Dagblaðið - 27.07.1981, Side 10

Dagblaðið - 27.07.1981, Side 10
,0 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1981. G Erlent Erlent Erlent Erlent I Meira en 350 þúsund gyðingar hafa flutzt f rá Rúmenfu síðastliðin 25 ár: „Israel er okkar andlega heimiir — „Enginn ætti nokkru sinni að öfunda gyðing/’ segir rabbí Rósen, yfirmaður gyðingasamfélagsins íRúmeníu Gyðingar í Rúmeníu skipta hinu stöðugt minnkandi samfélagi sínu í tvo hópa — þá sem enn eru of ungir til að flytjast til ísraels og hina sem eru of gamlir til þess að fara úr landi. Meira en 350 þúsund gyðingar hafa flutzt frá i’úmeníu á síðast- liðnum 25 árum og nu er svo komið að aðeins eri. ftir 33 þúsund gyðingar þar lil að varðveita hefðir þeirra og til að fylgjast nteð börnunum er þau vaxa úr grasi og þar til þau flytjast úr landi. „Allt þetta unga fólk sem þú sérð þarna mun flytjast brott,” segir Moses Rosen, æðsti rabbí um leið og hann bendir á hóp litilla drengja sem eru fyrir utan aðalsamkunduhús gyðinga í Búkarest. „Eftir tuttugu ár verða ef til vill aðeins 10 þúsund gyðingar eftir hér,” bætir hann við dapurlega. Sú ákvörðun rúmenskra yfirvalda í lok sjötta áratugarins að leyfa gyðingum að flytjast úr landi, ef þeir vildu, hefur höggvið stórt skarð í þetta átta alda gamla gyðinga- samfélag sem hafði þegar minnkað um helming í helför síðari heims- styrjaldarinnar. Tala vegabréfa til ísraels nálgast nú 400 þúsund en sú tala er rúmenskum gyðingum minnisstæð þar sem það er sami fjöldi og lézt úr þeirra hópi í útrýmingarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Aðeins þrír rabbiar eru eftir af þeim 600 sem lifðu af stríðið. Síðasta rabbíaskóla landsins, sem staðið hafði af sér and-semítískar árásir Stalíntímans í byrjun 6. áratug- arins, var lokað árið 1966 þegar allir kennarar skólans, 55 að tölu, og nemendur fluttu til Brooklyn í New York. „Sérhverjum gyðingi er ljóst að hann getur farið,” segir rabbí Rosen, sem er 69 ára gamall. Áður var það þannig að þú misstir atvinnu þína og varðst að bíða í áratug eftir að fá vegabréfsáritun. En þannig er þetta ekki lengur.” Jafnvel hinn hvítskeggjaða öldung, sem verið hefur Ieiðtogi gyðingasamfélagsins í Rúmeníu síðan 1948, langar til að flytjast til ísraels. En hann segist ekki geta það vegna þess að engir ungir rabbíar eru til að taka við starfi hans. „Það er skylda okkar að varðveita allt þetta,” segir hann til að útskýra hvers vegna hann verður að vera áfram. Rúmenía, sem er eina Var- sjárbandalagsríkið sem heldur uppi stjórnmálasambandi við ísrael, hefur ennþá 120 samkunduhús gyðinga, 24 Talmud-skóla, 11 Kosher- ! ’Stp -IIJK -|J* h'.jlSK',T,T ! »S!‘? "iwjwi TM TWíff KW^kwi »ov ria? bj^i, '? nw jjp, k rn,-r dp oSy (»nbSip tijit, ptivrfjKbj,;,, bnýifiTsjo1? D'Dl?»n jarrnKy ,-ýpn rnKiien,Tr®5 Dri_¥P Snj-if D'! njip np?T! t> njnS''TÍT'nS’f P pipjrS?htn -V i *>» i s>“ f*Ue [íviJauteO I . | # •U**) + Dítl | 1- « + lt*3l“> dí (• frt con) |6J* 5 rr.J| (homoeotel) | • (cí 19) tjfi |PþV np'fin P.KD kji- Ki? -Stnp ripre-KS n»K tjep H^ll 'nþlOP VlT’ntr! Sin»n jipipTK jipbín , pf ppipn’-nnK« inin n&fy ’SStn-n’Kj., 11 ifií'ppn'. WÍ ’n??n tV* mpmipK S?? trtpn ^n?V , j/rf Vínr aw Vw nKTV yytn, ItpliVipV 3I9? Kir'?« i'np? nj?K nrn rrjn-Sp tripj H?? TC 'njnySK Hytrm, anbyyyi tök rpnj 'ájrSp, 'þPSíi*! i,ie'PV 'rj?~i»K rrjT n? nvi? nyx ff? iVnKipiT lopoTP iTV?1, Dninn-nKi onjirmK ??k “t4??1 D? •n??Ki kóit-kS nytt bná,. D$j1SK1o'£’rn<, mjinp'iK'npnn -nrÍKn ptrStt 'D,T3tp t, - tevsy P8? TV# ’Snnrn i tafí Denbs>rnj>tt ptt?. ^1! taj»v* :>i»if>n'-inpni nitpn nbiri t Ti: V?