Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.10.1981, Qupperneq 2

Dagblaðið - 08.10.1981, Qupperneq 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981. EIGNANAUST HF. SKIPHOLTI5 SÍMAR 29555 OG 29558 OPIÐ KL 1-5 LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA. Baldursgata 2ja herb. ósamþykkt kjallaraíbúð, verð kr. 200.000,00. Melgerði, Kóp. 3ja herb. 70 ferm risíbúð í tvíbýli, verð kr. 400.000,00. Hörgshlíð Einstaklingsíbúð til sölu. Verð tilboð. Ljósheimar 3ja herb. íbúð á 4. hæð, 80 ferm, fæst helzt í skiptum fyrii sams konar eign með stórum stofum. Leirubakki 4 herb. plús eitt herb. í kjallara, mjög fallegt tréverk, vönd uð eign, verð kr. 700.000,00. Lækjarkinn 3 svefnherbergi plús tvær samliggjandi stofur og 2 stór her- bergi í kjallara, alls 120 ferm, bílskúr, verð kr. 780.000,00. Kaplaskjólsvogur 5 herb. íbúð á 4. hæð og í risi, alls 140 ferm, verð kr. 650.000,00. Breiðás 5 herb. stór sérhæð, falleg ræktuð lóð, fagurt útsýni, bílskúrsréttur, verðkr. 700.000,00. Háaleitísbraut 4ra herb. íbúð á 4. hæð, 117 ferm. plús bílskúr, hugsanlegt að taka tvær minni eignir upp í. Kjarrhólmi 3ja—4ra herb. 100 ferm íbúð á 3 hæð, verð kr. 550.000,00. Bjargartangi — Mosfellssveit Sérhæð með bílskúr, 3 svefnherbergi, plús stórar stofur, samtals 150ferm, verðkr. 700.000,00. Sandgerði Einbýlishús, 140 ferm plús 50 ferm bílskúr, verð kr. 850.000,00. Sandgerði 3ja herb. 110 ferm íbúð í tvíbýlishúsi, verð kr. 240.000,00. Óskum eftir 3ja herb. íbúð á Grundunum Kópavogi eða Fossvogi, einbýlishúsi í gamla bænum , með bílskúr, einbýlishúsi eða góðri sérhæð í Kópavogi, sérhæð eða raðhúsi í Heima- hverfi, Langholti eða Laugarnesi. LÓDIR: Esjugrund — Kjalarnesi, sökklar að raðhúsi, allar teikningar fylgja, búið að greiða öll lóðargjöld, verð kr. 180.000,00. Byggingarlóð í Garðabæ, verð kr. 150.000,00. Byggingarlóð á Álftanesi 937 ferm byggingarlóð, verð kr. 150.000,00. Byggingarlóð á Arnarnesi, rúmlega 1700 ferm byggingar- lóð á fallegum stað. Nánari uppl. á skrifstofunni, ekki í sima. SKOÐUM OG METUM ÍBÚÐIR SAMDÆGURS. GÓÐ OG FLJÚT ÞJÓNUSTA ER KJÖRORÐ OKKAR. AUGLÝSUM ÁVALLT í DAGBLAÐINU Á ÞRIÐJUDÖGUM 0G FIMMTUDÖGUM. EIGNANAUST, ÞORVALDUR LÚÐVlKSSON HRL. Skyldu farþegar geta séð „kassastykki” I þessari þotu Fiugleiða? Hver veit. Kassastykki, aðgangur kr. 15.00! Flugleiðir Plastískur skrifar: Nú geta farþegar Flugleiða, þeir sem fljúga „Kassablánka” — Kópa- sker, eðá aðrar leiðir frá aðalstöðv- um innanlandsflugs félagsins á „alltof lágum fargjöldum” dundað sér við að horfa á fjörug „kassa- stykki” dansa í kjöltum sínum í há- loftunum, ofar hæstu fjallstindum Isafoldar. Hvílíkur munur í þjónustulausu landi! Einhver lausn hlaut að finnast á umdeildum lokunartíma verzlana! Ef að líkum lætur mun móðir Jörð auglýsa nafnið Icelandair vítt og breitt um landið, þegar snjóa leysir, að vori. Ekki enda vanþörf á, að háfjalla- loftið sé auglýst með viðeigandi orðum: ICELAND-AIR. Það er aldrei að vita, nema einhver auðugur laxveiðimaður sjái aumur á fjárhagsvanda Flugleiða og vilji bæta við þann fimmtán-kall, sem landinn treystir sér til að sjá af til breiðþotukaupa. Hugmyndin er snjöll, öllum til skemmtunar, en þó mest þeim, sem fljúga til útlanda og éta og drekka frítt í háloftunum, tollfrjálst, í boði Flugleiða. — Nýir siðir með nýjum mönnum. Margt er Ukt með skyldum eins og þar segir. Hér er verið að brenna heilan hlaða af kannabisplöntum I Lfbanon. SKORAARAÐHERRA í OPNAR UMRÆÐUR V —segir Óm Sigf ússon og vill heyra skýringar yf irvaldsins á ólögmæti kannabisef na Örn Sigfússon hafði samband við blaðið og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Ég skora á menntamála- og dóms- málaráðherra svo og Jón Thors að mæta mér og minum aðstoðarmönn- um í opnum umræðum um kannabis- efni. Það er undarlegt að hér á landi sé neyzla þessarar lífrænu jurtar bönnuð með lögum á sama tíma og stórhættulegt ólífrænt efni eins og t.d. áfengi er selt í verzlunum á vegum ríkisins. Hvernig má slíkt vera? Kannabis er viðurkennt efni um allan heim, sem leiði til aukinnar þekkingar á mannlegu eðli. Fimmti hver íslendingur neytir eða hefur neytt kannabisefna í einhverjum mæli. Það er því kominn timi til að ræða þessi mál á opinberum vett- vangi og á óhlutdrægan hátt. Ég endurtek áskorun mína til ofan- greindra aðila.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.