Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 5

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 5
7 Jón Jónatansson. Séra Guðbrandur Björnsson. Björn Guðmundsson. 5. Fundarstjóri bað fulltrúa þá, er komið hefðu á fundinn eftir að kjörbréf hefðu verið úrskurðuð, að skila gögnum sínum til kjörbréfanefndar. Eftir að hún hafði athugað þau, lýsti hún þessa réttkjörna sem fuil- trúa á fundinum: Kristján Benjamínsson, bóndi, Tjörnum Eyf. Sigfús Sigfússon, bóndi, Steinsstöðum. Eyf. Björn Jóhannsson, bóndi Syðra-Laugalandi, Eyf. 6. Þá bar fundarstjóri upp svohljóðandi tillögu: »Sem viðurkenningu á sérstökum dugnaði í stöðu sinni sem framkvæmdarstjóri félagsins, leggur stjórn- in til, að ólafi Jónssyni sé veitt 500.00 kr. launaviðbót árlega og frítt húsnæði«. Þessi tillaga var samþykt með öllum greiddum atkv. 7. Erindi frá fulltrúum: a) Jón Gauti Jónsson lagði fram umsókn til Rækt- unarfélagsins um 300.00 kr. styrk fyrir hönd Búnað- arsambands Norður-Þingeyinga, og ennfremur aðra umsókn frá Búnaðarfélagi öxfirðinga um 200.00 kr. styrk til verkfærakaupa. Báðum þessum umsóknum vísað til fjárhagsnefndar. 8. ólafur Jónsson framkvæmdarstjóri flutti því næst fyrirlestur um framtíðarstarfsemi félagsins og var hann þakkaður með lófataki af fundarmönnum. Um- ræður urðu um erindið. Fundarstjóri gat þess þá, að ekki yrði frekar starfað að fundarmálum þann dag, þar sem nefndirnar yrðu að fara að starfa að þeim málum, sem þeim hefði verið falið, en bauð öllum fulltrúum að skoða gróðrarstöð félagsins. Var þá fundi frestað til næsta dags.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.