Dagblaðið - 02.10.1981, Page 3

Dagblaðið - 02.10.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981. 3 Landsdómur eða Alþingi stöðvi stöðumælasektir - ranglætið búið að standa í 13 ár og lög landsins margbrotin við innheimtu þeirra , ,Ég sé mér ekki annað fært en að óska eftir því opinberlega, að þau yfirvöld sem í 13 ár hafa staðið að ólöglegri innheimtu stöðumælasekta, verði látin sæta landsdómi og ég mun einnig gera ráðstafanir til þess að málið verði tekið upp á Alþingi í haust,” sagði Eggert Arnórsson, Umferðar- eyjurnar burt og bungurá göturnarí staðinn — sjóndapur kvartar yfirað eyjumar sjáist illa í snjókomu ogslæmu skyggni Sjóndapur skrifar: Nú fer skammdegið senn í hönd og skyggni í umferðinni versnar þá verulega. Snjókoma og hálka gerir ökumönnum erfitt fyrir og þeir mega hafa sig alla við að einbeita sér að akstrinum. Því finnst mér skjóta dálítið skökku við þegar verið er að gera okkur bílstjórum erfiðara fyrir með því að setja umferðareyjur hér og þar um götur borgarinnar. Þessar eyjur þjóna að því er mér virðist tvennum tilgangi. Annars vegar að gera gangandi vegfarendum auðveld- ara að komast yfir umferðarþungar götur og hins vegar að mjókka göturnar og minnka þannig umferðarhraðann. Fyrra atriðið er gott og gilt, en hið síðarnefnda er mér mikill þyrnir í augum. Nú er ég enginn glanni, enda löngu kominn af léttasta skeiði og þótt ég sé enn með bílpróf er sjón mín ekki upp á það bezta. Ég á oft erfitt með að sjá umerðareyjarnar i rökkri vetrarins og ekki bætir það úr skák þegar þær eru huldar sjónum bílstjóra i snjókomu. í Bandaríkjunum veit ég að yfir- völd hafa að miklu leyti horfið frá því að nota umferðareyjar til þess að minnka ökuhraðann, þess í stað hafa verið gerðar bungur á vegina, sem útiloka með öllu hraðan akstur. Mér finnst að Islendingar gætu tekið Bandaríkjamenn sér til fyrirmyndar í þessu efni og látið af þessum sífelldu þrengingum gatna og vega. Búið frekar til bungur en eyjar, eða a.m.k. komið fyrir blikkljósum á illa merkt- um eyjum, svo ökumenn sjái þær í tíma. umboðs- og heildsali, í samtali við DB. „Margoft er búið að kæra þessa innheimtu, en hvert yfirvaldið af öðru vísar frá sér og á annað. Ríkis- saksóknari hefur einn ákæruvald. Með því að gefa ekki út ákæru gegn þeim sem stöðumælalögin brjóta, gerist hann brotlegur við landslög”. Eggert kvaðst ekki sjá betur en að . rekstur stöðumæla félli undir lög. nr. 51,2. maí 1968. ,, 1. kafla 2. gr. (a-lið).jafnframt vil ég benda á 3. gr. og 4. gr. sörnu laga. Einnig 2. kafla 5. gr. (a lið). Ég spyr því viðkomandi yfirvöld, hvernig fyrirtæki í landinu geti uppfyllt þau skilyrði sem krafizt er í lögum, þegar stöðumælar gefa alls enga kvittum fyrir veitta þjónustu sem þeim er þó skylt að gera sam- kvæmt lögum. Þá vil ég vekja athygli á 9. gr. svo og sérstaklega 12. og 13. gr. sömu laga. Ekki veit ég hvaða gögn geti verið bókfærð fijá fyrirtækjum fyrir stöðumælagjöldum sem samrýmist 12. gr., þar sem stöðumælar uppfylla ekki 13. gr. Ég vil vekja athygli á því einnig að lögbrotasektir geta ekki verið bókfærðar sem kostnaður. Ég spyr því hvernig hægt sé að greiða þær fjárkröfur er yfirvöld krefjast af fyrirtækjum er brjóta lög um stöðumæla, þar sem fyrirtækjum er skylt að fara i einu og öllu eftir bókhaldslögum? Ekki get ég séð annað en að fjár- kröfur yfirvalda séu ólögmætar, og að greiðsla á sektum sé lögbrot. Jafnframt vofir fjárdráttarákæra yfir þeim sem draga úr sjóði fyrirtækisins til greiðslu stöðumælagjalda (af hálfu rík isskattstj.) án þess að mót- taka kvittun sem bókhaldshæf er. Ógjörningur er að sanna (í bókhaldi) að því fé hafi verið varið til umrædds kostnaðar. Ég er því nauðbeygður til þess að kæraþetta athæfi yfirvalda. Mér þykir furðulegt að yfirvöld skuli þvinga fram þá lögleysu á fyrirtækjum jafnt sem almenningi til greiðslu á sektum sem þessum með dómstólahótunum. Ég sé mér nú ekki annað fært en að óska eftir þvi opinberlega hér og nú, að viðkomandi yfirvöld er standi að þessu verði látin sæta landsdómi.” Svona byrja málin. Sektarmiði skrifaður og siðan byrja innheimtuaðferðirnar með hótunum om dómsmeðferð. FÖSTUDAGSKVÖLD í JliHÚSINU ÍJIiHÚSINU OPIÐ DEILDUM TIL KL10 I KVÖLD MATVÖRUR FATIMAÐUR HÚSGÖGN BYGGINGAVÖRUR TEPPI RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Ótrúlega hagstasðir greiflsluskilmálar á flestum vöruflokkum. Allt niflur i 20% út- borgun og lánstimi allt afi 9 mánuðum. /AAAAAA Jón Loftsson hf. I Q3 i3 ( n®mssn i Hríngbraút 121 >ími 10600 Frá 1. okt. verður opið: Mánud.-miðvikud. 9—18,\fimmtud. 9—20, föstud. 9—22 og laugard. 9—12. Rafn Pálsson, 11 ára: Vonandi vel. Vonandi verða þeir Islandsmeistarar. Þeir tapa kannski nokkrum leikjum en þeir falla örugglega ekki. Valur og KR falla. Hermann Hermannsson, 13 ára: Alveg æðislega. Þeir bara vinna alla leikina. Þeir mala KR og KA og kannski Kefla- vík lika. Gunnar Tryggvason, 12 ára: Bara vel. Ég er samt dálítið hræddur um að þeir falli. En þaö verður gaman að sjá Lárus Guðmundsson, Guðmund í markinu hjá Fram og Martein Geirsson keppa hér. Kolbeinn Már Guðjónsson, 10 ára:Þeir verða um miðja deild. Það verður gaman að fá hin liðin vestur, sér- staklega Fram og Víking. Það verður gaman að sjá Guðmund, markmann Fram. Ég heíd að ÍBÍ skori tvisvar hjá honum. Hilmar Þór Georgsson, 10 ára: Þeim gengur mjög vel. Þeir detta alls ekki. Þeir eru búnir að æfa svo vel. Arnar Lárus Baldursson: Vel. Þeir vinna marga leiki; KR, KA, Val og geta unnið Fram hérna heima. Og alveg örugglega Keflvíkinga. Keflvíkingar verða sko malaðir. Spurning dagsins Hvernig heldur þú að ísfirðingum gangi í 1. deild í knattspyrnu næsta sumar? — spurl á ísafirði

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.