Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.10.1981, Qupperneq 13

Dagblaðið - 08.10.1981, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981. 13 Kjallarinn Sigurðsson má telja fyrir beitingu kjarnorku- vopna. Þessa staðföstu stefnu þarf að tryggja með milliríkjasamningum: ís- land verður ekki í neins konar til- fellum notað til árása á önnur ríki og á móti koma milliríkjasamningar (meðal annars við Sovétrikin) um að gegn landinu verði ekki beint árásum. Norðurlöndin verða öll að koma sér saman um myndun kjarnorku- vopnalauss svaeðis i þessu skyni. Hér neytum við þeirrar sérstöðu okkar að við erum enn sem komið er — í það minnsta í opinberum yfirlýsingum — laus við kjarnorkuvopn í landinu. Sama gildir — að því sagt er — um NATO-löndin Danmörku og Noreg. Þriðja mál fundarins í Kaup- mannahöfn var sambandið við sam- herja okkar í ríkjum Varsjárbanda- lagsins. Menn lögðu áherslu á mikil- vægi þess að kynnast þessum löndum og þeim þjóðum sem þar búa. Við sækjumst ekki eftir að hlutast til um málefni þessara ríkja en leggjum jafnframt áherslu á að sjálfsögð mannréttindi og lýðréttindi séu virt þar ekki síður en annars staðar. Hverjir berjast gegn vígbúnaði í þessum ríkjum, hvar er þá að finna og hvernig eigum við að halda sam- bandi við þá? Greinargóð svör fund- ust ekki við þessum spurningum, en við munum leggja áherslu á að leita eftir samstöðu við þá sem fylgja okkur að málum austur þar. Um stjórnvöld þar gildir liku máli og um stjórnvöld á Vesturlöndum — hverjum þykir sinn fugl fagur. S) Eflum starf herstöðvaandstæð- inga. Sameinaðir stöndum vér, sundrungin bíður þeirra sem vilja halda i einstrengingsleg sjónarmið og hafna öllu samstarfi sem nær yfir landamæri. Samtök herstöðvaand- stæðinga þurfa nú að leggja aðrar áherslur í málflutningi sínum en hing- að til. Með því er ég ekki að segja að ranglega hafi verið staðið að málum á undanförnum árum. Við höfum náð árangri með þvi að vekja athygli á þeirri hættu sem her- stöðvarnar bjóða heim. Nú þurfum við að halda áfram og benda á raun- hæfar leiðir í öryggismálum landsins. Jafnframt þurfum við að treysta samstöðuna með þeirri öflugu hreyf- ingu sem nú rís í Evrópu. Þar eins og hér er langtíma markmiðið kjarn- orkuvopnalaus Evrópa. Fyrsta skref okkar í þá átt er að Norðurlönd verði kjarnorkuvopnalaust svæði. Enginn stjómmálaflokkur má ná undirtökum í Samtökum herstöðva- andstæðinga. Þetta eru sjálfstæð stjórnmálasamtök, sem hvorki eru ætluð til að smala atkvæðum fyrir einn eða annan stjórnmálafiokk né til að treysta á að einn stjórnmálaflokk- ur, öðrum fremur, sjái um að fram- fylgja stefnumálum herstöðvaand- stæðinga. í almennum kosningum taka Samtök herstöðvaandstæðinga ekki afstöðu til stjórnmálaflokka. Þegar Alþingi eða aðrar stjórnar- stofnanir fjalla um einstök málefni sem varða stefnumál herstöðvaand- stæðinga, styðjum við einungis við bakið á þeim sem að okkar mati taka rétta afstöðu. Allt eru þetta ástæður þess að her- stöðvaandstæðingum vex sífellt ás- megin. Við sáum það í Friðargöng- unin í júní og aftur i Stokksnesgöng- unni í ágúst. Fjöldi þátttakenda var meiri en oftast áður, nú mætti fólk á öllum aldri, sem ekki hafði áður tekið þátt í aðgerðum herstöðvaand- stæðinga. Fjölmennum á landsráð- stefnuna í ölfusborgum og eflum Samtök herstöðvaandstæðinga! Jón Ásgeir Sigurðsson blaðamaður. fslenzkum sjónvarpsáhorfendum hefur undanfarið gefist kostur á því að sjá, hvernig mál þróuðust í harðvítugustuvaldabaráttu, sem háð hefur verið í íslandssögunni, á Sturlungaöld, í kvikmyndinni um Snorra Sturluson. Ekkert manns- barn á íslandi, sem komið er til nokkurs vits og ára, farið að læra íslandssögu, er sér ekki meðvitandi um þessa vargöld, er menn voru tilbúnir að fremja hvert tiltækt ódæðisverk, jafnvel drepa skyld- menni sín, til framgangs persónu- legum völdum. Á Sturlungaöld voru framin verstu mannanna verk í sögu lands vors. Og í blindri valdagræðgi gættu menn þess ekki, að versti þol- andinn var þjóðin sjálf í heild sinni, gjaldið fyrir valdagræðgi höfðingj- anna varð freísis- og sjálfstæðismiss- irinn. Gjaldið varð á áttunda hundr- að ára erlend yfirdrottnun íslands. Foringjar deila í stærsta stjómmálaflokki íslands, (ennþá) Sjálfstæðis- flokknum, er ríkjandi Sturlungaöld. Flokkurinn hefur