# ’V'PK'T1. DDK -ipifmipK -QTaýt pts? Dþo) nptj rrjrn rnri? nfK -tpti ofnattS nrpj njitt 'oyng Ttn ofjíiTnK- í|f?ifr pjB rop®y- .fr;? B,” bfr iVnncri nytt ^BP1? nnbcv* i'DSíWP ir»gi, "TO iMfOTl D75® oyni? oþn?11?npif>|s ngtt D,Tpifm' ijnw m? VWB cri.ifBB'riKV'n nytt on jinVqji jiBr>??>’ JBP njnrrbtfi ppp njnnÁtt'mnnB nyry TrfnS,- DEþnBn nfitr?,, i'.pSK' ópp Sp? Drrbtt PB®V *' tfjp njfib i -r? irnjn -ityp pttn >pp S?b nVójV ÍTÍ^ nþpp i tt\« i i nyr nhK d«j?bb B'pbltnK jitrVtnp. íþ ntn n;n«T! nVprvTS? rjt nýT-SK'bVennV nbSý ®SBn tbti, T?-p-Sp pp«j 'nyr npp 'JbSb p»' • 4I,>«» | 4* * >•“• (homoeowct) | W >Ch Pnil V3 • * I 43 M a*J13Kp^,JTp l4S'cf54' |46'«f9W*»«lrf*y.,**l,>#,L 147' |» 9MSS | 48 * • Qtyf | > 18MSS Ch •»-CTJ | » Q '0— | 49 * | 5« « sCh 6^0 • HJTíF | » aCh • + TJWl' 4] * I e jjMSS •*LJ Ch 1W«] | 44 • I c jMSS Vi» Ch | * 1 ftt e Ch ••í#? | 47 * 1 frt c Ch O'JV (cf •) I 48 * I prb tHT3V(Ch tr}¥) I 49 — >«“.1 “■H <í 45 | 50 • I fct c • (t. áhu(ai( otm*v) I 54 * > ** «>K1 (PH- ... . Dp ,dtl). Hebreska biblian. Með trúðfræðslunni gera leiðtogar gyðinga í Rúmeniu sér vonir nm að unga fðUdð flytji frekar til tsraefa en Bandarikjanna. Mynd frá Rúmeniu. Þar fá gyðingar að halda sérkennum sinum en engu að siður flykkjast þeir úr landi. fá ekki dulið þá stöðugu baráttu sem á sér stað til að halda lífinu í sam- félaginu og stofnunum þess. Aðeins helmingur sam- kunduhúsanna er notaður reglulega. Félagsleg þjónusta gyðingasamfélagsins stendur hins vegar fyrir sinu. Hún er að mestu leyti fjármögnuð með framlögum frá gyðingum í Bandaríkjunum. Fata- og matarpakkar berast af og til handa um 10 þúsund manns og mánaðarleg framlög til um 4 þúsund manna. Kosher-veitingahúsið í Búkarest út- hlutar máltíðum til um 350 rúmliggjandi gyðinga. „Það er vara til sú fjölskylda að brottflutningurinn hafi ekki höggvið skarð í hana,” segir rabbí Rosen. „Fólk sem misst hefur börn sín úr landi þarfnast aðstoðar. ” Fyrir þau börn sem enn hafa ekki farið úr landi er haldið uppi trú- fræðslubekkjardeildum, kórum, hljómsveitum, leikhópum og stöðugt er á það minnt að áfangastaðurinn hljófi að vera ísrael ef flutzt er úr landi. „Við leggjuin áherzlu á trúfræðslu barnanna, svo að þau taki ekki Bandaríkin fram yfir ísrael,” segir rabbíinn með áherzlu. „Við gengum ekki í gegnum allt þetta (helförina) til þess eins að láta gyðinga fara frá Moskvu til Fila- delfíu.” Rabbi Rósen vill ekki ræða það hvers vegna gyðingar flykkist út úr þessu kommúnistaríki. „Það er lítið um að gyðingar verði fyrir aðkasti, hvort heldur er i einkalífi eða opinberlega,” segir rabbi Rósen, en í guðfræðilegum efnum fylgir hann strangtrúnaði feðranna. „Mörgum finnst einfaldlega að ísrael sé þeirra andlega heimili. „í trúarlegu tilliti er ekki haldið aftur af okkur,” segir hann. Við höfum alla möguleika á að halda sér- kennum okkar sem gyðingar án þess að þurfa að skammast okkar eða óttast. Og við erum dyggir þegnar Rúmeníu svo iengi sem rikið gerir okkur mögulegt að vera gyðingar og veitir okkur frelsi til að fara úr landi.” Aðspurður um hvort þessi for- réttindi að fá að flytjast úr landi kunni ekki að skapa vandamál meðal fólks af ungversku eða þýzku bergi brotnu sem kunni að vilja flytjast úr landi, svarar rabbi Rósen hvasst: „Enginn ætti nokkru sinni að öfunda gyðing.” Helför gyðinga (Holocaust). „Viö gengum ekki f gegnum þetta til þess eins að komast frá Moskvu til FUadelflu.” Grátmúrinn I Jerúsalem. ísrael er takmark flestra þeirra gyöinga sem flytjast firá Rúmenfu. veitingahús, átta rétttrúnaðar- elliheimili, fréttablað sem kemur út tvisvar í viku á hebresku og jiddisku og 300 sæta leikhús. En þessar tölur /

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.