Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1957, Blaðsíða 43
107 aðeins til þess, að venjulegur vinnuflokkur með vinnuvélar getur unnið á hverjum stað í fáeina daga. Á þennan hátt þokast verkin áfram hægt og bítandi fet fyrir fet og verður venjulega eigi lokið á minna en áratug, en oftar á áratug- um. Fjöldinn allur af þessum vegagerðum koma byggðun- um að engu liði fyrr en lokið er, vegna þess að þær liggja um óbyggðir, eða notast ekki vegna vöntunar á brúm yfir ræsi og ár. Til frekari glöggvunar skulum við hugsa okkur tíu slíka vegakafla, það er vafalaust hægt að finna þá svo tugum skiptir, og með þeim vinnubrögðum, sem nú eru á höfð, skulum við gera ráð fyrir, að bygging þeirra hvers um sig og allra í sameiningu taki tíu ár. Til frekari glöggvunar skulum við gefa þeim tölurnar 1—10. Það verður þá fyrst eftir tíu ár sem þessir tíu vegakaflar koma í gagnið. Á þessu tímabili hafa þá, ef að líkum lætur, vegagerðarflokkar tíu sinnum sett sig niður á hverjum stað með tjöld, skúra og vinnuvélar og tekið sig jafn oft upp aftur eða eitt hundrað sinnum við alla vegakaflana. Má þá, án þess að ýkja nokk- uð, gera ráð fyrir, að nálægt 20% af því fé, sem gengið hef- ur til framkvæmdanna, hafi farið í það að flytja, búast um og taka sig upp aftur, og allt það fé, er gengið hefur til framkvæmdanna, hefur auðvitað legið arðlaust og gagns- laust þau tíu ár, sem framkvæmdin hefur tekið. Hver heilvita maður ætti að sjá að ekkert vit er í svona aðförum. í stað þess að hafa alla þessa vegakafla í takinu árlega á vitanlega aðeins að taka einn fyrir á ári og ljúka honum og þannig koll af kolli. Fmginn tapar neinu við þetta, en að minnsta kosti níu af hverjum tíu græða á því. Fyrsti vegakaflinn kemur níu árum fyrr í gagnið en ella, sá næsti átta árum fyrr o. s. frv. og líklega yrði hægt að ljúka öllum vegaköflunum á átta árum vegna þess, sem sparaðist á því, að flutningunum á öllum útbúnaði frá og til vinnustaða fækkaði úr eitt hundrað í tíu. Meðaltíminn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.