Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 52

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1928, Síða 52
54 Blómarækt. Blómafræinu var öllu sáð í vermihúsinu, og plönt- unum svo plantað þaðan í sólreit og svo út í garðinn. Einæru blómin, sem plantað var út, náðu flest góðum þroska, voru sum farin að blómstra í júlí. Af blóma- fræi, sem úti var sáð, blómstraði meiri parturinn en ekki alt. Hnúða af Anemonum og Ranunclum höfum við sett undanfarin vor og gefist vel, er mikil prýði að þeim í skrúðgörðum. Fjölæru blómin stóðu sig nokkuð vel í vor,. það hafði lítið dáið af þeim í vetur. Var því með mesta móti hægt að láta burtu af ýmsum fjölærum plöntum. Mest af f jölæru blómunum náði góðum þroska og bar falleg blóm. Bergenia var að byrja að blómstra um miðjan apríl, . en blómknapparnir kólu, svo hún kom aldrei út blóm- unum sínum og var mikil eftirsjón að því, því hún er ein af okkar fegurstu vorblómum. Stjúpurnar blómstruðu í maí-byrjun og hafa blómstr- að í alt sumar og verður fegurð þeirra og fjölbreytni varla oflofuð. Túlípanlaukar voru settir niður í október í fyrra- haust og gafst það vel. Eg held næstum að hver einasti laukur hafi borið blóm. Nokkuð af inniblómum hefur verið alið upp í vermi- húsinu og hafa plönturnar verið seldar bæði haust og vor. Matjurtarækt. Matjurtimar spruttu með seinna móti í sumar, var • þó margt af þejm sem gaf viðunandi góða uppskeru. Kálinu var sáð í vermihúsinu og plantað svo í sólreit. Út í garðinn var því plantað fyrripartinn í júní og

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.