Dagblaðið - 27.07.1981, Qupperneq 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. JÚLÍ 1981.
Jöklagleði ’81:
TIBRA SKEMMTIR
AÐ ARNARSTAPA
— hundraðasti hver gestur f ær ókeypis
hársnyrtingu
Þrír dansleikir verða haldnir að
Arnarstapa á Snæfellsnesi um verzl-
unarmannahelgina. Hljómsveitin Tíbrá
frá Akranesi sér um tónlistina á þeim
öllum. Ýmislegt fleira verður brallað á
hátíðinni sem hefur hlotið nafnið
Jöklagleði ’81. Meðal annars verður
knattspyrnukeppni milli hljómsveitar-
innar og úrvalsliðs mótsgesta á laugar-
daginn.
Þá um kvöldið verður kyntur varð-
eldur ef veður leyfir. Þar safnast gestir
saman og syngja og skemmta sér. Þar
kemur fram söngkvintett sem kallar sig
Stripp-kvintettinn. Leynigestur há-
tíðarinnar verður tvífari tvífara
Presleys númer sjö að því er segir í til-
kynningu frá aðstandendum Jöklagleð-
innar. Hundraðasti hver gestur hennai
fær ókeypis hársnyrtingu.
Mörg undanfarin ár hefur skemmtur
að Arnarstapa verið fastur liður urr
verzlunarmannahelgina. Fyrr á árum
léku þar hljómsveitir á borð við
Brimkló og Hauka. Tíbrá frá Akranesi
lofar að allir skemmti sér hið bezta á
Jöklagleði.’81. Hún leikur tónlist af
ýmsu tagi, aðallega kraftmikið rokk.
-ÁT
Frá Galtalækjarskógi. Þar er áfengisneyzla stranglega bönnuð.
Bindindismótið í Galtalækjarskógi:
Fjölskylduskemmtun helgarínnar
Þeir sm neyta áfengis eru beðnir
um að skemmta sér annars staðar um
verzlunarmannahelgina en i Galta-
lækjarskógi. Þar verður að vanda
haldið bindindismót með fjölbreyttri
dagskrá.
Hátíðin hefst föstudagskvöldið 31.
júlí. Þá verður diskótek á stóra pall-
inum. Það verður síðan flutt inn í
tjald og gefst fólki kostur á að dansa
þar á laugardags og sunnudagskvöld.
Það verður hljómsveitin Galdra-
karlar sem skemmtir gestum í Galta-
lækjarskógi. Meðal annars verður
hún með fjölbreytta barnadagskrá
asamt félögum í Þórskabarettinum.
Hann kemur reyndar víðar við sögu
og annast kvölddagskrána á sunnu-
dag. Fjúka þá áreiðanlega nokkrir
góðir frá • þeim Halla, Ladda og
Jörundi.
Meðal annarra atriða á bindindis-
mótinu í Galtalækjarskógi má nefna
guðsþjónustu, hátíðarræðu, varðeld
og góðaksturskeppni. Þá er fyrir-
hugað að starfrækja tívolí á
staðnum.
Sérstakar hópferðir verða í Galta-
lækjarskóg frá Umferðarmiðstöðinni
í Reykjavík á föstudag og laugardag.
Bindindismótin i Galtalækjarskógi
hafa nú verið haldin í þrettán ár og
alla tíð notið mikilla vinsælda sem
fjölskylduskemmtunin um verzlunar-
mannahelgina. Aðgangur að mótinu
kostar 180 krónur fyrir þrettán ára og
eldri.
-ÁT-
W*
w
pwg
íLtfiní
Hljómsveitin Tlbrá frá Akranesi leikur á dansleikjunum þremur að Arnarstapa um
verzlunarmannahelgina. DB-mynd.
Hljómsveitin Friðryk skemmtir öli kvöld útihátfðarinnar f Atlavik.
Útihátíð í Atlavfk:
DB-mynd: Sigurður Þorri.
SKIPULAGT SAM-
KOMUHALD END-
URREIST EYSTRA
Hljómsveitin Chaplin frá Borgarnesi. Einnig kemur fram i Árnesi hljómsveitin Tappi tikarrass.
Eitt sinn voru útihátíðir í Atlavík
fastur liður um verzlunarmannahelg-
ina. Um tíu ára skeið hefur skipulagt
skemmtanahald legið þar niðri en nú
hefur Ungmenna- og íþróttasamband
Austurlands ákveðið að slá upp hátíð
um næstu helgi.
Það er hljómsveitin Friðryk sem
aðallega sér um fjörið í Atlavík. Ekki
þótti annað fært en að fá hana því að
það var einmitt þar sem Sigurður
Karlsson trommuleikari fór fyrst á
dansleik, þá sjö ára gamall! Einnig
kom Pálmi Gunnarsson Vopnfirð-
ingur þar margoft fram á yngri árum.
Auk hljómsveitarinnar Friðryks
kemur Magnús Eiríksson fram með
Mannakorni. Magnús flytur bæði ný
lög og eldri. Þá hafa liðsmenn
Friðryks og Guðmundur Ingólfsson
píanóleikari æft upp hressilegt
ÁSGEIR
TÓMASSON
sveifluprógramm sem telur ein tólf
lög.
Samkoman í Atlavík hefst á föstu-
daginn og stendur fram á mánudag.
Á sunnudaginn er venja að gestir taki
að hyggja að Lagarfljótsorminum.
Austfirðingar segja að hann hafi
sjaldnast látið sig vanta á sam-
komurnar á þriðja degi.
-ÁT-