Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 22.09.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1981. BIAÐIÐ Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Svoinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Aðstoóarritstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjórí: ómar Valdimarsson. Skrtfstofustjórí rítstjóman Jóhannes Reykdal. Iþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aöstoöarf róttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atii Stoinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albortsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Siguröur Sverrísson. Ljósmyndir: BjamleHur BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurösson, Siguröur Þorri Sigurösson og Svoinn Þormóösson. SkrHstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkorí: Þráinn ÞoríeHsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Halldórs son. DreHingarstjórí: Valgeröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síöumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur: Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrofc Dagblaöið hf., Siðurnúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkoHunni 10. Áskríftarverö á mánuði kr. 85,00. Verö i lausasölu kr. 6,00. Umheimurinn erinniágafli Þeir, sem ekki voru áður búnir að sjá Snorra Sturluson af myndsnældu, fengu að sjá hann í fyrrakvöld og komust þar með í umræðuhæfra manna tölu. Án snarræðis myndsnældumanna hefði sjónvarpið líklega geymt Snorra til jóla. Lögreglurannsókn er nýlega hafin vegna kæru út- varpsstjóra á hendur ótilteknum mönnum fyrir að taka upp hina dönsku útsendingu og dreifa henni til al- mennings um eitt eða fleiri myndsnældukerfanna, sem fara hér um sem eldur í sinu. Snorramálið er gott dæmu um, að myndsnældurnar eru smám saman að rjúfa einkarétt Ríkisútvarpsins á sjónvarpi. Ráðamenn þess geta ekki lengur ákveðið, hvenær hentar þeim að senda út efni, sem liggur tilbúið til útsendingar. Nú er talið, að um eða yfir 80% íbúða í Breiðholti séu tengd myndsnældukerfi. Þar á ofan hafa nokkur kerfi þar verið tengd saman í eitt stórt 1000 íbúða og 4000 íbúa kerfi. Litlu útvarpsstjórarnir eru að stækka. Þessi sprenging er engan veginn bundin fjölbýlis- húsum. Einbýlishúsahverfi voru fyrst tengd saman með kapli í myndsnældukerfí á Suðurnesjum og síðan annars staðar. Seljendur slíkra tækni auglýsa meira að segja opinberlega. Búið er að koma fyrir kapalkerfum í Stykkishólmi og á Hvolsvelli. Framkvæmdir eru langt komnar í Vestmannaeyjum og Borgarnesi og eru fyrirhugaðar á Akureyri, Siglufirði og Hornafirði. Sókn myndsnæld- anna verður ekki stöðvuð. Augljóst er, að fljótlega kemur að því, að meirihluti þjóðarinnar hafi aðgang að fleiri útvarpsstjórum en Andrési Björnssyni. Kærur og lögreglurannsóknir hafa ekki og munu ekki megna að hindra þessa byltingu. Enn sem komið er, hefur einkaréttur Ríkisútvarpsins fyrst og fremst verið rofinn í afþreyingarefni. Almenn- ingur hefur komizt í aðstöðu til að taka brezka saka- málaþætti fram yfir norræna þætti þjóðfélagslegra vandamála. En þetta er bara tímabundið ástand. Senn verður líka rofinn einkarétturinn á fréttum og öðrum upplýs- ingum, þegar evrópsku gervihnettirnir fara á loft. Geislar eins eða tveggja þeirra að minnsta kosti munu ná til íslands. Við sjáum forsmekkinn í Bandaríkjunum, þar sem tólf gervihnettir sjónvarps eru á lofti. Þar bjóða hvorki meira né minna en 70 framleiðendur upp á móttöku- stöðvar til einkanota. Verð þeirra er frá 28.000 krónum til 112.000 króna. Þetta verð á eftir að lækka verulega. En þegar hafa 10—20.000 fjölskyldur keypt jarðstöðvar. Búizt er við, að þeim fjölgi um að minnsta kosti 10.000 á ári og síðan örar, þegar stöðvarnar hafa lækkað í verði. Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að spá, að loftnet af þessu tagi verði tengd íslenzku myndsnældukerfun- um um leið og erlendir gervihnettir gefa til þess tæki- færi. Hinn íslenzki einkaréttarhafi verður þá jafn varnarlaus og nú. Sá tími er að hverfa, að góðviljaðir menningarvitar sitji í hlutverki hliðvarða gagnvart útlöndum og ákveði fyrir okkur, hvað okkur sé hollt að sjá í sjón- varpi og hvað ekki. Tæknin hefur laumazt í kringum þessa ágætu menn. Myndsnældubyltingin er langsamlega alvarlegasta áfallið, sem hin opinbera forsjárstefna hefur orðið fyrir. Þjóðfélagið verður öðruvísi eftir þessa byltingu, hvort sem menningarlegum hliðvörðum líkar betur eða verr. mtmmm TEGtCFlLM GySERRLM musik™ KRSGSFCMl KRI?ÆRUV5l : B0Rf'CFUl [SALGÖO I UDLEJNáNG i ÁF I ÍSPíLLLriijVÍ 1 v'ERSRí.DNífC |FRA ‘ | SrnmFILM 1 mLVIDEÖ:.| .1 Þessi verzlun f Kauprnannahöfn selur spólur með kvikmyndum, bæði dönskum, bandariskum og annars staðar frá. Flestar spólurnar eru búnar til i heimildarleysi og verzluninni verður eflaust lokað einhvern daginn. — En er á meðan er. Bandarískir kvikmyndaframleið- endur hafa nú þungar áhyggjur af út- breiðslu myndsegulbanda sem telja má næstum almenningseign. Það er afar auðvelt að taka kvikmyndir upp á þann hátt og sýna þær aftur. En framleiðendur eru óhressir með að fá ekkert greitt fyrir slíkar sýning- ar. Talið er að bandaríski kvik- myndaiðnaðurinn tapi á þennan hátt hundrað milljón dollurum á ári. Samt er líklega enn meira um kvik- myndaþjófnað á þennan hátt utan Bandaríkjanna. Alls er talið að um 80—85% af öllu efni sem sýnt er á myndsegulböndum í heiminum sé tekið traustataki án þess að fyrir það sé greitt í samræmi við reglur um rétt höfunda og flytjenda. Utan Evrópu, til dæmis í Austurlöndum nær, er þessi talaennhærri. Til þess að reyna að stemma stigu við þessum ólögmætu upptökum — og sýningum hafa kvikmyndafélögin gripið til ýmissa ráða. 35 fangelsisdómar Meðal þeirra ráða sem gripið hefur verið til er að greiða mönnum þókn- un ef þeir gefa kvikmyndafélögunum Og síðan er miskunnarlaust farið í mál við þá sem brotið hafa af sér. Samkvæmt bandarískum lögum er jafnsaknæmt að selja og/eða dreifa ólöglegum myndsegulbandsupptök- um eins og að búa þær til. Þegar hefur 171 aðili verið dæmd- ur fyrir brot af þessu tagi og þar af hafa 35 mátt sæta fangelsisvist. Hinir hafa fengið sektir eða skilorðs- bundna dóma. Eitt nýjasta máiið er það að dreifingaraðili í Texas var dæmdur til sex mánaða fangelsisvist- ar, óskilorðsbundið, fyrir að selja ólöglegar upptökur af kvikmyndinni Stjörnustríð (sýnd í Nýja bíói í fyrra). Ekki má sýna stolnar upptökur á sam- komustöðum Fyrir bandaríska þinginu liggja nú frumvörp þar sem gert er ráð fyrir að refsingar fyrir að standa að ólögleg- um upptökum á myndsegulbönd verði gerðar þyngri en nú er. Samkvæmt lögum um höfundar- rétt er bannað að sýna myndsegul- bönd í klúbbbum eða á öldurhúsum nema greiða afnotarétt. Skiptir þá upplýsingar um ólöglega sýningar á myndsegulböndum. í þau sex ár sem stríðið um myndsegulböndin hefur staðið