Dagblaðið - 08.10.1981, Qupperneq 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981.
17
„Engu líkara en við
værum að koma
hér iþriðja skipti
„Það get ég svarið og þú mátt vel
hafa það eftir mér að ég hef enn ekki
kynnzt öðrum eins móttökum og við
fengum hér í gaerkvöld,” sagði Sam
Myers, söngvari og munnhörpuleikari
Missisippi Delta Blues Band, er Dag-
blaðið ræddi við hann eftir fyrri tón-
leikana sem kvintettinn hélt hér á landi
í síðustu viku. „Þegar ég fer að hugsa
út í það er það einstakt að fólk sem við
höfum aldrei leikið fyrir áður skuli vera
farið að klappa okkur upp á svið áður
en til okkur sást. Það var engu líkara
en við værum að koma hingað i þriðja
eðafjórðasinn.”
Þeir sem sóttu tónleika Missisippi
Delta Blues Band geta auðvitað bezt
dæmt um það sjálfír en vist er að
sjaldan hefur hljómsveit fengið jafn-
góðar móttökur hérlendis hin síðari ár.
Áheyrendur stöppuðu og klöppuðu,
dilluðu sér og skóku í takt við hljóm-
fallið. Stemmningin var einstök.
Elmore James
„Allir þeir sem leika blús i dag eða
hafa gert undanfarin ár sækja sínar
hugmyndir að meira eða minna leyti til
Elmore heitins James. Hann er maður-
inn á bak við blúsinn eins og við þekkj-
um hann. Margir hafa viljað eigna BB
King þennan heiður en hann — með
fullri virðingu fyrir hæfileikum hans.
— gerði ekki annað en að stæla
James.”
manna hafði sinn eigin stíl, sem þekkja
mátti strax.”
Rólegur en
brosmildur
Svo við víkjum sögunni aðeins aftur
að Sam Myers þá er hann 45 ára gamall
og verður 46 snemma á næsta ári.
Þrátt fyrir að vera ekki eldri hefur
sjónin svikið hann illilega og hann sér
ákaflega illa — er næstum blindur.
Hann notar geysilega sterk gleraugu og
án þeirra væri hann harla ósjálfbjarga.
En hann lætur það ekki aftra sér og er
sérstaklega kátur. Rólegur að eðlisfari
en það er stutt í kímnina i huga hans og
hann er brosmildur í meira lagi. Gæða-
legur karl.
Myers hóf skólagöngu í smáborg um
20 mílur utan við Jackson í Missisippi
og síðan lá leiðin um skólakerfíð rétt
eins og hjá öðrum unglingum. Myers
lék í lúðrasveitum á yngri árum og
spilaði með skólahljómsveitum í
sumarfriinu og nýtti þann tíma vel.
,,Ég kynntist fljótlega mörgum góðum
og mætum mönnum en Elmore James
var alveg sér á parti. Hann er sá maður
sem hefn*- haft mest áhrif á mig af
öllum. Hann var engum líkur og það er
sannast sagna synd að honum skuli
ekki hafa enzt aldur til að sjá
árangurinn af starfi sínu.”
— segirSam Myers,
söngvaríog
munnhörpuleikarí
Missisippi Delta
BluesBandT
íviðtalivið
Dagblaðið
Sam Myers
þenur munnhörpuna
hressilega á tónleikunum
á Borginni.
DB-myndir Kristján örn.
— Hvað um þær sagnir að aðeins
svertingjar geti leikið blúsinn á hinn
eina sanna hátt?
„Johnny Winter getur leikið blús
eins vel og hver annar og er hann þó
ekki beint svartur á hörund,” segir
Sam og skellihlær en verður siðan
alvarlegur. „Þetta er ekki spurningin
um hörundslit heldur aðeins hvaðan
þú kemur — frá hvaða svæðum.
Margir menn hafa skapað sér nafn
innan blúsins og þekkirðu vel til er
auðvelt að heyra hvaðan menn koma.
Hins vegar held ég að flesta þá sem
leika blús í dag skorti tilfinninguna,
sem skiptir svo miklu máli i allri tón-
list. Margir af þessum tónlistarmönn-
um eru e.t.v. alveg með rétt „sánd” en
tilfinninguna, innlifunina vantar.
— Hverja telur þú fremstu blúsara
heimsins?