skipzt í tvo hópa kringum formann og varaformann flokksins. Þessir tveir foringjar hafa lengi deilt innan flokksins. Deilurnar eru svo djúpstæðar og per- sónubundnar, að ég held að það sé almennt álit manna, að ekki verði um heilar sættir milli þeirra að ræða. Þriðji hópurinn, sem mundi treysta Albert Guðmundsyni bezt, hefur reynt að leiða þessar deilur hjá sér og beðið átekta til þess að sjá hverju framyndi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum áratugum verið sterk- asta stjórnmálaaflið i landinu. Sjálf- stæðisflokkurinn er eini stjórnmála- flokkurinn, sem hefur haft á stefnuskrá sinni einstaklingsframtak og markaðsbúskap, það eina hag- kerfi, sem samrýmzt getur hug- myndum þjóðarinnar um vestrænt lýðræðisþjóðfélag. Hann hefur einnig verið eini stjórnmála- flokkurinn, sem staðið hefur vörð um íslenzka lýðveldið í öryggis- málum, en ekki byggt afstöðu sína á óskhyggju fjarri öllum staðreyndum eða áhættuspilamennsku, sem engin þjóð leyfir sér í sínum öryggismálum. Því er framtíð íslenzku þjóðarinnar undir því komin að Sjálfstæðis- flokkurinn standi í framtíðinni sameinaður og traustur í varðgæzlu sinni um öryggi og framtíð vestræns lýðræðisálslandi. Sögulegt mikilvœgi Eins og framtíð Islands var á Sturlungaöld undir því komin, að Kjallarinn Pétur Guðiónsson ^ „Eins og framtíð íslands var á Sturlunga- öld undir því komin að íslenzkir höfðingj- ar settu niður valdadeilur sin í milli, þá er frelsi og framtíð íslands nákvæmlega eins í dag undir því komin að forystumenn Sjálfstæðis- flokksins setji niður deilur sin í milli.” íslenzkir höfðingjar settu niður valdadeilur sín á milli, þá er frelsi og framtíð íslands nákvæmlega eins í dag undir því komin, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins setji niður deilur sín í milli þannig að flokkurinn verði sameinaður og styrktur til framtíðar- átaka. Þetta er staðreynd í stöðu mála í dag. Sjálfstaéðismenn verða að skilja það sögulega mikilvægi, er þeir standa frammi fyrir. Ég hefi mikið rætt þessi mál við fjölda sjálfstæðismanna undanfarna mánuði. Það er samdóma álit allra, er ég hefi rætt við, að ágreiningurinn sé svo djúpstæður milli þeirra tveggja manna, sem deilt hafa um völdin í flokknum, og að fylgishópar þeirra séu svo stórir, að hvorugur þeirra megni að setja deilurnar niður og sameina flokkinn. Eini möguleikinn til sameiningar flokksins sé að þeir víki báðir og nýir menn taki við flokknum. Þessi skoðun er einnig í fullu samræmi við niðurstöður hvers velviljaðs óvilhalls aðila, sem fenginn væri til leiðsögu í svona vanda, og byggði leiðsögn sína eingöngu á viðurkenndum reglum stjórnfræðinnar. Ef þessir tveir aðilar, sem um völdin hafa barizt á Sturlungaöld Sjálfstæðisflokksins, eru ekki fáanlegir til þess að draga sig í hlé báðir, er árið 1264, ár Gamla sáttmála, upp runnið í sögu Sjálf- stæðisflokksins, og ef Ul vill annað miðaldamyrkur i sögu íslenzku þjóðarinnar. Þá Iiggur einnig ljóst fyrir, að menn setja persónulegan frama ofar hagsmunum flokks og þjóðar, og með því einu eru þeir búnir að dæma sig úr leik til forustuverka Sjálfstæðisflokksins. Framtíð Sjálfstæðisflokksins Því er það von min og ósk, að draugur Machiavellis verði nú kveðinn niður innan Sjálfstæðis- flokksins. Honum á ekki í raun að vera þar lífvænlegt, því málin liggja svo Ijóst fyrir, og draugum á ekki að vera vært í dagsbirtu. Það er ekkert myrkur, sem umlykur þá Ijósu staðreynd, að framtíð Sjálfstæðis- flokksins og þjóðarinnar byggist á því, hvort persónulegur metnaður verður settur ofar framtíð flokks og þjóðar. Lóðin eru komin á meta- skálarnar. Þvi skal ekki trúað fyrr en í fulla hnefana að allir þeir lærdóms- og gáfumenn, sem fylla Sjálfstæðis- flokkinn, láti þann sögustraum, sem hefur nú þegar þrifið Sjálfstæðis- flokkinn með sér, sem hann nú berst í eins og hver annar leiksoppur í ref- skák innanflokks valdabaráttu, að þessir menn láti hann farast í boða- föllum þessa sögustraums án þess að ærlegt átak verði gert til þess að bjarga honum úr þeim vissa voða, er hann beljast nú í átt til. Pétur Gufljónsson. ---------------------------------------\ Landsfundur Sjálfstædisflokksins: LÁTUM ÞIÓDARHAG GANGA FYRIR PER- SÓNULEGUM METNAÐI Gunnar Thoroddsen. Geir Hallgrimsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.