Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 31

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 31
Skýrsla um starfsemi Ræktunarfjeiags Norðurlands frá 1. nóv. 1925—30. okt. 1926. 1. Gróðrartilraunir. Tilraunastarfseminni hefir verið hagað á svipaðan hátt og siðastliðið ár og eru flestar tilraunirnar hinar sömu og þá voru starfræktar, en þó nokkuru bætt við. Ennþá er ekki rjett að skýra frá niðurstöðunum af þessum til- raunum, verður það að mestu látið bíða þar til þeim er lokið. Pó vil jeg aðeins drepa á einstök atriði, sem geta verið leiðbeinandi fyrir bændur. Verður aðeins þeirra tilrauna getið hjer, er þannig er ástatt um og svo nýrra tilrauna. a. Samanburður köfnunarefnisáburða. Pessi tilraun hefir verið aukin mikið frá í fyrrai F*á voru aðeins reyndar 4. teg. (Noregssaltpjetur, Chilisalt- pjetur, Leunasaltpjetur og Brennisteinssurt Ammoniak) en nú hefir verið bætt við 5 teg., sem eru: Pýskur Kalk- saltpjetur (N 15,5%), Saltsurt Ammoniak (N 24%), Cyan- amid (N 20%), Troldmjöl (N 46%) og Urinstoff (N 46%). Eftir niðurstöðunni að dæma, virðast saltpjeturtegund- irnar þrjár — Kalksaltp., Noregssaltp. og Chilisaltp. — mjög líkar að notagildi, miðað við köfnunarefnisinnihald. 3

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.