Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 20
20 (m DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981. Menning Menning Menning Menning r N ENDURREISN Tónleikar Musica Nova f Norrœna húsinu 5. október. Flytjendur: Einar Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson, Helga Ingólfsdóttir, Jón H. Sigurbjörnsson, Kristján Þ. Stephensen, Manuela Wiesler, Reynir Sigurösson, Sig- urður I. Snorrason, Stefán Stephensen og Þorkell Sigurbjömsson. Efnisskrá: LeHur Þórarinsson: Kvintett fyrir blásara, Stig, fyrir sjö hljóðfœraleikara; Jón Þórarinsson: Brek, fyrir flautu og sombal; Þorkell Sigurbjörnsson: Bergabesk, kvintett fyrir blásara; Hjálmar Ragnarsson: Romanza, fyrir flautu, klarínettu og pianó. Það var í vor, að boðuð var upp- risa félagsskapar, sem legið hefur í láginni um árabil. Og nú var komið að fyrstu tónleikum á nýhöfnu starfs- ári. Ekki fór mikið fyrir kynslóðabil- inu margumrædda á tónleikunum í Norræna húsinu, að minnsta kosti ekki hvað höfunda áhrærði. Á Stig (Kvintettinn erl raun hluti Stigs) mátti ég hlustá gegnum hurð salarins því að Musica Nova var svo stundvís að ekki skeikaði einni mín- útu. Er það vel, en fyrir bragðið varð ég af ágætri blásaramúsík Leifs. Ekki minnkar dálœtið Brek var ekki síður leikið nú en við frumflutninginn í Skálholtsdóm- kirkju í sumar. Húsakynnin sáu aftur á móti fyrir því, að hins góða leiks varð ekki notið nema til hálfs, ef miðað er við frumflutninginn. En ekki minnkar dálæti mitt á Breki við að hlýðaáþaðaftur. Bergabesk (hvað sem það nú þýðir), ljómandi hressilegur kvintett Þorkels Sigurbjörnssonar, hlaut allra þokkalegustu meðferð Islenska blás- arakvintettsins. En heyrt hefur maður íslenska blásarakvintettinn skila betra verki en í þessum flutningi á Bergabesk . Hvers er þá frekar að óska? Hætt er við að fari fyrir brjóstið á einhverjum að Hjálmar Ragnarsson skuli nefna verk sitt Romanza. Ekki síst þar sem langir kaflar rómönsunn- ar ganga út á að þenja blásturshljóð- færin til hins ýtrasta nærri enda- mörkum tónsviðs þeirra. Þar skyldi enginn fikta við gand, ^nema að kunna sæmilega fyrir sér, og það gerir Hiálmar. En rismestu kaflar verksins eru þegar gauragangnum linnir og blíðir tónar klarínettu og flautu öðlast enduróm í hljómbotni slaghörpunn- ar. Þar fara saman staðgóð kunnátta og frumleg hugsun. Og þegar við bætist hljóðfæraleikur í stjörnu- flokki, — hvers er þá frekar að óska? Líkast til hafa fáir verið endurreist- ir jafn glæsilega og Musica Nova. -EM. — Hætt er við að fari fyrir brjóstið á einhverjum að Hjálmar Ragnarsson skuli nefna verk sitt Romanza, segir Eyjólfur Melsted meðal annars i umsögn sinni um tónleika Musica Nova. DB-mynd. Orgeltónleikar í Ffladelf íukirkju Orgeltónleikar Antonios Corvelras (kirkju Ffla- detfiusafnaöarins 3. október. A efnisskrá: Verk eftir G. D. Leyding, A. Calvi- ere, J. G. Walther, J. Emst Bach, A. Solar, L. Vierno og J. Langlais. Antonio Corveiras, sem á undan- förnum árum hefur þjónað sem organisti Hallgrímskirkju, hélt fyrstu tónleikana af þrennum i Fíladelfíu- kirkjunni á iaugardag. Ætlun hans mun vera að leika tónleikana á þremur laugardögum hverjum á eftir öðrum. Verkefnavalið reyndist sér- stætt, að minnsta kosti langt því frá að vera hefðbundið organistapró- gramm eins og við eigum að venjast. Það verður allavega að teljast for- vitnilegt að heyra verk höfunda sem hérlendir organistar láta mest í friði. Ugglaust likar mörgum organistan- um vel við hljóðfæri Fíladelfíukirkj- unnar og hún er að mörgu leyti þægi- legt tónleikahús en mörg eru þau orgelin hér sem hafa þýðari hljóm- inn og aldrei get ég fellt mig við hvernig orgel Fíladelfíukirkjunnar líkt og geltir tónunum fram i salinn. Hinu er þó við að bæta að varla er nokkurt