Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 48

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1926, Page 48
50 fyrir hverja 0 C, í hitamismun inni i húsinu og úti, 5 H.E. fyrir hvern m2 í einföldu glerþaki, og 1,2 H.E. fyrir hvern m2 í einföldum þunnum múrvegg. Til þess að gera reikninginn einfaldari, getum við breytt veggfletinum í þakflöt, með því að deila honum með 4 og lætur þá mjög nærri að vermihús, sem hefir 100 m2 grunnflöt og 1 m vegghæð, hafi 150 m2 í reiknuðum þakfleti. Petta hús á þá að þurfa 150 x 5 = 750 H.E. á klst., fyrir hverja 0 C í hitamismun úti og inni. En eigi það að hit- ast upp til 20° C í 15° frosti, þá þarf það 750 x 35 = 26250 H.E. á klst. Eftir þessum útreikningi ætti 1 sek.lít. af 90° C heitu vatni, að nægja til að hita upp í 20° C 8 slík hús, þegar lofthitinn úti er — 15° C, eða vermi- húsaþorp, sem tekur yfir 800 m2 grunnflöt. Ef vjer nú tökum kol til samanburðar, verður niður- staðan þessi: Eitt kg. af meðallagskolum, mun geta gefið við fullkomna nýting 6000 H.E., en í eldstæðum tapast ávalt nokkuð af þessu hitamagni út í skorsteininn og ketilrúmið. Þetta tap er frá 30 — 50%, og vjer getum tekið meðaltalið sem er 40%. Hið nothæfa hitagildi kolanna verður þá 3600 H.E., en þá verðum vjer að brenna 60 kg. af kolum, til þess að fá 216000 nothæfar H E. á klst., en það er sama hitamagnið og 1 sek.lít., af 90° C heitu vatni gaf, við að kólna niður í 30° C. Á sólarhring verða þetta, 60 x 24 = 1440 kg., eða nærri 1,5 tonn af kol- um. í þessu dæmi er gert ráð fyrir óvenjulega mikilli upphitun, en það gefur þó dálitla hugmynd um, hvílík feikn af eldsneyti muni þurfa til þess að hita upp stór vermihúsaþorp, eins og H. Suhrs Oartneri, Taamby, Amager, sem hefir 73 vermihús er taka yfir 32000 m2 vallarflöt. F*að er ekki unt að gera sjer neina verulega hugmynd um vatnsmagn og nothæfi heitra uppspretta á íslandi, því engar rannsóknir á því efni munu hafa verið gerðar,

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.