Dagblaðið - 10.08.1981, Side 14

Dagblaðið - 10.08.1981, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1981. Hvalstöðin i Hvalfirði: „Starfsmcnnirnir eru keyrðir áfram i fimmtán vikur samfleytt með átta tima vinnu og átta tíma hvfld,” segir forstjórí Vinnueftirlitsins. DB-mynd: Ásgeir Tómasson. Vinna stöðvuð hjá Hval hf. í Hvalfirði —Vinnueftirlitið kref st þess að þar verði farið eftir lögum um lágmarks hvfldardaga Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., fékk frest til hádegis í dag til að skila tillögum um breyttan vinnutíma i vinnslustöðinni í Hvalfirði. Menn frá Vinnueftirliti rlkisins stöðvuðu vinnu 1 stöðinni á föstudagskvöldið þar eð tilmælum þeirra um breytingar á vinnutima starfsmanna hafði ekki verið sinnt. Forráðamenn Hvals hf. neita að fara eftir ákvæðum um lágmarks hvíldardaga sem lögum samkvæmt á að vera minnst einn 1 viku,” sagði Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, 1 samtali við blaöa- mann DB. „f hvalstöðinni f Hvalfirði eru starfsmennirnir keyrðir áfram 1 fimmtán vikur samfleytt með átta tfma vinnu og átta tfma hvild.” Eyjólfur sagði aö forráðamönnum Hvals hf., hefði verið gefin tvö tæki- færi til aö koma málinu í lag. Því hefði ekki verið sinnt og þvf hefði ekki verið um annað að ræða en að stöðva vinnu í stöðinni. Starfsmenn Vinnueftirlitsins fóru i hvalstöðina á föstudagskvöldið og innsigluðu þar löndunarkrana. Inn- siglið var ekki rofið fyrr en Kristján Loftsson hafði undirritað yfirfýsingu þess efnis að hann myndi skila inn hugmyndum um breytingar á fyrir- komulaginu fyrir hádegi á mánudag, það erf dag. Hjá Hval hf. í Hafnarfiröi er farið eftir lögunum um lágmarkshvfldar- tfma. Þar vinna menn í niu daga og taka sér síðan fjörutfu klukkustunda hlé. -ÁT- Tilkynnt um 21 þjófnað í Þjórsárdal um verzlunarmanna helgina: „MENN VIRÐAST GERA ÚT Á SVONA ÞJÓFNAÐI” „Það voru þarna meðal annars ungir menn sem komu með rútu. Á meðan þeir voru að snúast og leitasér að tjald- stæði var öllum viðlegubúnaðinum stolið frá þeim,” sagði Gunnlaugur Vilhjálmsson, lögregluvarðstjóri á Sel- fossi. í vikunni hefur borizt 21 kvörtun til lögreglunnar um þjófnað á tjöldum, svefnpokum og öðrum viölegubúnaði úr Þjórsárdal um verzlunarmannahelg- ina. ,,Það virðist hreinlega sem menn geri út á svona þjófnaði.á útimótum,” sagði Gunnlaugur. Lftið hefur fundizt af þeim stóru hlutum sem stolið var en hins vegar hafa fundist lyklar og peningaveski sem einnig haföi verið tilkynnt um aö stolið heföi verið. „Eitthvað af þessu kann aö hafa misfarizt f fyllirii. Menn vita oft ekld hvar þeir setja hlutina. En öðru hefur greinilega verið stolið,” sagði Gunnlaugur. Ekki þorði hann að gefa upp í tölum verðmæti þess sem menn sakna. Lik- legt er talið aö þeir sem leggja fyrir sig þjófnaö á viðlegubúnaði i þetta stórum stil geri það til þess að selja hann sfðar meir. ,,En það eru fíftí-fifti likur á að þeir náist nokkurn tfma,” sagði Gunn- laugur. -DS. Þrennt hætt komið þegar skútu hvolfdi við Selt jarnarnes: Bjargaðeftir þriggja stund- arfjórðunga volk f köldum sjónum Sextán feta seglskútu hvolfdi fyrir utan Hrólfskálavör á Seltjarnarnesi á tíunda tímanum á