaframboðinu svipaðar því sem heyrðist þegar Vigdís bauð sig f ram'"

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.