Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 13

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Side 13
77 stjóra, sem Halldór á Hvanneyri sagði að væri höfundur bændanámskeiðanna. Sigurður var þá í blóma lífsins, fjör- maður en þó alvörumaður, vildi ætíð að eitthvað gæti unn- izt fósturjörðinni til bóta. Hann gerði mikið úr því, að menn kynntust hverir öðrum og gætu rætt um áhugamál sín hverir við aðra, en til þess væru bændanámskeiðin bezt, þótt þau væru ekki langur skóli. Og að síðustu þetta: Þátttakendur bændanámskeiðsins undu glaðir við sitt þessa daga á Hólum, þótt enginn væri sími, ekkert útvarp, ekkert rafmagn og mjög þröngt hús- rúm. Þeir voru líka búnir að ganga yfir heiðar og fjöll, austan úr Reykjahverfi, framan úr Bárðardal, Eyjafirði og Skagafjarðardölum. Ég held að þetta bændanámsskeið hafi verið forsaga fyrir því, sem síðar kom fram í öllum ræktun- armálum, skógrækt og öllum þeim stórstígu framkvæmd- um, sem nú eru orðnar hjá þjóðinni. Það er eins og fyrstu ár 20. aldarinnar hafi verið gróandi vormorgunn í öllum félagsskap. Þá voru ungmennafélögin að rísa á legg, kaup- félögin og margur annar félagsskapur. Skólum var komið á fót og fræðsla aukin til þess að búa þjóðina undir þau stóru átök er síðar voru gerð. Okkur eldri mönnum finnst gróð- urinn hafi dafnað vel, en nú er vandinn að verjast kali, svo hægt verði að halda öllu í réttu horfi, þjóð vorri til gengis og gæfu. EFTIRMÁLI RITSTJÓRANS Frásaga sú, er hér birtist um fyrsta bændanámskeiðið á íslandi, er veru- legur menningarsögulegur fengur, því það var upphaf að mjög merkilegum þætti í þróunarsögu landbúnaðarins, er hafði mikil og gagnleg áhrif í um þrjá áratugi, en lagðist þá niður smám saman vegna breyttra búnaðarhátta. Nú fyrnist smám saman yfir minningarnar frá þessum merkilegu bænda- samkomum, er stóðu venjulega með miklu fjöri i nokkra daga og voru eins og vorblær og júnxsól í skammdegi hversdagsleikans. Vegna eftirkomendanna er ómaksins vert að bregða upp nokkrum sýnishornum frá þessum námskeið- um. Bregða upp nokkrum svipmyndum af því, er þar fór fram, og gera dá- litla grein fyrir því, hvað þátttakendur þessara námskeiða, og þá ekki sízt þeir, sem fræðsluna önnuðust, lögðu á sig þeirra vegna í ófærð og harðviðri hávetrarins, þegar allt varð að fara fótgangandi. Langar mig til síðar að rifja upp nokkrar minningar frá bændanámskeiðum og þætti úr námskeiðsferðum.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.