Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Side 34

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Side 34
36 Við þessar tölur er það að athuga, að Ræktunarfjelagið tók á leigu síðastliðið vor túnblett 4 dagsl. að stærð, sem gaf í sumar um 35 hesta af töðu, svo hin raun- verulega töðuaukning, miðað við sama land og síðast- liðið ár, er 60 hestar. Jarðeplalandið er aðeins minna heldur en síðastliðið ár, en garðarnir eru nú að komast í betri rækt og svo er meira ræktað af bestu afbrigð- unum heldur en þá var gert. Oulrófnalandið hefir aðeins vaxið, en uppskeran annars, hlutfallslega athuguð, mjög lík og 1925. 3. Kúabúið. Á þessu tímabili hefir einni kú verið fargað og ein verið keypt í staðinn, svo þær teljast nú 9. Þessar kýr eru þó ekki ailar til frambúðar, verður minsta kosti einni fargað mjög bráðlega. Annars er hagur kúabúsins nú að eflast. Síðastliðið ár bar það sig sæmilega, sem það ekki hefir gert í fleiri ár. í ár virðist kúabúið ætla að gefa talsverðan hag. Mun láta nærri að ársmjólkin verði 7000 iítrum meiri heldur en 1925, vitanlega er tilkostnaður nokkuru meiri en ekki sem þessu nemur. Má aðallega þakka þetta bættri fóðrun og hirðingu og svo því að Ijelegustu kúnum hefir verið fargað, en aðrar betri keypt- ar í staðinn. 4. Frœðslustarfsemin. a. Verklegt nám. Á vornámskeiði 1926 voru: Dýrleif Kristjánsdóttir, Álftagerði, St-Ping. Ingunn Sigurjónsdóttir, Dalvík, Eyjafjarðars. Kristbjörg Kristjánsdóttir, Stóru-Tjörnum, S.-Ping. Sigurbjörg Jónsdóttir, Litluströnd, S.-Ring.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.