Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 2

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 2
4 3. grein* Fjelagið vill ná tilgangi sínum með því að verja tekj- um sínum og sjóðeignum á þann hátt, er nú skal greina: 1. Að koma á fót tilraunastöð á Norðurlandi, þar sem gerðar verða tilraunir með garðyrkju, grasrækt, skóg- rækt og tilbúin áburðarefni. 2. Að stuðla að þvl, að fjelagsmenn viðsvegar af fje- lagssvœðinu geri tilraunir með áburðarefni og rœkt- unaraðferðir eftir fyrirsögn fjelagsstjórnarinnar og i samræmi við tilraunir aðalstöðvarinnar. 3. Að reyna helstu jarðyrkjuverkfæri og útlendar áburð- ar- og frœtegundir og láta fjelagsmönnum i tje, jafn- óðum og næg reynsta er fengin, upplýsingar um hvað best reynist, og útvega fjelagsmönnum handverkfæri til jarðyrkju, ýmsar frætegundir og trjáplöntur til gróðursetningar, með vægu verði. 4. Að gefa hverjum, sem óskar þess, allar upplýsingar, sem að jarðrækt lúta. Vill það þvi ætíð reyna að hafa í sinni þjónustu menn, sem færir eru um að gefa þessar upplýsingar. Einnig vill það láta menn ferðast um og halda fyrirle tra um jarðrækt, til að auka á- huga mar.na og je... ngu i því efni. 5. Að haldin sjeu vor- og sumarnámskeið árlega í aðal- stöð fjelagsins, og fari þar fram verkleg kensla i garð- rækt, blómrœkt, .plægingum, grasfræsáning, gróður- setning trjáa o. fl. 4. grein. Sjái fjelagið sjer fært að hafa verksvið sitt víðtækara, en ákveðið er í 3. grein, getur aðalfundur tekið ákvörð- un um það.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.