Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 23

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1931, Síða 23
25 ótvírætt, að notagildi búfjáráburðarins eykst til mik- illa muna, þegar hann kemst niður í jörðina á þennan hátt, samanborið við yfirbreiðslu. Að ýmsu leyti var fyrirkomulag þessara tilrauna ófullkomið og mörgum atriðum, viðvíkjandi þessari áburðaraðferð, ósvarað og hefur því félagið tekið þessi spursmál upp til nýrrar rannsóknar. Tilraunin er í eftirfylgjandi liðum. 1. óhreyft, yfirbreiðsla 15. þús. kg. mykja, 7500 kg. þvag árlega. 2. Plægt, yfirbreiðsla 15. þús. kg. mykja, 7500 kg. þvag árlega. 3. Plægt, undirburður 30 þús. kg. mykja, yfirbreiðsla 7500 kg. þvag árlega. 4. Plægt, undirburður 60 þús. kg. mykja, yfirbreiðsla 7500 kg. þvag árlega. 5. Plægt, undirburður 90 þús. kg. mykja, yfirbreiðsla 7500 kg. þvag árlega. 6. Plægt, undirburður 90 þús. kg. mykja, engin yfir- breiðsla. Hver liður er endurtekinn 6 sinnum. 2. liðurinn á að sýna áhrif plægingarinnar einnar á uppskeruna. 3. lið- urinn hefur eftir 2 ár fengið jafnmikinn áburð og 1. og 2. liðurinn. 4. liðurinn eftir 4 ár og 5. liðurinn eftir 6 ár. 6. liðurinn hefur eftir 6 ár fengið jafnmikið af mykju og 1. og 2. liðurinn, en þar sem hann fær enga yfirbreiðslu, verður heildaráburðarmagn hans miklu minna. í sambandi við tilraun þessa voru gerðar at- huganir um, hve mikla vinnu það útheimti að plægja og ganga frá plógstrengjunum aftur og reyndust það að vera 10 manna dagsverk og 9 hesta dagsverk á ha. Síðari athuganir hafa þó leitt í ljós, að á stærri svæð- um og með hagkvæmari aðferðum er hægt að færa þessar tölur niður um alt að /3. Kemur hér hið sama

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.