Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981. 9 Fyrsta erlenda fréttamyndin send um Skyggni: 10 MÍNÚTNA MYND KOSTAR SJÓNVARPID 6.000 KRÓNUR Hiín*iOar vV LaiHÍhúnaOarvrlar hí. j Suðurlandsbraut 14 — Reykjavík — Sími 38600 Verð ca kr. 75.400 en af sláttur er veittur f rá þessu verði fyrir sendingar milli Norðurlanda og reglubundnar myndasendingar „Ef aðrar sjónvarpsstöðvar eiga ekki pantaðan tíma þá er auðvelt fyrir íslenzka sjónvarpið að fá fréttamyndir frá útlöndum. Myndir þessar eru þá sendar um einn þriggja gervihnatta sem alþjóðlega fyrirtækið Inter-Sat á, en sá hnöttur þjónar báðum Ameríkunum, Evrópu, Afriku og hluta Asíu,” sagði Gústav Arnar, deildarverkfræðingur hjá Pósti og síma, í samtali við DB. Á sunnudagskvöld var í fyrsta skipti sýnd í islenzka sjónvarpinu erlend frétta- mynd sem send var frá útlöndum í gegnum jarðstöðina Skyggni í Mos- fellssveit. Sú mynd var af skipbrots- mönnum af Tungufossi, sem sökk út af strönd Englands á laugardag, er þeir komu í land. Fréttamynd þessa tók brezka sjón- varpið, BBC, og var hún geymd á myndsegulbandi. Eftir hádegið á sunnudag höfðu íslenzkir sjónvarps- menn samband við BBC og þar sem engin önnur sjónvarpsstöð átti pantað- an tíma var umrædd fréttamynd send um gervihnöttinn til íslands. Var tekið á mótihennii Skyggni.Að sögn Gústavs Amar þurfti að kalla út starfsmenn á vakt til að taka á móti myndunum og athuga varð að öll tæki Skyggnis væru i lagi fyrir sendinguna, enda sjaldgæft að myndir séu sendar utan úr heimi í gegnum jarðstöðina. Samstilla varð tæki BBC í Englandi og tæki Skyggnis og að því búnu gat myndasendingin farið fram. Gústav sagði að þegar Skyggnir var tekinn í notkun hefði verið ákveðið að miða gjaldskrá þessarar þjónustu við það gjald sem erlendar sjónvarpsstöðv- ar í Vestur-Evrópu greiða fyrir frétta- myndasendingar. Ekki er hægt að biðja um styttri fréttamyndir en tíu mínútna langar og kostar slík fréttamynd 6 þúsund krónur. Hver mínúta umfram þann tíma kostar síðan 220 krónur. Póstur og sími býður upp á afslátt af þessu verði og t.d. er gjald fyrir mynda- sendingar milli Norðurlanda mun lægra. Sé um að ræða reglulegar send- ingar, sem alltaf eru pantaðar á sama tíma á hverjum degi, getur gjaldið minnkað um helming. Ennfremur er ódýrara að fá fréttamyndir af at- burðum á borð við ólympíuleikana. Á sínum tíma bauð Póstur og sími sjónvarpinu fréttapakka frá Eurovision en þeir eru 45 mínútna langir og eru sendir fyrir og eftir hádegi. Fréttapakk- ar þessir voru boðnir á afsláttarverði. Að síðustu sagði Gústav að bezt væri að panta tíma fyrir sendingu með a.m.k. viku fyrirvara, það væri aldrei hægt að treysta á að aðrar sjónvarps- stöðvar væru ekki með pantaðan tíma þegar þörf væri fyrir fréttamyndir utan úrheimi. -SA. DANSSKOLI Sigurðar Hákonarsonar BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR Kenndir allir almennir dansar, svo sem: Barnadansar — Samkvæmisdansar — Discodansar — Gömlu dansarnir — Rock - Tjútt - Dömubeat, o.fl. Brons-Silfur og Gullkerfi DSÍ ATH: BARNAKF.NNSLA EINNIG Á LAIJGARDÖGUM. KENNSLUSTAÐIR: Reykjavík: Félagsheimili Víkinga v/ Hæðargarð Þróttheimar v/Sæviðarsund. Kópavogur: Félagsheimili Kóp. v/Fannborg 2. Innritun og allar nánari upplýsingar daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557 74051 og 74651 DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ "I LADAmmm Munið að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. Það var stað- fest í könnun Verðlagsstofnunar. ORGEL OG SKEMMTARANÁMSKEIÐ Umsjónarmaður og leiðbeinandi Jónas Þórir. Innritun og uppl. í RÍN hf., sími 17692. Kennt eftir nýju íslenzku kerfi. Einnig stutt og ódýr skemmtaranámskeið þar sem fólki er kennt að komast fljótt og vel af stað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.