laugardagskvöld. I skútunni voru hjón á sextugsaldri og sonur þeirra á þrítugsaldri. Höfðu þau siglt skútunni frá Engey, fyrir nesiö, i bliðskaparveðri, er allt f einu skall yfir snögg vindhviða. Skipti þá engum togum að báturinn fór á hliðina. Með harðfylgi tókst að reisa hann við en þá var hann orðinn það fullur af sjó að honum hvolfdi aftur. Sonur hjónanna synti þá í land að leita hjálpar, um 80 metra leið. Menn á nærstaddri trillu sáu óhappið og komu þeir fólkinu til hjálpar. Var það búið að vera í sjónum f 45 minút- ur þegar báturinn kom að. Voru þá lögregla og björgunarsveitir lagðar af stað út til hjálpar. Fólkið var að vonum anzi þrekað eftir volkið og var það flutt á slysa- deild. Heim fékk það að fara um hádegið. Dagblaðið hafði samband við konuna sfðdegis í gær. Sagði hún þá að þeim liði mjög vel þó þau væru þreytt. Þetta hefði verið mikil reynsla en að svo stöddu vildu þau ekki ræða málið frekar við blaðamenn. Mesta mildi er talin að ekki fór verr. Veðrið var að vísu ekki mjög slæmt en sjórinn kaldur og þó nokkurgola. -DS/LKM. Brutust inn á bóndabæ Þrfr piltar brugðu sér austur fyrir fjall á laugardaginn og stálu þar ýmsu fémætu á bóndabæ. Þeir höfðu á föstudag leigt sér bfl i Kópavogi og voru búnir að keyra vfða. Ekki er alveg Ijóst hverju þeir stálu á bóndabænum því rannsóknarlögreglan var f gær að hefja skýrslutöku. Eftir að hafa sótt bæinn heim lentu ungu mennirnir í árekstri rétt fyrir utan Reykjavík. Af einhverjum ástæðum sáu þeir sér ekki fært að bíða eftir lögreglu heldur héldu áfram í Hvalfjörð. Þar náði lögreglan þeim á endanum. Tveir af piltunum voru drukknir. -DS. Hraunsholt f Garðabæ. Sfðasti kaflinn sem eftir er að endurbæta á leiöínni milli Reykjavfkur og Hafnarfjarðar. Vegurinn umdeildi íGarðabæ: BYRJAÐ Á HRAUNS- HOLTINU UM MÁNAÐAMÓTIN Núna næstu daga verður auglýst eftir tilboðum f Hafnarfjarðarveg um Hraunsholt i Garðabæ. Þar er ætlunin, eins og mönnum mun kunnugt, að breikka veginn tíl samræmis við þá breikkun sem þegar er langt komin milli Arnarness og Silfurtúns. Breikkun vegarins hefur valdiö miklum deilum og var framkvæmdum við Hrauns- holtsveginn frestað þeirra vegna um tíma. Nú um næstu mánaðamót er hins vegar ætlað að hefjast handa, að sögn Snæbjðrns Jónassonar vegamálastjóra. Framkvæmdir við veginn fyrir neðan Silfurtúnið hafa gengið eftír áætlun. Lagning slitlags hefst f vikunni og fljót- lega má gera ráð fyrir að vegurinn verði opnaður. Til að byrja með verður þá aðeins ekiö á nýja hlutanum þvi gamla hlutanum verður lokað. Á þar að laga ræsi og undirgang í samræmi við það sem er á nýja hlutanum. Jón Rögnvaldsson, yfirverkfræð- ingur Vegagerðarinnar, sagði að þeir sem vinna við veginn hefðu ekki orðið varir við óánægju fbúanna f þvf formi að þeir væru að reyna að spilla fram- kvæmdum. Andstæðingar vegarlagningarinnar hafa bent á þá hættu sem þeir telja að 'fólki stafi af því að með breikkun Hafnarfjarðavegar aukist umferðar- hraðinn til muna. Kjósa þeir heldur að leggja veginn meðfram sjónum en í gegn um þveran Garðabæ. -DS. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Simi 15105

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.