orgel hér í borg betur stað- sett í kirkjunni, með tilliti til tón- leikahalds. Veikleiki og styrkleiki Antonio Corveiras ræðst með tón- leikaröð þessari í stórvirki og kemur víða við í verkefnavali sínu. Það er ekki svo lítil vinna sem liggur i undir- Antonio Corveiras organleikari. búningi þrennra tónleika — ogsvoer að leika þá. í verkum eldri meistar- anna bar um of á helsta veikleika Corveiras. Honum hættir til að leika óryþmiskt og fyrir bragðið verkar leikur hans á stundum flausturslegur. í fínlegum fléttum þáttanna úr sónötum Solers og scherzetto úr op. 31 eftir Vierne, þann mikla snilling, nutu hans sterku hliðar sín hvað best. Þótt Antonio Corveiras eigi ekki skap saman við höfunda barokktím- ans hefur hann upp á býsna margt gott að bjóða í leik sínum og full ástæða til að hvetja menn til að fjöl- menna á þá tvenna tónleika sem eftir eru því að þar getur að heyra orgel- tónlist sem ekki er boðið upp á á hverjum degi í íslenskum tónleikasal. -EM. Penelope Roskell í Norræna húsinu mundir merki Norræna hússins sem tónleikahaldara og þykir sumum, semBIeiksébrugðið. Mozart var fyrstur á skránni hjá listakonunni ungu. Penelope Roskell leikur Mozart samkvæmt brezkri hefð í þessum hálfgerða „Hammer- klaviereftiröpunarstil”, sem gerir Mozart heldur snubbóttan svo að hann missir drjúgan skref af sinni hrifandi hrynjandi og mildin í tónlist hans verður snöggtum minni en efni standa til. Tónleikar Penlope Roskoll píanóleikara í Norrœna húslnu 1. októbor. Efnisskrá: Mozart: Tilbrigði við irAh vous dirais je maman; Schumann: DavidsbUnderlortanzo op. 6; Chopin: Nocturne í c-moll op. 48 nr. 1; Mazurka op. 24 no. 2; Vals ía-moll op. 34 nr. 2 og Fantasta ( f-moll; Hadjidakis: Prelúdíur og dansar úr flokknum Fyrir litlu hvftu skelina. Öðru hverju slæðast hingað tónlistarmenn úr öðrum löndum án þess að vera á vegum opinberra tónleikahaldara — koma hingað einfaldlega af áhuga einum eða eiga vini og kunningja hér úti á klakanum. Einn slíkra er Penelope Roskell píanóleikari sem hélt tónleika í Norræna húsinu fyrsta október. Það kemur í hlut einstakra listamanna áð halda uppi um þessar Vl Nautaskrokkar 1 HÁLS i HAKK 2 ORILLSTEIK 3 BÓGSTEIK 4 SKANKI i HAKK 5 RIFJASTEIK « FILLET-MÖRBRÁ 7 SLAG I GULIASCH I R0A8T-BEEF I INNANLÆRI SNITCHEL 10 BUFFSTEIK 11 GULIASCH 12 SKANKI i HAKK 13 OSSO BUCÚ 14 SÚPUKJÚT UTBEINUM EINNIG ALLT NAUTAKJÖT EFTIR ÓSKUM ÞÍNUM Núna er rétti tíminn að gera góð matarkaup Penelope Roskell pianóleikari. Að sjá ekki skóginn fyrir trjánum DavidsbUndlertánze Schumanns voru næstir og þótt margt gerði hún laglega náði Penelope Roskell ekki að halda þræðinum nógu skýrt í gegn. Það er fáum pianistum gefið að sjá skóginn fyrir trjánum þegar Davidsbiindlertánze eru annars vegar og gefst oft betur að bjóða upp á stuttar glefsur úr þeim því að þá heimtar enginn skýra heildarmynd. Chopin fór hún á köflum prýðilega með en undir lokin, í Fantasíunni, var eins og úthaldið væri búið. Það var skemmtileg nýlunda að hlýða á tónlist Hadjidakisar. Manni er svo sannarlega hollt að Vera minntur á að fleira er grísk músík en sú sem er eftir jöfurinn Þeodorakis. Prelúdíur og dansar Hadjidakisar eru samin undir áhrifum grískrar þjóðlagatónlistar. Hjá Hadjidakis fannst mér kveða við svolítið annan tón en hjá öðrum grískum þjóðlaga- tónskáldum — svona rétt eins og heimahéruð hans væru töluvert norðar á Balkanskaga en í hjarta Grikklands. En hvað um það. Lögin voru skemmtileg og ágætlega leikin. Penelope Roskell lætur vel að túlka ljóðrænu, virðist bresta úthald til átaka. Hitt er svo aftur annað mál hvort nokkuð er að marka til hlítar frammistöðu píanista sem lendir í því að þurfa að rassskella hljóðfærið í Norræna húsinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.