Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Síða 9

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Síða 9
11 Auk þess voru mættir á fundinum úr stjórn fjelagsins: Stefán Stefánsson, bóndi á Varðgjá. Og starfsmaður þess Björn búfr. Símonarson. Og búnaðarmálastj. Sigurður Sigurðsson. Kjörbrjefanefndin gat þess, að nefndir menn, hefðu ekki allir haft kjörbrjef, en þar sem þeir væru formenn í fjelögum sinum, mundu þeir hafa litið svo á, sem þess þyrfti ekki, þar sem þeir væru og sjálfkjörnir til að mæta á aðalfundi Ræktunarfjelagsins. En til þess að hægra yrði fyrir kjörbrjefanefndir framvegis að fella úrskurð sinn, kom einn nefndarmaður fram með svohljóðandi tillögu: »Fundurinn lítur svo á, að formlegra sje, að allir fulltrúarnir á aðalfundum Ræktunarfjelags Norðurlands leggi fram kjörbrjef, enda þótt þeir sjeu formenn búnaðarfjelaganna, sem þeir mæta fyrir*. Tillagan samþ. með öllum greiddum atkv. 3. Lagðir fram reikningar fjelagsins og útskýrðir af framkvæmdastjóra þess Ólafi Jónssyni. Til að athuga þá var kosin þriggja manna nefnd eftir tillögu frá formanni fjelagsins, Sig. Ein. Hlíðar og hlutu þessir kosningu: Jón E. Sigurðsson. Guðni Rorsteinsson. Jóhannes Pórarinsson. 4. Tvær æfifjelagadeildir beiddust upptöku í Ræktunar- fjelag Norðurlands, önnur frá búnaðarfjelagi Saurbæjar- hrepps í Eyjafirði, en hin frá búnaðarfjelagi Reykdæla. Var það samþykt og tók fulltrúi, fyrir deild Saurbæjar- hrepps, sem viðstaddur var, sæti á fundinum. 5. Form. fjelagsins lagði fram fjárhagsáætlun fyrir árið 1927. og útskýrði hana. Síðan bar hann fram tillögu um

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.