Dagblaðið - 23.07.1981, Side 28

Dagblaðið - 23.07.1981, Side 28
Alusuisse boðið í reiknings- tíma Hjörleifur Guttormsson iðn- aðarráðherra hefur nú svaraö neitun Alusuisse um að korna til viðræðna um endurskoðun áJ- samninga. í svari hans er bent á að það efnisatriði sem Alusuissc drepur á úr skýrslu Coopers & Lybrand séu i ósamræmi við niðurstöður endurskoöcndanna sjálfra. Hjörleifur býðst i svari sinu til að ræða við Alusuisse um hvernig: eigi að feila niðurstöður súráls- rannsóknarinnar inn i árs- reikninga ÍSAL i því skyni að, reikna út réttar skattgrei ðslur 41- versins til íslenzka rikisins. Þá er það harmað að Aiusuisse skuli hafa hafnað viðræðum um endurskoðun og látin i Ijós von um að fyrirtækið breyti afstöðu sinni fyrr en seinna, þar sem annars verði að leita annarra leiða til að ná fram brcytingum á raf- orkuverði, skattregium og fleiri atriðum. -KMU. Kjartan og Hjörleifur ræddust viðí morgun Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, hélt i morgun til fundar við Hjörleif Guttormsson iðnaðarráðherra. Umræðuefni þeirra mun hafa verið súrálsmálið og væntan- lega samráð stjórnarinnar við stjórnar- andstöðuna um þau skref sem stigin verða i deilunni við Alusuisse. Sem kunnugt er af fréttum hefur Alþýðu- flokkurinn lýst því yfir að hann telji að Alusuisse hafi ekki farið að gerðum samningum. Kjartan var ekki sá eini sem Hjör- leifur hafði boðað á fund sinn. Trúnaðarmenn starfsmanna í álverinu höfðu einnig verið boðaðir í viðtal til iðnaðarráðherra. -KMU. „ENGIN LEYNI SKÝRSLA” — segir forstjóri Mjólkursamsölunnar um niðurstöður nef ndar sem kannaði skemmdir á mjólkurvörum ,,Það er mjög mikill mis- skilningur, sem fram hefur komið í fréttum, að álitsgerð þessarar nefnd- ar sé einhver leyniskýrsla,” sagði Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, í samtali við DB í morgun er hann var inntur eftir því hvort allar niðurstöður nefndar þeirrar, sem Mjólkursamsalan skipaði til að kanna orsakir skemmda á mjólkurvörum, væru komnar fram í dagsljósið. Guðlaugur sagði að einn stjórnar- manna Neytendasamtakanna hefði haft samband við sig vegna þessa máls og óskað eftir því að fá að sjá álitsgerð nefndarinnar. „Ég benti honum á að þessi nefnd hefði starfað alfarið á vegum Mjólkur- samsölunnar,” sagði Guðlaugur, „það að ef dreifa ætti skýrslunni þá væri eðlilegast að stjórnendum mjólkurbúanna gæfist færi á að kynna sér niðurstöðurnar fyrst, en nefndin skilaði áliti sl. sunnudag. Þetta sagðist stjórnarmaðurinn skilja mætavel og verð ég því að segja að ég er undrandi að sjá annað haft eftir honum um þetta mál í einu dag- biaðanna í morgun. Mjólkursamsaian hefur birt allar niðurstöður nefndarinnar, sem skipta máli, í ítarlegri fréttatiikynningu þannig að það er mikill misskilningur að hér sé um einhverja leyniskýrslu að ræða,” sagði Guðlaugur Björgvinsson. -ESE. Kjartan Jóhannsson kemur tilfimdar við Hjörieif Guttormsson I morgun. DB-mynd: Siguröur Þorri. frfálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ1981. Forstjóri ÍSAL: Birta má skýrsluna —en sleppa kannski nokkrum töf lum „Mér þykir mjög sennilegt að birta megi mestalla skýrsluna en sleppa kannski nokkrum töflum,” sagði Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ÍSAL, í samtali við DB í gær. Hann var spurður hvort hann væri sammála þeirri skoðun Kjartans Jóhannssonar, formanns Alþýðuflokksins, að ekkert i súálsskýrslu Coopers & Lybrand, utan 1—2 töflur, væri þess eðlis að ekki mætti koma