Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Qupperneq 17

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Qupperneq 17
félagsins á búnaðarfélagsstarfsemina í Norðlendinga- fjórðungi lokið. Eg vil nú sýna fram á, að þessi skoð- un er á algerðum misskilningi bygð og að það er þvefrt á móti ætlast til og nauðsynlegt, að náin samvinna haldist milli Ræktunarfélagsins og búnaðarfélagsskap- arins á Norðurlandi. Ræktunarfélagið, búnaðarsam- böndin og búnaðarfélögin keppa að nákvæmlega sama marki — eflingu landbúnaðarins — en hafa aðeins mismunandi hlutverk að leysa í þeirri sameiginlegu baráttu. Hlutverk Ræktunarfélagsins er, með kerfis- bundnum tilraunum að leita að nýjum, hagkvæmum og arðvænlegum aðferðum við störf landbúnaðarins og láta bændunum í té, jafnskjótt og hægt er, alt nýtt, sem fram kemur við rannsóknir þessar, en búnaðar- samböndin og undirdeildir þeirra eiga að breyta ár- angri tilraunanna í hagnýtar framkvæmdir. Það er því í fylsta máta nauðsynlegt, að mjög náin viðkynning og samvinna sé á milli þessa félagsskapar og með tilliti til þessa er það ákvæði nú sett inn í lög Ræktunarfé- lagsins, að formenn búnaðarsambandanna og búnaðar- þingsfulltrúar í Norðlendingafjórðungi, skuli vera réttmætir fullti'úar á aðalfundi félagsins. Þessir aðilar, sem gera má ráð fyrir, að ávalt séu leiðandi menn í landbúnaðarmálefnum sinna héraða, fá á þennan hátt tækifæri til að kynnast, fylgjast með og hafa áhrif á starfsemi Ræktunárfélagsins og félagið getur á hina hliðina á margvíslegan hátt hagnýtt sér praktiska reynslu og víðtæka þekkingu þessara manna á búnað- arháttum héraðanna við val verkefna og aðra tilhög- un á sinni starfsemi. Bein afleiðing af tilraunastarfi Ræktunarfélagsins er, að félagið verður ávalt að taka mikinn þátt í leið- beiningastarfsemi og búnaðarfræðslu á Norðurlandi, 2*

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.