hafa meira en hundrað þúsund dollarar verið greiddir í laun fyrir slikar upplýsingar. /* Um skrefagjöld Sú fyrirætlun Póst- og simamála- stofnunarinnar að setja skrefataln- ingu á innanbæjarsamtöl virðist valda ýmsum hugarangri svo með ólíkindum er. Margir hafa látið til sín heyra um þetta mál og fundið því flest til foráttu. Þar sem mér virðist þessi neikvæða afstaða vera byggð á nokkrum misskilningi og viss atriði þessu varðandi ekki komið nægilega ljóst fram, vil ég leggjahér orð i belg. Nokkurra daga bið Um áratugi hefur það verið svo, að símasambönd milli fjarlægra staða hafa verið fá, enda geysikostnaðar- söm í uppsetningu. Það hefur því verið eðlilegt, að símtöl milli lands- hluta væru dýr, og ekki fyrir almenn- ing að nota utan í brýnni nauðsyn. Þegar ég flutti til Austurlands fyrir 30 árum þótti t.a.m. ekki tiltökumál þótt alllengi þyrfti að bíða eftir samtali til Reykjavíkur, jafnvel í fáeina daga. Og lægi mönnum á var ekki um annað að ræða en að kaupa hraðsam- tal, sem kostaði þrefalt venjulegt gjald, og dæmi voru þess að allmarg- ar klukkustundir tók að fá slík sam- töl afgreidd og forgangshraðsamtöl fyrir tífalt gjald ekki óþekkt fyrir- bæri og hefi ég enda sjálfur gripið til slíks, er mikið lá við. Þannig hefur landsbyggðin um áratugi búið við dýrt og ófullnægj- andi símakerfi. Við tilkomu Micro- tækni hefur hér orðið gjörbylting á. Þar sem áður voru aðeins eitt eða ör- fá sambönd milli staða, og auðvitað feikidýr, eru nú komin sambönd í Kjallarinn Baldur Bödvarsson tuga eða hundraða tali, sem kosta minna pr. samband en númer með tilh. i innanbæjarkerfí. Dæmið hefur því snúist við frá þvi sem áður var. Í stað þess að langlínusamböndin voru svo dýr að vart var hugsanlegt að þau stæðu undir kostnaði, eru þau orðin að tekjulind fyrir Póst og síma og skila tekjum langt umfram kostn- að og það sem eðlilegt getur talist. Hins vegar hefur gjaldskrá síma- gjalda ekki verið leiðrétt nema sára- lítið til samræmis við þær breytingar, sem orðið hafa á undanförnum árum í uppbyggingu símakerfisins. Afsláttur? Sem dæmi um hversu dýrt er að nota síma milli landshluta, má nefna, að hafi maður það fyrir reglu að hringja tvö tíu mínútna samtöl á dag til Reykjavíkur, mundu honum hér i bæ ekki hrökkva til mánaðarlaun að greiða reikninginn þegar hann kæmi til innheimtu, jafnvel þó laun hans væru í góðu méðallagi. Ungur maður sem sendur hafði verið frá Reykjavík til starfa hér, en átti fjölskyldu sína í Rvík, spurði mig nýlega, hvort þess væri enginn kostur að semja um símaafslátt ef hann notaði langlínu- sambönd daglega. Hann sagðist gjarnan vilja hafa daglegt samband við fjölskyldu sína og það mætti alveg eins vera á þeim tíma sem sími er minnst notaður, þ.e.a.s. að nætur- lagi eftir miðnætti. En hann hafði gert sér grein fyrir því að lítill yrði af- gangur af launum að lokinni greiðslu fyrir dagleg langlinunot. Þjónustan í Þýskalandi Fyrir nokkru bárust mér í hendur upplýsingar um gjaldskrá símaþjón- ustu í Þýskalandi. Þar kom fram, að yfir nóttina, frá miðnætti til kl. 0700 að morgni, væri í því landi sama skrefalengd á öllum samtölum, landshluta á milli, innan borga og utan. Ég er ekki í nokkrum vafa um, að það yrði mörgum gleðiefni, ef slíkur máti yrði upp tekinn hér á Iandi. Enda mundi slíkt stuðla að auknum fjölskyldu- og vinatengslum milli landshluta og færa símanotkun

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.