Dagblaðið - 10.08.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 10.08.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1981. Núskalspara: Bflar með minni en 2,2 lítra vélar lækka um 5% í verði Nú þegar ríkisstjórnin hefur sett þær reglur sem lækka verð bila með vélar minni en 2,2 lítra um nær 5% er þess að vænta að einhverjir spyrji sem svo hvað eru þessir lítrar í vélum. Til skýringar skal þess getið að á fjölda bila má lesa litrastærð véla þeirra, en stærð vélanna er oft og ein- att gefin upp á afturenda bílsins, þá gjarnan sem rúmsentrimetratala t.d. Fólksvagninn 1200 er þá bíll með 1,2 litra vél og Cortina 1300 er bill með 1,3 lítra vél og Austin mini 1000 er þá með eins litra vél. Sfundum er talan gefin upp með öðrum hætti t.d. Taunus 17 M var með 1,7 lítra vél. Þá var sami Taunusbill 20 M með tveggja lítra vél. Mercedes Bens 280 er þá með 2,8 litra vél og væri þá fyrsti bíllinn sem hér er nefndur sem ekki myndi lækka í verði við nýju reglurnar. Bandarfskir bilar hafa oftast verið reiknaðir 1 vélarstærð 1 rúmtommum, en hjá umboðunum liggja yfirleitt fyrir upplýsingar um þá, þar sem vélin er reiknuð í rúmsentrimetrum. Standir þú, lesandi góður, hins- vegar frammi fyrir þvi dæmi að hafa aðeins rúmtommur vélar, þá er afar nálægt rétt, að 100 rúmtommur séu 1,6 litra eða 1600 rúmsentimetrar. Gróflega sagt má svo segja að afl vélar sé þeim mun meira sem rúm- sentrimetratalan er hærri og vitan- lega er þá t.d. Austin Mini 1000 afl- meiri en Austin mini 850 og þá t.d. Lada 1600 meiri bíll að afli til en Lada 1200. Hér á síðunni eru svo nokkrir bílar frá ýmsum umboðum en þeir eiga það sameiginlegt að vera allir undir nýju mörkunum, sem þýðir að þeir munu lækka 1 verði um ca. 5% eins og áður sagði. Á einni siðu er ekki hægt að geta allra bíla, en flestir japanskir bilar, utan þeir stærstu, munu sleppa undir mörkin og lækka í verði. Nokkrar glæsikerrurnar frá BMW lenda yfir mörkunum svo og stærstu bílarnir frá Fíat, Renault og Peugeot sem þó eru fágætir hér á landi. Loks má svo velta því fyrir sér, hvort ekki hefði mátt velja þrjú þrep, þannig að t.d. bílar með 1200 rúmsentimetra vélar og minni hefðu lækkað 1 verði um 10% sfðan þessir upp í 2200 rúmsentimetra vélarnar um 5% og loks þessir með eldsneytisgleypana ekkert. Þetta mætti skoða eins og stjórnmálamennirnir segja. Þess má svo að lokum geta að öll verð sem nefnd eru í þessari grein eru gömlu verðin, sem sagt, allir nefndir bílar lækka um nær 5% ðllum til ánægju. •Kr. Sn. V Talbot Solara er nýr blll hjá VökU og enn er ekki nema einn sUkur kominn til landsins, þó fleiri séu væntanlegir. Talbot Solara er ættingi Simca og tengdur bæði Peugeot og Citroen og lenda aUar gerðir hans i ðdýrari flokknum, undir 2,2 Utra. Mercedes Bens með stjörnuna sina er sennilega einn vandaðasti bill sem ekur um vegi landsins og þó viðar væri leitað. Leigu- bilstjórar eru hinsvegar að eyðileggja ánægju almennings af þessum gððu bilum, með þvi að gera þá að algengum atvinnu- tækjum og eiga þeir þó ekki einir sök, verksmiðjan höfðar til þeirra með góðum og vönduðum atvinnutækjum, en þetta er önnur saga. Bensinn er svo stór bill, að við njðtum aðeins lækkunar verðs á gerðunum 200 og 200 D eða bensin og dfsil gerðunum með 2 litra vél. Þessir bflar standa vissulega langtum framar mörgum öðrum 2 Utra bilum, en verðið á þeim er nú, Bens 200 bensin 204 þús. kr. og Bens 200 dfsil 214 þús. kr. og svo kemur 5% lækkunin öllum til ánægju. Heildverzlunin Hekla hf. sem er með Fðlksvagninn, Audi og Mitsubishi Colt. AlUr bflar Heklu lenda undir 2,2 Utra mörkunum og ég veit ekki betur en stærsta vélin sem flnnst I bilum þaðan sé svoköliuð 2,2 lftra vél en hún er nákvæmlega 2144 rúmsentimetrar. Vel sloppið hjá Heklu með sfna vinsælu bfla. Myndin sýnir Golf en L gerðin kostaði 96 þús. kr. Beggja blands. Volvo sem öfundarmenn kalla sænska traktorinn lendir svona mitt á 2,2 Utra markinu. Dýrustu bilarnir hjá Volvo sem sleppa undir mörkin og iækka því i verði eru t.d. fjögurra dyra fólksbfliinn 244 DL sem kostar nú 144 þús. kr., fólksbíllinn 244 TURBO sem kostar 199 þús. kr., og Station bíliinn 245 DL sem kostar 152 þús. kr. AlUr bftarnir, 343 og 345 lækka í verði en t.d. Volvo bílar með vélar yfir 112 hö. hækka f verði utan TURBO biIUnn sem er þó 155 hö. Sænska má þvi vel una sinum hlut. Dodge Aries. Chrysler bilar hafa löngum verið vinsæUr á íslandi og áhugamenn um þá bfla mega fagna þvf, að næstu sendingar Ariel bflanna munu verða með 2,2 Utra vélar og lækka þvi f verði. Núverandi verð miðað við sama bfl en með 2,6 Utra vél er um 174 þúsund kr. en það ætti að þýða aö auk 5% lækkunarinnar kæmi einhver lækkun með minni vél. Þess skal gætt að þetta verð er miðað við bíl með öllu eins og sagt er, eða sjálfskiptingu, vökvastýri, aflhelmum, framhjóladrifi og plusssætum svo eitthvað sé nefnt, og ekki má gleyma elektrðniskri kveikju, hvað sem kalla ætti sUkt apparat á fslensku. Umboð VökuU h/f. Hekla h/f er Ifka meö Coltinn en myndin er af Colt 1200 GL sem fimm dyra kostaði 90 þús. kr. 1/8 ’81.1200 vélln er raunar 1244 rúmsentimetrar en algengara er aö bUar sem eru með táknl t.d. 1000 1200 eða 1300 séu þá með vélar sem i rúmsentimetrum eru rétt innan við tUgreinda tölu, t.d. þá bUI sem er með táknið 1000 gæti verið með vél svona 997 rúmsentl- metra. Motors bUa og má nefna Opel, Chevrolet, Vauxhall og Isuzu frá Japan og loks Intemational svo þar ættu aUir að fá eitthvað við sitt hæfi. Isuzu jeppinn er t.d. gffurlega fallegur og spenn- andibUI. Á myndinni sjáum við Isuzu jeppann en f fðlksbUaflokknum eru vélar 1584 og 1817 rúmsentlmetra. J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.