fram fyrir sjónir almennings. Ragnar tók skýrt fram að hann talaði ekki fyrir hönd Alusuisse heldur væri þetta hans eigin skoðun. Hingað til hefur aðeins útdráttur úr skýrslu Coopers & Lybrands verið birtur og borið við viðskiptaleyndar- málum. Sjálf skýrslan hefur ekki verið opinberuð. -KMU. Nýr f ram- kvæmda- ■ ■ r m stjori Arnarflugs Gunnar Þorvaldsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Arnarflugs hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Arnar- flugs frá og með 1. september. Hann tekur við starfi Magnúsar Gunnars- sonar, sem lætur af störfum að eigin ósk. Gunnar Þorvaldsson hefur starfað hjá Arnarflugi frá stofnun þess, fyrst, sem flugstjóri, flugrekstrarstjóri frá 1978 og aðstoðarframkvæmdastjóri frá 1980. -ELA. Forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits ríkisins: Væntiþess að far- ið verði að lögum — um margfalt brot mjólkursamlaga að ræða — kæra heilbrigðiseftirlitsins ‘ 1978 felld niður „Það er einfalt svar við þeirri spurningu. Heilbrigðiseftirlit ríkisins tók þessar kvartanir til sérstakrar athugunar föstudaginn 10. júlí þegar kvartanir fólks voru sem mestar,” sagði Hrafn V. Friðriksson forstöðu- maður heilbrigðiseftirlitsins er DB spurði hann hvers vegna stofnunin hefði ekki kært mjólkursamlögin fyrr en nú. „Fyrst gerðum við ýmsar athuganir, vettvangsrannsóknir og öfluðum upplýsinga til þess aðganga úr skugga um að þessar kvartanir ættu við rök að styðjast. Niðurstöður lágu fyrir á miðvikudag og strax á fimmtudagsmorgni voru okkar niðurstöður lagðar fyrir heilbrigðis- ráðherra og ráðuneytið. Þann sama dag var kæran Iögð fram og opinberrar rannsóknar krafizt. Þarna var ekki um neina töf að ræða,” sagði Hrafn. „Við kærðum Mjólkursamsöluna í Reykjavík í ágúst 1978 vegna meints brots á stimplun síðasta söludags. Það mál var að hluta tíl það sama og þetta sem nú er komið upp. Málið var lengi í rannsókn og það sem við heyrðum næst af málinu var eftir ára- mótin 1979. Þá fengum við til- kynningu frá rikissaksóknara þar ,sem sagði að rétt hafi þótt að fella málið niður þar sem það atriði sem kæran var byggð á, stimplun síðasta söludags, hafi verið leyft með undan- þágu,” sagði Hrafn. —Áttu þá ekki von á því að málið verði fellt niður aftur? „Ég vænti þess að ríkissak- sóknari og lögreglan geri skyldu sína í þessu máli sem öðrum og fari að lögum. Hér er um margfalt brot að ræða sem Mjólkursamsalan hefur beðizt afsökunar á, en það er að sjálfsögðu ekki nægjanlegt til að „Ég hef lítið um þessa kæru að segja þar sem ég hef ekki séð hana. Ég var einmitt að biðja lögfræðing minn að útvega hana þó það sé ekki blaðamál. Á meðan ég hef ekki séð kæruna vil ég ekkert tjá mig,” sagði fella niður kæruna. Þetta er mikið og stórt mál og ég vona að því verði fylgt eftir af hálfu neytenda og blaða. Og auðvitað vona ég að málið hljóti rétta meðferð,” sagði Hrafn V. Friðriksson. -ELA. Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, er' DB innti hann álits á kæru Heilbrigðiseftirlits ríkisins á hendur Mjólkursamsölunni í Reykjavík og öðrum mjólkursam- lögum. -ELA. Forstjóri M jólkursamsölunnar: Hef ekki séð kæruna Áskrrfendur DB athugið Vinningur i þessari viku er 10 glra Raleigh reiðhjól frú Fólkan- um, Suðurlandsbraut 8, Reykjavík og hefitr hann verið dreginn út. Nœsti vinningur verður kynntur I blaðinu á mánudaginn. Nýir vinningar verða dregnir út vikulega nœstu mánuði. hressir betur.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.