„Það er engin spuming að Elmore
James stendur öllum framar. Hann var
einstakur í sinni röð. Sonny Boy Will-
iamsson, T-Bone Walker og þá einnig
Jim Reed, sem var frábær. Hans St.
Louis Blues er frábær. Howling Wolf
má og nefna. Hver og einn þessara
Að slappa af
Undirritaður lagði þá spurningu fyrir
Myers hvers vegna blúsarar héldu
miklu lengur út í tónlistinni en aðrir.
„Ég veit það nú eiginlega ekki,” segir
Sam og dæsir. „Þetta byggist auðvitað
allt á því að menn hugsi almennilega
um sjálfa sig. Það skiptir ekki máli
hvernig tónlist þú leikur. Þú verður að
fá næga hvíld og talandi um slikt þá
hef ég slappað einstaklega vei af hér á
íslandi. Þetta er einkar viðkunnanlegur
staður — þótt hér sé skrambi kalt — og
mig undraði mjög að við skyldum vera
fyrsta blúshljómsveitin sem léki hérna.
Ég veit til þess að fjölmargar blús-
hljómsveitir hafa flogið hér yfir án við-
komu og jafnvel gert stuttan stanz hér
án þess að spila. Það er synd því blús-
áhugi er geysilega mikill hérna.”
— Hvernig blús hefur þú mest
gaman af?
„Slow-tempó blús finnst mér vera
skemmtilegri en það er líka til fullt af
hraðari lögum sem unun er að leika.
Við höfum annars miðað okkar pró-
gramm við hvort tveggja því allt
byggist á að gera hlustendunum til
hæfis. Við myndum ekki ná eins mikl-
um vinsældum með því að einskorða
okkur við eina ákveðna tegund blús-
tónlistar.”
Harðari hljómur
— Þið hafið ferðazt meira um en
flestar aðrar blúshljómsveitir. Hvað
veldur?
„Við verðum náttúrlega að ferðast
um til að halda vinsældum okkar. Það
væri ekki gæfulegt að halda alltaf til í
Jackson. Fólk myndi fljótt fá leið á
okkur, hversu góðir sem við værum”
og nú hlær Sam karlinn dátt. „Þetta er
þriðja ferð mín með Missisippi Delta
Blues Band til Evrópu á 9 ára ferli
hljómsveitarinnar. Ég var að vísu ekki
með frá byrjun. Við höfum misst þrjá
menn úr af ýmsum ástæðum. Lee Crisp
hætti, Laurel Missisippi hætti einnig
svo og Poker-eyed Slim, sem varð að
hætta heilsu sinnar vegna. Við vorum
ekki alltaf með tvo gítarleikara og hér
áður fyrr var „sándið” hjá okkur
harðara og grófara en með tilkomu
annars gítarleikara aukast möguleik-
arnir og hljómurinn verður fyllri.”
— Hvað finnst þér um rafmagnaða
blúsinn?
„Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti
honum en kann samt alltaf betur við
órafmagnaðan blús. Hins vegar
verður að rafmagna hann upp ef ná á
til stærri hóps fólks. Það gengur ekki
að vera án rafmagns i stórum tónleika-
sal. Tónlistin finnst mér hins vegar
missa dálítið sinn persónulega blæ við
að rafmagna hana.”
Blúsinn er tónlist
fólksins
— Hvað um framtið blústónlistar i
heiminum?
„Blúsinn hefur alltaf verið sterkur i
hugum fólks — allt frá því hann kom
fyrst fram. Hann verður áfram sterkur
vegna þess einfaldlega að þetta er tón-
list fólksins. Það leggursína tilfinningu
og tjáningu í hana og þannig lifir hún
kynslóð eftir kynslóð. Blúsinn virðist
vera á mikilli uppleið núna eftir dálitla
lægð undanfarin ár en heimurinn er svo
breytilegur i þessum efnum. Við gætum
verið orðnir skitblankir á morgun,”
segir Sam og slær hressilega á Iæfi ser.
„Blúsinn hefur alltaf blundað í undir-
meðvitundinni hjá fólki og það þarf
ekki mikið til að vekja hann kröftug-
lega upp,” sagði Sam og kveikti sér í
vindlingi um leið.
-SSv.
Calvin Mikei bassaleikari.